Þrátt fyrir að Reykjavíkurdætur verði ekki fulltrúar Íslands á Ítalíu í maí þá ætla þær að halda tvenna tónleika á Íslandi í Eurovision vikunni. Um er að ræða þeirra fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár.
Föstudaginn fyrir aðalkeppnina á Ítalíu halda Reykjavíkurdætur tvenna tónleika í Iðnó. Friðrik Dór sér um að hita upp fyrir þær á fyrri tónleikunum en Inspector Spacetime á þeim seinni. Taka skal fram að fyrri tónleikarnir eru fjölskyldutónleikar.
