„Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. mars 2022 21:50 Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki sjá eftir því að hafa fengið leik gegn jafn sterkum andstæðingum og Spánverjar eru. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. Það var nokkuð augljóst strax frá fyrstu mínútu að spænska liðið væri nokkrum númerum of stórt fyrir það íslenska. Þrátt fyrir það stóð íslenska vörnin ágætlega fyrstu 35 mínútur leiksins, en eftir að fyrsta markið leit dagsins ljós opnuðust flóðgáttirnar. „Þetta var erfitt í alla staði,“ saðgi Arnar Þór á blaðamannafundi eftir leik. „Við náðum að loka ágætlega á þá. Við vitum að þeir senda boltann mikið og eru það góðir að þeir ná að nýta sér minnstu svæði en við fundum ekki lausnina hægra megin og flest mörkin komu þar. Við mættum ofjörlum okkar í dag. Það er hinsvegar mjög margt sem ég er ánægður með síðustu tíu daga.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað stórt í kvöld segist Arnar þó ekki sjá eftir því að hafa fengið leik gegn jafn sterkum andstæðingum og Spánverjar eru. „Ég vildi frekar fá leik á móti sterku liði heldur en mjög slöku liði. Sterkir andstæðingar geta sýnt okkur betur hvar okkar veikleikar eru. Mér finnst mest leiðinlegt að það er erfitt að tapa stórt og ungum leikmönnum finnst það sérstaklega erfitt,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Það var nokkuð augljóst strax frá fyrstu mínútu að spænska liðið væri nokkrum númerum of stórt fyrir það íslenska. Þrátt fyrir það stóð íslenska vörnin ágætlega fyrstu 35 mínútur leiksins, en eftir að fyrsta markið leit dagsins ljós opnuðust flóðgáttirnar. „Þetta var erfitt í alla staði,“ saðgi Arnar Þór á blaðamannafundi eftir leik. „Við náðum að loka ágætlega á þá. Við vitum að þeir senda boltann mikið og eru það góðir að þeir ná að nýta sér minnstu svæði en við fundum ekki lausnina hægra megin og flest mörkin komu þar. Við mættum ofjörlum okkar í dag. Það er hinsvegar mjög margt sem ég er ánægður með síðustu tíu daga.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað stórt í kvöld segist Arnar þó ekki sjá eftir því að hafa fengið leik gegn jafn sterkum andstæðingum og Spánverjar eru. „Ég vildi frekar fá leik á móti sterku liði heldur en mjög slöku liði. Sterkir andstæðingar geta sýnt okkur betur hvar okkar veikleikar eru. Mér finnst mest leiðinlegt að það er erfitt að tapa stórt og ungum leikmönnum finnst það sérstaklega erfitt,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41