Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir KA 7. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að Akureyringar fari niður um þrjú sæti frá því í fyrra. KA-menn náðu sínum næstbesta árangri frá upphafi þegar þeir lentu í 4. sæti á síðasta tímabili. Þeir voru eflaust með súrsætt bragð í munni enda misstu þeir af Evrópusæti í lokaumferðinni. En tímabilið fyrir norðan var gott og eitthvað til að byggja á. En það er stórt EN. Veturinn hefur verið afar erfiður hjá KA, leikmannahópurinn er næfurþunnur vegna meiðsla og Arnar Grétarsson hefur ekki enn getað stillt upp sínu sterkasta liði. Hallgrímur Mar Steingrímsson, besti leikmaður KA undanfarin ár, spilaði til að mynda ekkert á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla. Til að bæta gráu ofan á svart byrjar miðvörðurinn öflugi Dusan Brkovic tímabilið í þriggja leikja banni. Og ekki er enn ljóst hvenær KA getur byrjað að spila á nýjum heimavelli sínum á KA-svæðinu. KA-menn hafa ekki verið stórtækir á félagaskiptamarkaðnum og hefðu þurft að láta meira til sín taka þar til að þó það væri bara nema til að fylla í öll skörðin í leikmannahópnum og breikka hann. Arnari líður væntanlega eins og hinum síþjáða Job í Gamla testamentinu sem endalausar kvalir voru lagðar á. Arnar vonast þó væntanlega eftir aðeins meiri verðlaunum fyrir þjáninguna en Job forðum daga. Svona var síðasta sumar Væntingarstuðullinn: Enduðu tveimur sætum ofar en þeim var spáð (6. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 72 prósent stiga í húsi (13 af 18) Júní: 44 prósent stiga í húsi (4 af 9) Júlí: 50 prósent stiga í húsi (6 af 12) Ágúst: 56 prósent stiga í húsi (10 af 18) September: 78 prósent stiga í húsi (7 af 9) - Besti dagur: 19. september 4-1 sigur á Val sem var þriðji sigurleikur liðsins í röð og kom þeim af krafti inn í baráttuna um Evrópusætið í lokaumferðinni. Versti dagur: 13. júlí 2-1 tap á móti Fylki var annað tapið í röð og þýddi aðeins eitt stig í húsi í síðustu fjórum leikjum. - Tölfræðin Árangur: 4. sæti (40 stig) Sóknarleikur: 5. sæti (36 mörk skoruð) Varnarleikur: 2. sæti (20 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 5. sæti (19 stig) Árangur á útivelli: 2. sæti (21 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (Þrisvar sinnum) Flestir tapleikir í röð: 2 (Tvisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Hallgrímur Mar Steingrímsson 11 Flestar stoðsendingar: Hallgrímur Mar Steingrímsson 6 Þáttur í flestum mörkum: Hallgrímur Mar Steingrímsson 18 Flest gul spjöld: Dusan Brkovic 5 (+ 3 rauð spjöld) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið KA í sumar.vísir/hjalti Dusan Brkovic, miðvörður (f. 1989): Serbi sem var með betri miðvörðum deildarinnar í fyrra. Byrjar tímabilið í þriggja leikja banni eftir að hafa sankað að sér fimm gulum og þremur rauðum spjöldum á síðustu leiktíð. Þarf að fækka spjöldunum í sumar ef varnarhæfileikar hans eiga að nýtast KA. Ásgeir Sigurgeirsson, sóknarmaður (f. 1996): Mikilvægi Ásgeirs lýsir sér best í því að hann ber fyrirliðaband liðsins. Stóð sig mjög vel á síðustu leiktíð og þarf eflaust að koma að enn fleiri mörkum í sumar ætli Akureyringar sér að gera betur en spáin segir til um. Hallgrímur Mar Steingrímsson, kantmaður (f. 1990): Einn albesti leikmaður efstu deildar hér á landi undanfarin ár og einn besti leikmaður í sögu KA. Hallgrímur er stórskemmtilegur kantmaður með góðan skotfót og baneitraðar fyrirgjafir. Hefur verið að glíma við meiðsli allt undirbúningstímablið en verður í lykilhlutverki þegar hann snýr aftur. Dusan Brkovic, Ásgeir Sigurgeirsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson voru lykilmenn hjá KA í fyrra og verða það áfram í sumar.vísir/hulda margrét Fylgist með: Þorri Mar Þórisson, bakvörður (f. 1999) Spilaði tvo leiki 2019, fjóra 2020 en svo 21 á síðustu leiktíð. Dalvíkingurinn hefur gripið tækifærið í hægri bakverði með báðum höndum og er fastamaður í KA-liðinu í dag. Miðað við meiðslakrísuna í herbúðum liðsins þá er hægri bakvarðar staðan hans svo lengi sem hann helst heill. Markaðurinn vísir/hjalti KA-menn hafa haft hægt um sig á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir að mikil meiðsli hafi herjað á liðið. Þeir hafa enn tíma til stefnu og má gera ráð fyrir því að þeir nýti hann til að sækja leikmenn. KA fékk þó til sín á dögunum spennandi miðvörð í Úkraínumanninum Oleksiy Bykov sem flúði stríðið í heimalandinu eftir að hafa leiki með Mariupol í efstu deild. Belgíski vinstri bakvörðurinn Bryan Van Den Bogaert, sem spilað hefur í næstefstu deild Belgíu síðustu ár, hefur sömuleiðis bæst í vörnina. Þeir leysa því af hólmi Mikkel Qvist og Mark Gundelach sem léku í vörn KA seinni hluta síðustu leiktíðar. Hversu langt er síðan að KA .... ... varð Íslandsmeistari: 33 ár (1989) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... endaði á topp þrjú: 33 ár (1989) ... féll úr deildinni: 18 ár (2004) ... átti markakóng deildarinnar: Aldrei ... átti besta leikmann deildarinnar: 33 ár (Þorvaldur Örlygsson 1989) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: Aldrei Að lokum … Steinþór Már Auðunsson, Stubbur, var ein óvæntasta stjarna síðasta tímabils.vísir/Hulda Margrét KA hefði átt að vera með vind í seglin eftir síðasta tímabil en þess í stað eru Norðanmenn með vindinn í fangið. Arnar hefur gert frábæra hluti með KA en er nú sennilega sitt mest krefjandi verkefni á þjálfaraferlinum á Íslandi í höndunum. KA er búið að festa sig í sessi sem efstu deildar lið, eitthvað sem fólk á Brekkunni beið lengi eftir. Sumarið gæti orðið erfitt en KA-menn þurfa, eða neyðast öllu heldur, kannski til að þreyja þorrann og taka eitt skref aftur á bak áður en þeir taka tvö fram á við. KA-menn stefna væntanlega á að komast í úrslitakeppni efstu sex liðanna og það er líklega það besta sem þeir geta vonast eftir. Besta deild karla KA Akureyri Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir KA 7. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að Akureyringar fari niður um þrjú sæti frá því í fyrra. KA-menn náðu sínum næstbesta árangri frá upphafi þegar þeir lentu í 4. sæti á síðasta tímabili. Þeir voru eflaust með súrsætt bragð í munni enda misstu þeir af Evrópusæti í lokaumferðinni. En tímabilið fyrir norðan var gott og eitthvað til að byggja á. En það er stórt EN. Veturinn hefur verið afar erfiður hjá KA, leikmannahópurinn er næfurþunnur vegna meiðsla og Arnar Grétarsson hefur ekki enn getað stillt upp sínu sterkasta liði. Hallgrímur Mar Steingrímsson, besti leikmaður KA undanfarin ár, spilaði til að mynda ekkert á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla. Til að bæta gráu ofan á svart byrjar miðvörðurinn öflugi Dusan Brkovic tímabilið í þriggja leikja banni. Og ekki er enn ljóst hvenær KA getur byrjað að spila á nýjum heimavelli sínum á KA-svæðinu. KA-menn hafa ekki verið stórtækir á félagaskiptamarkaðnum og hefðu þurft að láta meira til sín taka þar til að þó það væri bara nema til að fylla í öll skörðin í leikmannahópnum og breikka hann. Arnari líður væntanlega eins og hinum síþjáða Job í Gamla testamentinu sem endalausar kvalir voru lagðar á. Arnar vonast þó væntanlega eftir aðeins meiri verðlaunum fyrir þjáninguna en Job forðum daga. Svona var síðasta sumar Væntingarstuðullinn: Enduðu tveimur sætum ofar en þeim var spáð (6. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 72 prósent stiga í húsi (13 af 18) Júní: 44 prósent stiga í húsi (4 af 9) Júlí: 50 prósent stiga í húsi (6 af 12) Ágúst: 56 prósent stiga í húsi (10 af 18) September: 78 prósent stiga í húsi (7 af 9) - Besti dagur: 19. september 4-1 sigur á Val sem var þriðji sigurleikur liðsins í röð og kom þeim af krafti inn í baráttuna um Evrópusætið í lokaumferðinni. Versti dagur: 13. júlí 2-1 tap á móti Fylki var annað tapið í röð og þýddi aðeins eitt stig í húsi í síðustu fjórum leikjum. - Tölfræðin Árangur: 4. sæti (40 stig) Sóknarleikur: 5. sæti (36 mörk skoruð) Varnarleikur: 2. sæti (20 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 5. sæti (19 stig) Árangur á útivelli: 2. sæti (21 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (Þrisvar sinnum) Flestir tapleikir í röð: 2 (Tvisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Hallgrímur Mar Steingrímsson 11 Flestar stoðsendingar: Hallgrímur Mar Steingrímsson 6 Þáttur í flestum mörkum: Hallgrímur Mar Steingrímsson 18 Flest gul spjöld: Dusan Brkovic 5 (+ 3 rauð spjöld) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið KA í sumar.vísir/hjalti Dusan Brkovic, miðvörður (f. 1989): Serbi sem var með betri miðvörðum deildarinnar í fyrra. Byrjar tímabilið í þriggja leikja banni eftir að hafa sankað að sér fimm gulum og þremur rauðum spjöldum á síðustu leiktíð. Þarf að fækka spjöldunum í sumar ef varnarhæfileikar hans eiga að nýtast KA. Ásgeir Sigurgeirsson, sóknarmaður (f. 1996): Mikilvægi Ásgeirs lýsir sér best í því að hann ber fyrirliðaband liðsins. Stóð sig mjög vel á síðustu leiktíð og þarf eflaust að koma að enn fleiri mörkum í sumar ætli Akureyringar sér að gera betur en spáin segir til um. Hallgrímur Mar Steingrímsson, kantmaður (f. 1990): Einn albesti leikmaður efstu deildar hér á landi undanfarin ár og einn besti leikmaður í sögu KA. Hallgrímur er stórskemmtilegur kantmaður með góðan skotfót og baneitraðar fyrirgjafir. Hefur verið að glíma við meiðsli allt undirbúningstímablið en verður í lykilhlutverki þegar hann snýr aftur. Dusan Brkovic, Ásgeir Sigurgeirsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson voru lykilmenn hjá KA í fyrra og verða það áfram í sumar.vísir/hulda margrét Fylgist með: Þorri Mar Þórisson, bakvörður (f. 1999) Spilaði tvo leiki 2019, fjóra 2020 en svo 21 á síðustu leiktíð. Dalvíkingurinn hefur gripið tækifærið í hægri bakverði með báðum höndum og er fastamaður í KA-liðinu í dag. Miðað við meiðslakrísuna í herbúðum liðsins þá er hægri bakvarðar staðan hans svo lengi sem hann helst heill. Markaðurinn vísir/hjalti KA-menn hafa haft hægt um sig á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir að mikil meiðsli hafi herjað á liðið. Þeir hafa enn tíma til stefnu og má gera ráð fyrir því að þeir nýti hann til að sækja leikmenn. KA fékk þó til sín á dögunum spennandi miðvörð í Úkraínumanninum Oleksiy Bykov sem flúði stríðið í heimalandinu eftir að hafa leiki með Mariupol í efstu deild. Belgíski vinstri bakvörðurinn Bryan Van Den Bogaert, sem spilað hefur í næstefstu deild Belgíu síðustu ár, hefur sömuleiðis bæst í vörnina. Þeir leysa því af hólmi Mikkel Qvist og Mark Gundelach sem léku í vörn KA seinni hluta síðustu leiktíðar. Hversu langt er síðan að KA .... ... varð Íslandsmeistari: 33 ár (1989) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... endaði á topp þrjú: 33 ár (1989) ... féll úr deildinni: 18 ár (2004) ... átti markakóng deildarinnar: Aldrei ... átti besta leikmann deildarinnar: 33 ár (Þorvaldur Örlygsson 1989) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: Aldrei Að lokum … Steinþór Már Auðunsson, Stubbur, var ein óvæntasta stjarna síðasta tímabils.vísir/Hulda Margrét KA hefði átt að vera með vind í seglin eftir síðasta tímabil en þess í stað eru Norðanmenn með vindinn í fangið. Arnar hefur gert frábæra hluti með KA en er nú sennilega sitt mest krefjandi verkefni á þjálfaraferlinum á Íslandi í höndunum. KA er búið að festa sig í sessi sem efstu deildar lið, eitthvað sem fólk á Brekkunni beið lengi eftir. Sumarið gæti orðið erfitt en KA-menn þurfa, eða neyðast öllu heldur, kannski til að þreyja þorrann og taka eitt skref aftur á bak áður en þeir taka tvö fram á við. KA-menn stefna væntanlega á að komast í úrslitakeppni efstu sex liðanna og það er líklega það besta sem þeir geta vonast eftir.
Væntingarstuðullinn: Enduðu tveimur sætum ofar en þeim var spáð (6. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 72 prósent stiga í húsi (13 af 18) Júní: 44 prósent stiga í húsi (4 af 9) Júlí: 50 prósent stiga í húsi (6 af 12) Ágúst: 56 prósent stiga í húsi (10 af 18) September: 78 prósent stiga í húsi (7 af 9) - Besti dagur: 19. september 4-1 sigur á Val sem var þriðji sigurleikur liðsins í röð og kom þeim af krafti inn í baráttuna um Evrópusætið í lokaumferðinni. Versti dagur: 13. júlí 2-1 tap á móti Fylki var annað tapið í röð og þýddi aðeins eitt stig í húsi í síðustu fjórum leikjum. - Tölfræðin Árangur: 4. sæti (40 stig) Sóknarleikur: 5. sæti (36 mörk skoruð) Varnarleikur: 2. sæti (20 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 5. sæti (19 stig) Árangur á útivelli: 2. sæti (21 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (Þrisvar sinnum) Flestir tapleikir í röð: 2 (Tvisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Hallgrímur Mar Steingrímsson 11 Flestar stoðsendingar: Hallgrímur Mar Steingrímsson 6 Þáttur í flestum mörkum: Hallgrímur Mar Steingrímsson 18 Flest gul spjöld: Dusan Brkovic 5 (+ 3 rauð spjöld)
Hversu langt er síðan að KA .... ... varð Íslandsmeistari: 33 ár (1989) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... endaði á topp þrjú: 33 ár (1989) ... féll úr deildinni: 18 ár (2004) ... átti markakóng deildarinnar: Aldrei ... átti besta leikmann deildarinnar: 33 ár (Þorvaldur Örlygsson 1989) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: Aldrei
Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01