Bruce Willis greindur með málstol og hættir að leika Elísabet Hanna skrifar 30. mars 2022 18:19 Bruce Willis kveður leiklistina eftir glæstan feril. Getty/ Jim Spellman Leikarinn ástkæri Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á hugræna getu hans og kveður hann í kjölfarið leiklistarferilinn sinn. Fjölskylda leikarans tilkynnti fréttirnar á samfélagsmiðlum. Fjölskylda Bruce, sem er 67 ára gamall, greindi frá fréttunum með sameiginlegri yfirlýsingu á öllum samfélagsmiðlum sínum, þar sem segir að þau ætli að takast á við sjúkdóminn saman sem sterk heild. Hann og Demi Moore, sem eiga þrjú börn saman, eru þekkt fyrir að vera miklir vinir. Eiginkona Bruce í dag er Emma Heming Willis og saman eiga þau tvö börn. View this post on Instagram A post shared by Emma Heming Willis (@emmahemingwillis) Í yfirlýsingunni segir að Bruce hafi hugsað sig vel um og ákveðið að stíga til hliðar frá ferlinum sem sé honum mjög kær. Þau segja hann og fjölskylduna vilja láta aðdáendur hans vita af þessu og að þau kunni að meta ástina, samhuginn og stuðninginn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Við förum í gegnum þetta sem sterk fjölskylduheild og vildum segja aðdáendunum frá þessu af því að við vitum hversu mikils virði hann er ykkur og þið honum.“ View this post on Instagram A post shared by Demi Moore (@demimoore) Málstol er tal- og máltruflun sem getur haft áhrif á tjáningu, málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall en einnig geta heilaæxli, sýking í heila eða heilaáverki verið orsök þess. Það getur verið mismikið og fer það eftir stærð og umfangi skaðans í heilanum. Willis hefur undanfarna áratugi verið ein skærasta stjarnan í Hollywood. Helst er hann þekktur fyrir túlkun hans á hasarhetjunni John McClane í hasarmyndunum Die Hard, en alls lék hann í fimm kvikmyndum um lögreglumanninn hugaða. Þá lék hann einnig í kvikmyndum á borð við Pulp Fiction, Armageddon, The Sixth Sense, The Fifth Element, svo dæmi séu tekin. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24 Bruce Willis segir Die Hard ekki vera jólamynd Bruce Willis er ósammála þeirri jólahefð sem skapast hefur í kringum Die Hard-myndirnar. 16. júlí 2018 12:54 Bruce Willis á von á barni Stórleikarinn á von á öðru barni með eiginkonu sinni Emmu Heming. 18. desember 2013 14:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Fjölskylda Bruce, sem er 67 ára gamall, greindi frá fréttunum með sameiginlegri yfirlýsingu á öllum samfélagsmiðlum sínum, þar sem segir að þau ætli að takast á við sjúkdóminn saman sem sterk heild. Hann og Demi Moore, sem eiga þrjú börn saman, eru þekkt fyrir að vera miklir vinir. Eiginkona Bruce í dag er Emma Heming Willis og saman eiga þau tvö börn. View this post on Instagram A post shared by Emma Heming Willis (@emmahemingwillis) Í yfirlýsingunni segir að Bruce hafi hugsað sig vel um og ákveðið að stíga til hliðar frá ferlinum sem sé honum mjög kær. Þau segja hann og fjölskylduna vilja láta aðdáendur hans vita af þessu og að þau kunni að meta ástina, samhuginn og stuðninginn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Við förum í gegnum þetta sem sterk fjölskylduheild og vildum segja aðdáendunum frá þessu af því að við vitum hversu mikils virði hann er ykkur og þið honum.“ View this post on Instagram A post shared by Demi Moore (@demimoore) Málstol er tal- og máltruflun sem getur haft áhrif á tjáningu, málskilning, lestur og skrift. Algengasta orsök málstols er heilablóðfall en einnig geta heilaæxli, sýking í heila eða heilaáverki verið orsök þess. Það getur verið mismikið og fer það eftir stærð og umfangi skaðans í heilanum. Willis hefur undanfarna áratugi verið ein skærasta stjarnan í Hollywood. Helst er hann þekktur fyrir túlkun hans á hasarhetjunni John McClane í hasarmyndunum Die Hard, en alls lék hann í fimm kvikmyndum um lögreglumanninn hugaða. Þá lék hann einnig í kvikmyndum á borð við Pulp Fiction, Armageddon, The Sixth Sense, The Fifth Element, svo dæmi séu tekin.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24 Bruce Willis segir Die Hard ekki vera jólamynd Bruce Willis er ósammála þeirri jólahefð sem skapast hefur í kringum Die Hard-myndirnar. 16. júlí 2018 12:54 Bruce Willis á von á barni Stórleikarinn á von á öðru barni með eiginkonu sinni Emmu Heming. 18. desember 2013 14:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. 8. febrúar 2022 09:24
Bruce Willis segir Die Hard ekki vera jólamynd Bruce Willis er ósammála þeirri jólahefð sem skapast hefur í kringum Die Hard-myndirnar. 16. júlí 2018 12:54
Bruce Willis á von á barni Stórleikarinn á von á öðru barni með eiginkonu sinni Emmu Heming. 18. desember 2013 14:30