Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2022 06:46 Ættingi grætur yfir kistu Mykola Goryainiv, 3 ára, sem lést ásamt foreldrum sínum þegar þau reyndu að komast frá Kharkív. AP/Andriy Andriyenko Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. Donbas er það svæði kallað sem nær yfir héruðin Donetsk og Luhansk, þar sem Rússar hafa í mörg ár aðstoðað uppreisnarsveitir sem hafa barist fyrir sjálfstæði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði héraðanna í aðdraganda innrásarinnar. Maríupól, sem hefur orðið hvað verst úti í átökunum eftir linnulausar árásir Rússa, tilheyrir Donetsk. Eftir ítrekaðar og misvelheppnaðar tilraunir til að koma íbúum frá borginni hafa Rússar nú heitið því að opna „mannúðarhlið“ þaðan en þetta er nokkuð sem Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa þrýst mjög á um síðustu daga. Þess ber þó að geta að það var fyrr í þessari viku sem haft var eftir Pútín að Rússar myndu ekki hætta árásum á borgina fyrr en Úkraínumenn hefðu gefið hana upp á bátinn. Rússar hafa náð um helmingi borgarinnar á sitt vald en úkraínski herinn náð að halda miðbænum. Óvissa um gang viðræðanna Rússar sögðust í kjölfar viðræða sendinefnda ríkjanna á þriðjudag að þeir hygðust draga úr aðgerðum við Kænugarð og Tjernihív. Stöðugar sprengingar heyrast hins vegar þar enn, síðast í nótt. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði, sagðist hafa heyrt um hundrað sprengingar í gærkvöldi. Selenskí sagði í daglegu ávarpi sínu seint í gærkvöldi að liðsflutningar Rússa frá Kænugarði og Tjernihív mætti þakka góðum vörnum Úkraínumanna. Ljóst þykir hins vegar að þeir eru ekki til marks um að innrásarherinn sé að draga úr umsvifum sínum heldur undirbúa nýja sókn í austri. Margar sögur og misjafnar fara af gangi friðarviðræðna en ráðamenn í bæði Úkraínu og Rússlandi hafa gefið út yfirlýsingar einn af öðrum sem eru ekki endilega samhljóma. Þannig hafa fulltrúar beggja sagt viðræðurnar þokast áfram á meðan aðrir segja ekkert nýtt í stöðunni og langt í land. Bandamenn Úkraínu heita frekari refsiaðgerðum en það vakti athygli í morgun að rúblan hefur náð fyrri styrk sínum, mögulega vegna kröfu Rússa um að Vesturlönd greiði fyrir orkuinnflutning í rússneska gjaldmiðlinum. Þá hefur olíuverð lækkað þar sem Bandaríkjamenn eru að íhuga að ganga á varabirgðir sínar. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Donbas er það svæði kallað sem nær yfir héruðin Donetsk og Luhansk, þar sem Rússar hafa í mörg ár aðstoðað uppreisnarsveitir sem hafa barist fyrir sjálfstæði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði héraðanna í aðdraganda innrásarinnar. Maríupól, sem hefur orðið hvað verst úti í átökunum eftir linnulausar árásir Rússa, tilheyrir Donetsk. Eftir ítrekaðar og misvelheppnaðar tilraunir til að koma íbúum frá borginni hafa Rússar nú heitið því að opna „mannúðarhlið“ þaðan en þetta er nokkuð sem Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa þrýst mjög á um síðustu daga. Þess ber þó að geta að það var fyrr í þessari viku sem haft var eftir Pútín að Rússar myndu ekki hætta árásum á borgina fyrr en Úkraínumenn hefðu gefið hana upp á bátinn. Rússar hafa náð um helmingi borgarinnar á sitt vald en úkraínski herinn náð að halda miðbænum. Óvissa um gang viðræðanna Rússar sögðust í kjölfar viðræða sendinefnda ríkjanna á þriðjudag að þeir hygðust draga úr aðgerðum við Kænugarð og Tjernihív. Stöðugar sprengingar heyrast hins vegar þar enn, síðast í nótt. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði, sagðist hafa heyrt um hundrað sprengingar í gærkvöldi. Selenskí sagði í daglegu ávarpi sínu seint í gærkvöldi að liðsflutningar Rússa frá Kænugarði og Tjernihív mætti þakka góðum vörnum Úkraínumanna. Ljóst þykir hins vegar að þeir eru ekki til marks um að innrásarherinn sé að draga úr umsvifum sínum heldur undirbúa nýja sókn í austri. Margar sögur og misjafnar fara af gangi friðarviðræðna en ráðamenn í bæði Úkraínu og Rússlandi hafa gefið út yfirlýsingar einn af öðrum sem eru ekki endilega samhljóma. Þannig hafa fulltrúar beggja sagt viðræðurnar þokast áfram á meðan aðrir segja ekkert nýtt í stöðunni og langt í land. Bandamenn Úkraínu heita frekari refsiaðgerðum en það vakti athygli í morgun að rúblan hefur náð fyrri styrk sínum, mögulega vegna kröfu Rússa um að Vesturlönd greiði fyrir orkuinnflutning í rússneska gjaldmiðlinum. Þá hefur olíuverð lækkað þar sem Bandaríkjamenn eru að íhuga að ganga á varabirgðir sínar.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira