Snemmtækur stuðningur í þágu velferðar barna og samfélagslegrar hagsældar Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifar 31. mars 2022 07:31 Mikilvægasti tíminn þegar kemur að þroska og velferð barna er tíminn frá getnaði til tveggja ára aldurs. Með góðum grunni á þessum mikilvæga tíma getum við aukið líkur á farsæld barna inn í framtíðina sem skilar sér einnig í samfélagslegri hagsæld. Foreldrar bera vissulega megin ábyrgðina þegar kemur að uppeldi barna sinna en samkvæmt lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns er uppeldi ekki einkaverkefni foreldra heldur einnig ábyrgð samfélagsins. Eins og sagt er - það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Það er ekki bara mikilvægt fyrir velferð einstaklinganna sjálfra að halda vel á spöðunum í þessu samstarfsverkefni heldur líka fyrir samfélagið í heild. Tökum stærri skref í þágu barnafjölskyldna Aðkoma sveitarfélaga er því gríðarlega mikilvæg og því mikilvægt að sterkir innviðir séu til staðar til að styðja við foreldra í uppeldishlutverkinu. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum sjá sveitarfélagið koma betur að málefnum barnafjölskyldna og byggja upp styrkari stoðir. Gera betur í þágu einstaklinganna og gera betur í þágu samfélagslegrar hagsældar. Við viljum að snemmtækur stuðningur sé í boði fyrir foreldra barna og unglinga samhliða snemmtækum inngripum og verði hluti af farsældarþjónustu Garðabæjar. Við viljum taka stærri skref og bæta við þá farsældarþjónustu sem öllum sveitarfélögum ber lagaleg skylda að innleiða samkvæmt nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Snemmtækur stuðningur Foreldrafræðsla er eitt dæmi um snemmtækan stuðning og hafa rannsóknir sýnt að foreldrar sem fá stuðning í því formi eru almennt öruggari og vissari um eigin getu og hæfileika í uppeldishlutverkinu. Þau jákvæðu áhrif skila sér síðan í uppeldið og þaðan til barnanna í formi aukins málskilnings, betri samskiptahæfni, aukins félagsþroska og sjálfsöryggi. Snemmtækur stuðningur við fjölskyldur ungra barna kostar mun minna en samfélagslegur kostnað ef ekkert er gert — niðurstaðan er sparnaður fyrir samfélagið. Fyrir hverja krónu sem fjárfest er í þessum málaflokk má spara 30 krónur samkvæmt skýrslu London School of Economics. Þannig höfum við sem samfélag verulegra hagsmuna að gæta þegar kemur að uppvexti og velferð barna okkar. Hefjumst handa strax Það er ekkert launungarmál að íbúum Garðabæjar fjölga hratt og þar með talið börnum á leik- og grunnskólaaldri. Samkvæmt úttekt sem VSÓ Ráðgjöf gerði fyrir Garðabæ um stöðu og þörf í leik- og grunnskólamálum til ársins 2040 er gert ráð fyrir 5.010 börnum á leik- og grunnskólaaldri árið 2040. Þetta er fjölgun um 1.129 börn frá árinu 2020 og því enn mikilvægara að hafa hraðar hendur til að vera tilbúin að mæta betur þörfum allra barna og foreldrum/forráðafólki þeirra. Höfundur er frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rakel Steinberg Sölvadóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Mikilvægasti tíminn þegar kemur að þroska og velferð barna er tíminn frá getnaði til tveggja ára aldurs. Með góðum grunni á þessum mikilvæga tíma getum við aukið líkur á farsæld barna inn í framtíðina sem skilar sér einnig í samfélagslegri hagsæld. Foreldrar bera vissulega megin ábyrgðina þegar kemur að uppeldi barna sinna en samkvæmt lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns er uppeldi ekki einkaverkefni foreldra heldur einnig ábyrgð samfélagsins. Eins og sagt er - það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Það er ekki bara mikilvægt fyrir velferð einstaklinganna sjálfra að halda vel á spöðunum í þessu samstarfsverkefni heldur líka fyrir samfélagið í heild. Tökum stærri skref í þágu barnafjölskyldna Aðkoma sveitarfélaga er því gríðarlega mikilvæg og því mikilvægt að sterkir innviðir séu til staðar til að styðja við foreldra í uppeldishlutverkinu. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum sjá sveitarfélagið koma betur að málefnum barnafjölskyldna og byggja upp styrkari stoðir. Gera betur í þágu einstaklinganna og gera betur í þágu samfélagslegrar hagsældar. Við viljum að snemmtækur stuðningur sé í boði fyrir foreldra barna og unglinga samhliða snemmtækum inngripum og verði hluti af farsældarþjónustu Garðabæjar. Við viljum taka stærri skref og bæta við þá farsældarþjónustu sem öllum sveitarfélögum ber lagaleg skylda að innleiða samkvæmt nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Snemmtækur stuðningur Foreldrafræðsla er eitt dæmi um snemmtækan stuðning og hafa rannsóknir sýnt að foreldrar sem fá stuðning í því formi eru almennt öruggari og vissari um eigin getu og hæfileika í uppeldishlutverkinu. Þau jákvæðu áhrif skila sér síðan í uppeldið og þaðan til barnanna í formi aukins málskilnings, betri samskiptahæfni, aukins félagsþroska og sjálfsöryggi. Snemmtækur stuðningur við fjölskyldur ungra barna kostar mun minna en samfélagslegur kostnað ef ekkert er gert — niðurstaðan er sparnaður fyrir samfélagið. Fyrir hverja krónu sem fjárfest er í þessum málaflokk má spara 30 krónur samkvæmt skýrslu London School of Economics. Þannig höfum við sem samfélag verulegra hagsmuna að gæta þegar kemur að uppvexti og velferð barna okkar. Hefjumst handa strax Það er ekkert launungarmál að íbúum Garðabæjar fjölga hratt og þar með talið börnum á leik- og grunnskólaaldri. Samkvæmt úttekt sem VSÓ Ráðgjöf gerði fyrir Garðabæ um stöðu og þörf í leik- og grunnskólamálum til ársins 2040 er gert ráð fyrir 5.010 börnum á leik- og grunnskólaaldri árið 2040. Þetta er fjölgun um 1.129 börn frá árinu 2020 og því enn mikilvægara að hafa hraðar hendur til að vera tilbúin að mæta betur þörfum allra barna og foreldrum/forráðafólki þeirra. Höfundur er frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun