Fylltu Hörpu af innfluttum áhorfendum þrjú kvöld í röð Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2022 19:11 Frá tónleikunum í Hörpu Aðsend mynd Hljómsveitin Umphrey‘s McGee fyllti Eldborgarsal í Hörpu af áhorfendum þrjú kvöld í röð um seinustu helgi. Fæstir hér á landi þekkja hljómsveitina en 1.500 Bandaríkjamenn lögðu leið sína til Íslands til að fylgjast með hljómsveitinni. Hljómsveitin var stofnuð í Indiana-fylki í Bandaríkjunum árið 1997 og hafa þeir gefið út 13 plötur í gegnum árin. Hljómsveitin er svokallað „jam band“ og einblína ekki á neina ákveðna tónlistarstefnu. Aðdáendur hennar eru fjölmargir vestanhafs og eru þeir til í að elta hana um allan heim. Allir í sömu sætum og ekkert lag endurtekið Tónleikarnir þrír fengu nafnið „Röckjavík“ og var uppselt á þá alla. Aðeins örfáir miðar voru seldir til Íslendinga og fengu nokkrir þeirra að hitta hljómsveitina. Á öllum tónleikunum voru sömu áhorfendur og fengu þeir nýja sýningu á hverju kvöldi. Ekkert lag var spilað tvisvar og sátu allir í sömu sætum og kvöldið áður. Einnig var hægt að kaupa aðgang að streymi frá tónleikunum þremur á 60 dollara eða tæplega 8.000 krónur. Aðdáendur hljómsveitarinnar koma flest allir frá Bandaríkjunum en nokkrir Íslendingar náðu að næla sér í miða.Aðsend mynd Líður vel á Íslandi Hljómsveitin kunni vel við sig á Íslandi og nýttu þeir tækifærið til að skoða helstu náttúruperlur landsins. „Maturinn, fólkið, landslagið – þetta var allt yndislegt. Við keyrðum um landið til að skoða landslagið, sumir fóru í fjallgöngu, á hestbak, í náttúruböð og svo margt fleira. Við áttum afar skemmtilega nótt þegar við vorum að leita að norðurljósunum. Við nutum okkar vel á Íslandi,“ sögðu hljómsveitarmeðlimir í samtali við Vísi. Aðspurðir hvers vegna þeir hafi valið Ísland af öllum stöðum segja þeir einfaldlega: „Hvern langar ekki að fara til Íslands?“ Fljótir að selja upp Hljómsveitin gefur ekki einungis út frumsamin lög heldur gera þeir einnig ábreiður af vinsælum lögum. Mest spilaða lagið þeirra á Spotify er lagið „Can‘t Rock My Dream Face“ sem er blanda af mörgum vinsælum lögum á borð við Dreams með Fleetwood Mac, Rock With You með Michael Jackson og I Can‘t Feel My Face með The Weeknd. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var ekki lengi að seljast upp á tónleikana þegar miðarnir fóru í sölu fyrir tveimur árum og því voru allir verulega spenntir að fá loksins að sjá hljómsveitina. Á vefsíðu þeirra voru áhorfendur hvattir til að skoða landið á meðan dvölin stóð yfir og miðað við Twitter-færslur tónleikagesta voru þónokkuð margir sem fylltu helstu ferðamannastaði landsins. Harpa Tónlist Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira
Hljómsveitin var stofnuð í Indiana-fylki í Bandaríkjunum árið 1997 og hafa þeir gefið út 13 plötur í gegnum árin. Hljómsveitin er svokallað „jam band“ og einblína ekki á neina ákveðna tónlistarstefnu. Aðdáendur hennar eru fjölmargir vestanhafs og eru þeir til í að elta hana um allan heim. Allir í sömu sætum og ekkert lag endurtekið Tónleikarnir þrír fengu nafnið „Röckjavík“ og var uppselt á þá alla. Aðeins örfáir miðar voru seldir til Íslendinga og fengu nokkrir þeirra að hitta hljómsveitina. Á öllum tónleikunum voru sömu áhorfendur og fengu þeir nýja sýningu á hverju kvöldi. Ekkert lag var spilað tvisvar og sátu allir í sömu sætum og kvöldið áður. Einnig var hægt að kaupa aðgang að streymi frá tónleikunum þremur á 60 dollara eða tæplega 8.000 krónur. Aðdáendur hljómsveitarinnar koma flest allir frá Bandaríkjunum en nokkrir Íslendingar náðu að næla sér í miða.Aðsend mynd Líður vel á Íslandi Hljómsveitin kunni vel við sig á Íslandi og nýttu þeir tækifærið til að skoða helstu náttúruperlur landsins. „Maturinn, fólkið, landslagið – þetta var allt yndislegt. Við keyrðum um landið til að skoða landslagið, sumir fóru í fjallgöngu, á hestbak, í náttúruböð og svo margt fleira. Við áttum afar skemmtilega nótt þegar við vorum að leita að norðurljósunum. Við nutum okkar vel á Íslandi,“ sögðu hljómsveitarmeðlimir í samtali við Vísi. Aðspurðir hvers vegna þeir hafi valið Ísland af öllum stöðum segja þeir einfaldlega: „Hvern langar ekki að fara til Íslands?“ Fljótir að selja upp Hljómsveitin gefur ekki einungis út frumsamin lög heldur gera þeir einnig ábreiður af vinsælum lögum. Mest spilaða lagið þeirra á Spotify er lagið „Can‘t Rock My Dream Face“ sem er blanda af mörgum vinsælum lögum á borð við Dreams með Fleetwood Mac, Rock With You með Michael Jackson og I Can‘t Feel My Face með The Weeknd. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var ekki lengi að seljast upp á tónleikana þegar miðarnir fóru í sölu fyrir tveimur árum og því voru allir verulega spenntir að fá loksins að sjá hljómsveitina. Á vefsíðu þeirra voru áhorfendur hvattir til að skoða landið á meðan dvölin stóð yfir og miðað við Twitter-færslur tónleikagesta voru þónokkuð margir sem fylltu helstu ferðamannastaði landsins.
Harpa Tónlist Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira