Það er hægt að byrja illa, það er hægt að byrja með látum og svo er hægt að byrja eins og Sveindís Jane Jónsdóttir byrjar þegar hún fær tækifæri í byrjunarliði Wolfsburg. Eftir að hafa verið á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð þá er Sveindís Jane loks mætt til Þýskalands en þýska stórliðið Wolfsburg festi kaup á henni í desember árið 2020.
Hún byrjaði sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni á dögunum er Wolfsburg vann 5-1 sigur á Köln. Skoraði hún þar tvö mörk og sýndi almennt lipra takta.
Fimmtudaginn 31. mars byrjaði hún svo sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu. Ekki var um neinn smáleik að ræða þar sem liðið mætti Arsenal í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og því allt galopið fyrir síðari leik liðanna.
Ef Sveindís Jane hafði nýtt tækifærið vel gegn Köln þá gerði hún gott betur gegn Arsenal. Hún endaði á að leggja upp bæði mörk liðsins í 2-0 sigri og eiga þar með risastóran þátt í því að Wolfsburg er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar gegn Barcelona, besta liði heims um þessar mundir.
Samfélagsmiðlar loguðu eftir frammistöðu Sveindísar gegn stórliði Arsenal og þá var eðlilega ritað um frammistöðu hennar á miðlum sem fjölluðu um leikinn. Hér að neðan má sjá brot af því besta.
Sveindís Jane hefði átt að vera valin maður leiksins að matri flestra, ekki bara Íslendinga.
I honestly wouldn t have awarded any of these player of the match , Sveindís Jane Jónsdóttir easily Wolfsburg s most effective player and Ada is top but Catarina Macario for me was their best player tonight. https://t.co/TE0hdRiqOz
— Josh Bunting (@Buntingfootball) March 31, 2022
Varnarmenn Arsenal verða með martraðir næstu vikur.
Sveindís Jónsdóttir been givin Arsenal defenders HELL all match pic.twitter.com/elWP0zh8Ol
— HAPPY BLACK HISTORY FOREVER (@DiasporaUtdPod) March 31, 2022
Einstök Sveindís Jane Jónsdóttir.
SHE IS SPECIAL!!! https://t.co/sUbYAGHlTG
— Game Chongers In Paris - Openly Vaxxed (@SouthernSylvs) March 31, 2022
Stjarna framtíðarinnar.
Sveindis Jane Jonsdottir is going to be a star of the future already having such a bright start to her VfL Wolfsburg career. #WOBARS #UWCL
— Women's Football Talk (@WFTalks) March 31, 2022
Gögnin tala sínu máli.
Ekki hægt að keppa við þessi gögn.
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) March 31, 2022
Wolfsburg's Sveindís Jónsdóttir vs Arsenal:
32 touches
6/12 passes completed
4/7 in final third
4 dribbles
2 assists
1/2 tackles won https://t.co/YonL4NnufK
Fylgist með þessari
as @SouthernSylvs said. keep your eyes on this one. she s good https://t.co/dB1wpbB3Z5
— Georgia Soares (@GeorgiaSoares) March 31, 2022
Stuðningsfólk Barcelona er þegar farið að hafa áhyggjur.
Mucho ojo con Jonsdottir y Wassmuth para mi las más peligrosas, si hacemos nuestro juego y tenemos efectividad, pasamos seguro
— Joseph Alexander Delgado (@TheNotoriousALX) March 31, 2022
Getur orðið mjög mikilvæg fyrir Wolfsburg.
Sveindís Jónsdóttir ( 20) hizo un gran partido vs. Arsenal. Hablé no hace mucho de sus virtudes y lo que venía demostrando Puede convertirse en una jugadora muy importante para Wolfsburg. https://t.co/hTqiPtDwqe pic.twitter.com/XX4BiBUViv
— Mª Valentina Vega (@mvalentinavs) March 31, 2022
Á vef þýska fjölmiðilsins DW er fjallað ítarlega um leikinn og þá sérstaklega frammistöðu Sveindísar Jane.
„Hin tvítuga Sveindís Jane Jónsdóttir kynnti sig á stærsta sviðinu með frammistöðu sem hjálpaði Wolfsburg að komast í undanúrslit enn á ný.“
„Framherjinn á vængnum gerði gæfumuninn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í Meistaradeild Evrópu. Hraði hennar, áræðni og fyrirgjafir gerðu varnarmönnum Arsenal lífið leitt. Frammistaða Sveindísar Jane sýndi að Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg, gerði það eina rétta í stöðunni þegar hann ákvað að setja hana í byrjunarliðið fyrir hina reynslumiklu Alexöndru Popp.“
„Alltaf þegar Jónsdóttir fékk boltann féll Arsenal liðið aftar á völlinn í ótta um að hraði hennar og gæði myndu tæta vörn liðsins í sundur.“
Bresku miðlarnir The Guardian og The Telegraph einblíndu á frammistöðu Arsenal en minntust samt á þátt Sveindísar í báðum mörkum Wolfsburg.
