Innlent

Bein út­sending: Upp­bygging í­búðar­hús­næðis í Reykja­vík

Atli Ísleifsson skrifar
DJI_0457 (2)
Vísir/Vilhelm

Fundur um húsnæðismál í Reykjavík fer fram í dag þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, mun fara yfir nýjar áherslur og aukinn kraft í uppbyggingu íbúða.

Í tilkynningu segir að kynntar verði niðurstöður úr Grænu húsnæði framtíðarinnar fyrir lóðirnar við Frakkastíg, á Veðurstofureit og í Breiðholti. Auk þess verði farið yfir stöðu verkefna í Reinventing Cities og Hagkvæmu húsnæði.

„Reykjavík kynnir uppbyggingarmöguleika innan borgarinnar sem tvöfaldar fjölda þeirra íbúða sem byggst geta upp á næstu fimm árum.

Hverjar eru niðurstöður dómnefndar um Grænt húsnæði framtíðarinnar? Hvar og hvernig íbúðir er verið að byggja í Reykjavík til að mæta þörf?“

Fundurinn stendur frá 9 til 10:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×