Osaka felldi gleðitár er hún tryggði sér sæti í úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 13:01 Naomi Osaka er komin í úrslit á Miami. TPN/Getty Images Naomi Osaka er komin í úrslit Opna meistaramótsins í tennis sem fram fer á Miami í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn síðan í ársbyrjun 2021 sem Osaka leikur til úrslita. Hún felldi gleðitár eftir rimmuna í undanúrslitum. Hin 24 ára gamla Osaka hefur verið dugleg að tjá sig um andlega líðan sína og íþróttafólks almennt. Hún átti erfitt uppdráttar á síðasta ári og hætti til að mynda við að taka þátta og Opna franska meistaramótinu þar sem hún treysti sér ekki til að ræða við fjölmiðla. Er það í samningi keppenda mótsins og því ákvað hún að hætta keppni. Osaka hefur síðan átt erfitt uppdráttar og mætti til Miami í 77. sæti heimslistans en hún var á sínum tíma í efsta sæti listans. Osaka virðist hafa fundið gleðina á nýjan leik og mun að lágmarki fara heim í 36. sæti listans, beri hún sigur úr býtum verður hún í efstu 30 sætunum. Hún lagði Belindu Bencic í undanúrslitum í þremur settum. Bencic vann fyrsta sett 6-4 en Oskaka kom til baka og vann síðari tvö settin, 6-3 og 6-4. „Fjandinn, ég er við það að fara gráta,“ sagði Osaka eftir sigurinn. Hún notaði handklæði til að þurrka andlit nokkuð oft og var ljóst að nokkur gleðitár létu sjá sig. Þá þakkaði hún áhorfendum fyrir en segja má að Osaka sé á heimavelli í Suður-Flórída og var vel stutt við bakið á henni í undanúrslitunum. Man idk what s going on but I m just so grateful right now. Cheers to the ups and downs of life for making me appreciate this moment even more. We re back in a final, see you on Saturday pic.twitter.com/cNxV1lZC7d— NaomiOsaka (@naomiosaka) April 1, 2022 Í úrslitum mætir hún Igu Swiatek. Sú var í 2. sæti síðasta heimslista en fer upp í toppsætið þar sem hin 25 ára Asleigh Barty - besta tenniskona í heimi um þessar mundir - hætti óvænt nýverið. Úrslitaviðureign Osaka og Swiatek fer fram á laugardag, 2. apríl. Tennis Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Hin 24 ára gamla Osaka hefur verið dugleg að tjá sig um andlega líðan sína og íþróttafólks almennt. Hún átti erfitt uppdráttar á síðasta ári og hætti til að mynda við að taka þátta og Opna franska meistaramótinu þar sem hún treysti sér ekki til að ræða við fjölmiðla. Er það í samningi keppenda mótsins og því ákvað hún að hætta keppni. Osaka hefur síðan átt erfitt uppdráttar og mætti til Miami í 77. sæti heimslistans en hún var á sínum tíma í efsta sæti listans. Osaka virðist hafa fundið gleðina á nýjan leik og mun að lágmarki fara heim í 36. sæti listans, beri hún sigur úr býtum verður hún í efstu 30 sætunum. Hún lagði Belindu Bencic í undanúrslitum í þremur settum. Bencic vann fyrsta sett 6-4 en Oskaka kom til baka og vann síðari tvö settin, 6-3 og 6-4. „Fjandinn, ég er við það að fara gráta,“ sagði Osaka eftir sigurinn. Hún notaði handklæði til að þurrka andlit nokkuð oft og var ljóst að nokkur gleðitár létu sjá sig. Þá þakkaði hún áhorfendum fyrir en segja má að Osaka sé á heimavelli í Suður-Flórída og var vel stutt við bakið á henni í undanúrslitunum. Man idk what s going on but I m just so grateful right now. Cheers to the ups and downs of life for making me appreciate this moment even more. We re back in a final, see you on Saturday pic.twitter.com/cNxV1lZC7d— NaomiOsaka (@naomiosaka) April 1, 2022 Í úrslitum mætir hún Igu Swiatek. Sú var í 2. sæti síðasta heimslista en fer upp í toppsætið þar sem hin 25 ára Asleigh Barty - besta tenniskona í heimi um þessar mundir - hætti óvænt nýverið. Úrslitaviðureign Osaka og Swiatek fer fram á laugardag, 2. apríl.
Tennis Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira