Tvöfalt fleiri lóðir næstu fimm árin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. apríl 2022 11:57 Dagur kynnti áform borgarinnar í Ráðhúsinu í morgun. vísir/vilhelm Reykjavíkurborg mun tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig næstu fimm árin hið minnsta. Borgarstjóri segir stærsta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar gengið í garð. Borgin kynnti þessi áform á opnum fundi í Ráðhúsinu í morgun. Gefið verður verulega í úthlutun lóða og mun borgin næstu árin fara úr því að úthluta lóðum undir þúsund íbúðir á ári í að úthluta lóðum undir tvö þúsund íbúðir á ári. Því ætti uppbygging tíu þúsund nýrra íbúða að hefjast í borginni á næstu fimm árum. „Við erum auðvitað að koma út úr einhverjum stærsta uppbyggingarfasa í sögu borgarinnar. Þannig að það að við séum að tvöfalda það þýðir einfaldlega að öll uppbyggingin sem fólk hefur séð - við eigum von á tvöfalt meiru,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eftir fundinn. Borgin búin með sitt Hann sagði að nú væri boltinn hjá öðrum sem koma að húsnæðismarkaði. Borgin myndi úthluta nægum lóðum til að anna eftirspurn á markaði. „Það verður aðeins framþungt og við erum í raun að kalla eftir því að allir, bæði uppbyggingaraðilar, fjármálastofnanir og aðrir sem komi að þessu kraftmikla átaki, geri sitt. Borgin er búin að mörgu leyti með sína heimavinnu og er núna að leggja út plönin þannig að allir geti komið samtaka að þessu,“ sagði Dagur. Mikil uppbygging er áætluð í Skerjafirði en uppbyggingin er nú að færast talsvert austur og verður mest á Ártúnshöfða þar sem gert er ráð fyrir um sex þúsund nýjum íbúðum. Einnig er stefnt að mikilli uppbyggingu í Laugardalnum. Vill meiri fyrirsjáanleika Dagur segir þessi áform ein og sér ekki leysa stöðuna á húsnæðismarkaðnum. „Þessar sveiflur á húsnæðismarkaði eru auðvitað ekki góðar fyrir neinn. Við höfum séð matið tvöfaldast á það hvað þarf að byggja og við erum að svara því fyrir okkar parta. Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag kallaði eftir því að að komi meiri langtíma hugsun inn í þetta,“ sagði Dagur. Það þurfi að liggja fyrir hvar og hvenær byggja eigi nýjar íbúðir á næstu árum en einnig hvernig íbúðir. „Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist úr bara offramboði í skort á bara tveimur árum,“ sagði Dagur. Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Borgin kynnti þessi áform á opnum fundi í Ráðhúsinu í morgun. Gefið verður verulega í úthlutun lóða og mun borgin næstu árin fara úr því að úthluta lóðum undir þúsund íbúðir á ári í að úthluta lóðum undir tvö þúsund íbúðir á ári. Því ætti uppbygging tíu þúsund nýrra íbúða að hefjast í borginni á næstu fimm árum. „Við erum auðvitað að koma út úr einhverjum stærsta uppbyggingarfasa í sögu borgarinnar. Þannig að það að við séum að tvöfalda það þýðir einfaldlega að öll uppbyggingin sem fólk hefur séð - við eigum von á tvöfalt meiru,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eftir fundinn. Borgin búin með sitt Hann sagði að nú væri boltinn hjá öðrum sem koma að húsnæðismarkaði. Borgin myndi úthluta nægum lóðum til að anna eftirspurn á markaði. „Það verður aðeins framþungt og við erum í raun að kalla eftir því að allir, bæði uppbyggingaraðilar, fjármálastofnanir og aðrir sem komi að þessu kraftmikla átaki, geri sitt. Borgin er búin að mörgu leyti með sína heimavinnu og er núna að leggja út plönin þannig að allir geti komið samtaka að þessu,“ sagði Dagur. Mikil uppbygging er áætluð í Skerjafirði en uppbyggingin er nú að færast talsvert austur og verður mest á Ártúnshöfða þar sem gert er ráð fyrir um sex þúsund nýjum íbúðum. Einnig er stefnt að mikilli uppbyggingu í Laugardalnum. Vill meiri fyrirsjáanleika Dagur segir þessi áform ein og sér ekki leysa stöðuna á húsnæðismarkaðnum. „Þessar sveiflur á húsnæðismarkaði eru auðvitað ekki góðar fyrir neinn. Við höfum séð matið tvöfaldast á það hvað þarf að byggja og við erum að svara því fyrir okkar parta. Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag kallaði eftir því að að komi meiri langtíma hugsun inn í þetta,“ sagði Dagur. Það þurfi að liggja fyrir hvar og hvenær byggja eigi nýjar íbúðir á næstu árum en einnig hvernig íbúðir. „Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist úr bara offramboði í skort á bara tveimur árum,“ sagði Dagur.
Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira