Hundrað dollara gerviseðill vekur furðu í Íslandsbanka Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2022 14:23 Að sögn Björns Berg fóru þau hjá Íslandsbanka í það að kanna málið og niðurstaðan er sú að nánast ómögulegt er að annað eins og það að maður hafi fengið gerviseðil í hendur frá bankanum hafi getað hafa átt sér stað. vísir/vilhelm/skjáskot Ómögulegt er að ganga úr skugga um hvaðan 100 dollara gerviseðill kemur en íslenskur ferðalangur telur næsta víst að seðilinn hafi hann fengið í hendur við gjaldeyriskaup í Íslandsbanka. Björn Berg Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, rak upp stór augu í morgun, eins og reyndar margir aðrir lesendur Vísis þegar hann las frétt um falsaðan hundrað dollara seðil sem íslenskur ferðalangur í Flórída notaði í viðskiptum. Frásögnin með miklum ólíkindum Sá hefði getað lent í miklum vandræðum enda eru viðskipti með slíka seðla litin alvarlegum augum víðast hvar og þá ekki síst í Bandaríkjunum. En hann slapp fyrir horn eftir að hinn snarráði Pétur Sigurðsson fasteignasali, sem þar er búsettur og öllum hnútum kunnugur, gekk í málið. Frásögnin er með nokkrum ólíkindum, svo mjög að ýmsir hafa talið að um aprílgabb sé að ræða. Björn Berg segir að hann og þau í Íslandsbanka hafi þegar farið í að skoða málið en ekki fundið neitt sem bendir til að það hefði getað gerst að maðurinn hafi fengið slíkan seðil frá bankanum. „Við höfum ekki séð neitt sem bendir til að þetta geti hafa gerst,“ segir Björn Berg. Hann segir starfsfólk Íslandsbanka koma af fjöllum en maðurinn sem um ræðir telur næsta víst að seðilinn hafi hann fengið í hendur frá útibúi Íslandsbanka á Ártúnshöfða fyrir rúmum tveimur árum eða skömmu áður en því útibúi var lokað. Maðurinn hefur haft þann hátt á, allt frá fjármálahruni, að hafa alltaf til taks gjaldeyri til vonar og vara. Bankafólk kemur af fjöllum „Ekkert í líkingu við þetta hefur komið upp. Ég hef aldrei heyrt af öðru eins,“ segir Björn. Hann útskýrir að allt reiðufé í erlendum gjaldeyri sem þeir svo láti viðskiptavini sína fá komi frá erlendum þjónustuaðilum, einkum dönskum bönkum. „Þetta kemur að utan og er þar skimað margsinnis fyrir svona löguðu – fölsunum. Og líka hjá okkur. Þannig að þetta geta ekki verið mannleg mistök,“ segir Björn. Hann segir að fólk geti rétt ímyndað sér hvort fólk í bankanum hafi ekki rekið upp stór augu – komið af fjöllum; þegar það sá þessa frásögn. Björn Berg segir að niðurstaða bankans sé, eftir athugun, sú að það sé afar ólíklegt, nánast útilokað, að maðurinn hafi fengið gerviseðilinn frá Íslandsbanka. Og það sem meira er, það er vonlaust að sannreyna það. Rætt var við Pétur í Bítinu um þetta dularfulla mál og finna má það viðtal í spilaranum hér neðar. Íslendingar erlendis Íslenskir bankar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Björn Berg Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, rak upp stór augu í morgun, eins og reyndar margir aðrir lesendur Vísis þegar hann las frétt um falsaðan hundrað dollara seðil sem íslenskur ferðalangur í Flórída notaði í viðskiptum. Frásögnin með miklum ólíkindum Sá hefði getað lent í miklum vandræðum enda eru viðskipti með slíka seðla litin alvarlegum augum víðast hvar og þá ekki síst í Bandaríkjunum. En hann slapp fyrir horn eftir að hinn snarráði Pétur Sigurðsson fasteignasali, sem þar er búsettur og öllum hnútum kunnugur, gekk í málið. Frásögnin er með nokkrum ólíkindum, svo mjög að ýmsir hafa talið að um aprílgabb sé að ræða. Björn Berg segir að hann og þau í Íslandsbanka hafi þegar farið í að skoða málið en ekki fundið neitt sem bendir til að það hefði getað gerst að maðurinn hafi fengið slíkan seðil frá bankanum. „Við höfum ekki séð neitt sem bendir til að þetta geti hafa gerst,“ segir Björn Berg. Hann segir starfsfólk Íslandsbanka koma af fjöllum en maðurinn sem um ræðir telur næsta víst að seðilinn hafi hann fengið í hendur frá útibúi Íslandsbanka á Ártúnshöfða fyrir rúmum tveimur árum eða skömmu áður en því útibúi var lokað. Maðurinn hefur haft þann hátt á, allt frá fjármálahruni, að hafa alltaf til taks gjaldeyri til vonar og vara. Bankafólk kemur af fjöllum „Ekkert í líkingu við þetta hefur komið upp. Ég hef aldrei heyrt af öðru eins,“ segir Björn. Hann útskýrir að allt reiðufé í erlendum gjaldeyri sem þeir svo láti viðskiptavini sína fá komi frá erlendum þjónustuaðilum, einkum dönskum bönkum. „Þetta kemur að utan og er þar skimað margsinnis fyrir svona löguðu – fölsunum. Og líka hjá okkur. Þannig að þetta geta ekki verið mannleg mistök,“ segir Björn. Hann segir að fólk geti rétt ímyndað sér hvort fólk í bankanum hafi ekki rekið upp stór augu – komið af fjöllum; þegar það sá þessa frásögn. Björn Berg segir að niðurstaða bankans sé, eftir athugun, sú að það sé afar ólíklegt, nánast útilokað, að maðurinn hafi fengið gerviseðilinn frá Íslandsbanka. Og það sem meira er, það er vonlaust að sannreyna það. Rætt var við Pétur í Bítinu um þetta dularfulla mál og finna má það viðtal í spilaranum hér neðar.
Íslendingar erlendis Íslenskir bankar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira