Vaktin: Rússar kalla eftir neyðarfundi öryggisráðsins Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 3. apríl 2022 07:34 Vassily Nebenzia er fastafulltrúi Rússa í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Varamaður hans sakar úkraínska öfgamenn um ögranir. Lev Radin/Getty Árásir voru gerðar á hafnarborgina Odessa við suðurströnd Úkraínu í morgun og er haft eftir ráðamanni að rússnesk flugskeyti hafi hæft mikilvæga innviði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Yfir 4.200 almennir úkraínskir borgarar náðu að flýja stríðshrjáð svæði í gegnum flóttaleiðir sem opnaðar voru í gær. Rauði krossinn reynir enn að ná til íbúa í Maríupol þar sem um 100 þúsund íbúar eru fastir. Stjórnvöld segja að Rússar komi ítrekað í veg fyrir að fólki sé komið til aðstoðar. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi endurskoðað hernaðaráætlun sína eftir að hafa mætt harðri mótstöðu í Úkraínu og ætli nú að leggja áherslu á að ná Donbas-héraði og og öðrum svæðum í austurhluta Úkraínu. Þá sé stefnt að því að ná markmiðunum í byrjun maí. Ráðgjafi Úkraínuforseta hefur varað við því að hörð átök séu fram undan í austurhéröðunum á næstunni. Rússar virðast vera að draga sig til baka í öðrum landshlutum til að einbeita sér að þeim svæðum sem liggja næst Rússlandi. Úkraínskir hermenn virðast hafa náð öllu héraðinu sem umlykur Kænugarð aftur á sitt vald. Þegar þeir komu inn á svæðin blöstu við þeim lík almennra borgara á götum úti, fjöldagrafir og lík barna. Stjórnvöld í Úkraínu segja víðtækar sannanir fyrir því að stríðsglæpir hafi verið framdir á svæðunum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og fleiri stjórnvöld saka Rússa um að hafa skilið skilja eftir jarðsprengjur og annað sprengiefni í úthverfum Kænugarðs skömmu áður en þeir yfirgefðu svæðin. 643 sprengjur eru sagðar hafa fundist í Irpin. Nýjustu vendingar munu að venju birtast í vaktinni fyrir neðan fréttina.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Yfir 4.200 almennir úkraínskir borgarar náðu að flýja stríðshrjáð svæði í gegnum flóttaleiðir sem opnaðar voru í gær. Rauði krossinn reynir enn að ná til íbúa í Maríupol þar sem um 100 þúsund íbúar eru fastir. Stjórnvöld segja að Rússar komi ítrekað í veg fyrir að fólki sé komið til aðstoðar. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi endurskoðað hernaðaráætlun sína eftir að hafa mætt harðri mótstöðu í Úkraínu og ætli nú að leggja áherslu á að ná Donbas-héraði og og öðrum svæðum í austurhluta Úkraínu. Þá sé stefnt að því að ná markmiðunum í byrjun maí. Ráðgjafi Úkraínuforseta hefur varað við því að hörð átök séu fram undan í austurhéröðunum á næstunni. Rússar virðast vera að draga sig til baka í öðrum landshlutum til að einbeita sér að þeim svæðum sem liggja næst Rússlandi. Úkraínskir hermenn virðast hafa náð öllu héraðinu sem umlykur Kænugarð aftur á sitt vald. Þegar þeir komu inn á svæðin blöstu við þeim lík almennra borgara á götum úti, fjöldagrafir og lík barna. Stjórnvöld í Úkraínu segja víðtækar sannanir fyrir því að stríðsglæpir hafi verið framdir á svæðunum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og fleiri stjórnvöld saka Rússa um að hafa skilið skilja eftir jarðsprengjur og annað sprengiefni í úthverfum Kænugarðs skömmu áður en þeir yfirgefðu svæðin. 643 sprengjur eru sagðar hafa fundist í Irpin. Nýjustu vendingar munu að venju birtast í vaktinni fyrir neðan fréttina.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira