Bjarki Már Elísson hefur oft átt betri leiki í liði Lemgo en Bjarki gerði þrjú mörk úr átta skotum.
Ósigur Lemgo þýðir að liðið er áfram í níunda sæti deildarinnar með 24 stig. Fyrir Minden gerir þessi sigur að verkum að liðið lyftir sér aðeins frá fallsvæðinu en Minden er í 16. sæti deildarinnar með 13 stig. Liðið er þremur stigum frá öruggu sæti en liðin tvö í fallsætunum fyrir neðan Minden eiga þó þrjá leiki til góða.