Gummi Ben í ham: „Þú mátt eiga þennan frakka!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2022 11:31 Massimiliano Irrati og Allegri komu mikið við sögu í uppbótartíma fyrri hálfleiks í leik Juventus og Inter í gær. stöð 2 sport Guðmundur Benediktsson fór á kostum þegar hann lýsti afar skrautlegum mínútum í stórleik helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni, milli Juventus og Inter. Undir lok fyrri hálfleiks féll Denzel Dumfries í vítateig Juventus eftir baráttu við Álvaro Morata. Fyrst í stað dæmdi Massimiliano Irrati, dómari leiksins, ekki neitt. En eftir samtöl við félaga sína í VAR-herberginu fór hann sjálfur í skjáinn og dæmdi víti. Hakan Calhanoglu tók vítið en Wojciech Szczesny varði spyrnu hans. Eftir það hrökk boltinn í leikmenn Juventus og endaði í markinu. Irrrati dæmdi aukaspyrnu þótt enginn hafi gerst brotlegur. „Ekkert að þessu, ekkert að þessu, svo vúmm! Með hælnum, Danilo. Og hér dæmir hann strax aukaspyrnu. Irrati veit ekkert hvað hann er að gera þessa stundina. Þetta er of mikið fyrir hann, of stórt verkefni,“ sagði Gummi í lýsingu sinni á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Ótrúleg atburðarás í leik Juventus og Inter Atvikið var skoðað og á endanum var ákveðið að endurtaka vítaspyrnuna því Matthjis de Ligt var kominn inn í teiginn þegar Calhanoglu tók spyrnuna. Tyrkinn fór aftur á punktinn og skoraði í annarri tilraun. Það reyndist eina mark leiksins. Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, var æfur yfir dómnum og sýndi óánægju sína með því að klæða sig úr frakkanum sínum og kastaði honum frá sér. „Allegri karlinn er farinn úr. Þú mátt eiga þennan frakka! Þú mátt eiga hann. Gjörsamlega æfur yfir þessu og vill ekki eiga frakkann lengur,“ sagði Gummi á sinn einstaka hátt. Myndband af allri hringavitleysunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Inter. Liðið er í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 63 stig, þremur stigum á eftir toppliði AC Milan sem mætir Bologna á heimavelli í kvöld. Napoli er í 2. sæti með 66 stig en hefur leikið einum leik fleira en Inter og Milan. Juventus er í 4. sæti deildarinnar með 59 stig. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins. 3. apríl 2022 20:56 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira
Undir lok fyrri hálfleiks féll Denzel Dumfries í vítateig Juventus eftir baráttu við Álvaro Morata. Fyrst í stað dæmdi Massimiliano Irrati, dómari leiksins, ekki neitt. En eftir samtöl við félaga sína í VAR-herberginu fór hann sjálfur í skjáinn og dæmdi víti. Hakan Calhanoglu tók vítið en Wojciech Szczesny varði spyrnu hans. Eftir það hrökk boltinn í leikmenn Juventus og endaði í markinu. Irrrati dæmdi aukaspyrnu þótt enginn hafi gerst brotlegur. „Ekkert að þessu, ekkert að þessu, svo vúmm! Með hælnum, Danilo. Og hér dæmir hann strax aukaspyrnu. Irrati veit ekkert hvað hann er að gera þessa stundina. Þetta er of mikið fyrir hann, of stórt verkefni,“ sagði Gummi í lýsingu sinni á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Ótrúleg atburðarás í leik Juventus og Inter Atvikið var skoðað og á endanum var ákveðið að endurtaka vítaspyrnuna því Matthjis de Ligt var kominn inn í teiginn þegar Calhanoglu tók spyrnuna. Tyrkinn fór aftur á punktinn og skoraði í annarri tilraun. Það reyndist eina mark leiksins. Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, var æfur yfir dómnum og sýndi óánægju sína með því að klæða sig úr frakkanum sínum og kastaði honum frá sér. „Allegri karlinn er farinn úr. Þú mátt eiga þennan frakka! Þú mátt eiga hann. Gjörsamlega æfur yfir þessu og vill ekki eiga frakkann lengur,“ sagði Gummi á sinn einstaka hátt. Myndband af allri hringavitleysunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Inter. Liðið er í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 63 stig, þremur stigum á eftir toppliði AC Milan sem mætir Bologna á heimavelli í kvöld. Napoli er í 2. sæti með 66 stig en hefur leikið einum leik fleira en Inter og Milan. Juventus er í 4. sæti deildarinnar með 59 stig.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins. 3. apríl 2022 20:56 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira
Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins. 3. apríl 2022 20:56