Micah Richards: Hræðilegur leikur fyrir Man. City til að byrja risastóra viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 14:30 Jack Grealish og Pep Guardiola eftir sigurleik Manchester City á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. EPA-EFE/PETER POWELL Það er nóg af stórleikjum hjá Englandsmeisturum Manchester City þessa dagana og fjörið byrjar strax í kvöld með fyrri leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Micah Richards spilaði í áratug með Manchester City og hefur undanfarið verið talsmaður liðsins meðal knattspyrnusérfræðinga í ensku sjónvarpi. Breska ríkisútvarpið fékk kappann til að skrifa pistil um stöðu mála hjá City-liðinu. Manchester City's next 4 games credit: @mancityfever_ pic.twitter.com/HVtXhSTbWP— (@Thebluecityzens) April 4, 2022 „Næstu tólf dagar munu ráða því hvernig þetta tímabil verður hjá Manchester City. Fram undan eru röð leikja sem ég er spenntur fyrir en kvíði á sama tíma,“ skrifaði Micah Richards í pistli sínum. „Liðið hans Pep Guardiola hefur gert frábærlega til að komast hingað og nú í apríl eiga þeir enn möguleika á að vinna þrennuna. Allir þessari þrír bikarar verða undir í næstu fjórum leikjum og þeir eru allir á móti mjög erfiðum mótherjum eða Liverpool og Atletico Madrid,“ skrifaði Richards. „Þeir byrja í kvöld á hræðilegri röð leikja þar sem þeir spila á móti Atletico, Liverpool, Atletico og Liverpool í Meistaradeildinni, ensku úrvalsdeildinni og ensku bikarkeppninni. Ég held að City vinni ekki alla þessa leiki og þeir þurfa það svo sem ekki,“ skrifaði Richards. „Þeir verða samt að fara á fullu í fyrstu tvo leikina því þeir ráða svo miklu um framhaldið,“ skrifaði Richards. Diego Simeone's stubborn Atletico Madrid are masters of the dark arts and will try EVERY trick in the book to unsettle Manchester City | @Jack_Gaughan https://t.co/453SxZO694— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2022 „City hefur oft haft heppnina með sér þegar dregið er í Meistaradeildinni en ekki núna. Ég býst við því að þeir slái út Atletico og þeir eru auðvitað sigurstranglegri. Það mun samt skipta öllu máli hvernig fyrri leikurinn fer,“ skrifaði Richards. „Þó að ég sé ánægður með City eigi fyrri leikinn á heimavelli þá mega þeir ekki fara of varlega. Þeir verða að keyra á Atletico-liðið þó að það sé áhætta fólgin í því. Við vitum hvernig þeir eru og hvað stjórinn Diego Simeone ætlar sér að gera,“ skrifaði Richards. „Atletico mun mæta á Etihad-leikvanginn til að verjast og til að pirra City-menn. Flest öll lið reyna það en málið er að Atletico-menn eru svo góðir í því sem og þeir eru öflugir þegar þeir sækja hratt,“ skrifaði Richards. „Ef það er eitthvað lið sem ég vildi ekki mæta þá eru það þeir,“ skrifaði Richards en það má lesa allan pistilinn hans hér. Leikur Manchester City og Atletico Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og eftir leikinn verða báðir leikir kvöldsins gerðir upp. Talk about a tough run!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2022 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Micah Richards spilaði í áratug með Manchester City og hefur undanfarið verið talsmaður liðsins meðal knattspyrnusérfræðinga í ensku sjónvarpi. Breska ríkisútvarpið fékk kappann til að skrifa pistil um stöðu mála hjá City-liðinu. Manchester City's next 4 games credit: @mancityfever_ pic.twitter.com/HVtXhSTbWP— (@Thebluecityzens) April 4, 2022 „Næstu tólf dagar munu ráða því hvernig þetta tímabil verður hjá Manchester City. Fram undan eru röð leikja sem ég er spenntur fyrir en kvíði á sama tíma,“ skrifaði Micah Richards í pistli sínum. „Liðið hans Pep Guardiola hefur gert frábærlega til að komast hingað og nú í apríl eiga þeir enn möguleika á að vinna þrennuna. Allir þessari þrír bikarar verða undir í næstu fjórum leikjum og þeir eru allir á móti mjög erfiðum mótherjum eða Liverpool og Atletico Madrid,“ skrifaði Richards. „Þeir byrja í kvöld á hræðilegri röð leikja þar sem þeir spila á móti Atletico, Liverpool, Atletico og Liverpool í Meistaradeildinni, ensku úrvalsdeildinni og ensku bikarkeppninni. Ég held að City vinni ekki alla þessa leiki og þeir þurfa það svo sem ekki,“ skrifaði Richards. „Þeir verða samt að fara á fullu í fyrstu tvo leikina því þeir ráða svo miklu um framhaldið,“ skrifaði Richards. Diego Simeone's stubborn Atletico Madrid are masters of the dark arts and will try EVERY trick in the book to unsettle Manchester City | @Jack_Gaughan https://t.co/453SxZO694— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2022 „City hefur oft haft heppnina með sér þegar dregið er í Meistaradeildinni en ekki núna. Ég býst við því að þeir slái út Atletico og þeir eru auðvitað sigurstranglegri. Það mun samt skipta öllu máli hvernig fyrri leikurinn fer,“ skrifaði Richards. „Þó að ég sé ánægður með City eigi fyrri leikinn á heimavelli þá mega þeir ekki fara of varlega. Þeir verða að keyra á Atletico-liðið þó að það sé áhætta fólgin í því. Við vitum hvernig þeir eru og hvað stjórinn Diego Simeone ætlar sér að gera,“ skrifaði Richards. „Atletico mun mæta á Etihad-leikvanginn til að verjast og til að pirra City-menn. Flest öll lið reyna það en málið er að Atletico-menn eru svo góðir í því sem og þeir eru öflugir þegar þeir sækja hratt,“ skrifaði Richards. „Ef það er eitthvað lið sem ég vildi ekki mæta þá eru það þeir,“ skrifaði Richards en það má lesa allan pistilinn hans hér. Leikur Manchester City og Atletico Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og eftir leikinn verða báðir leikir kvöldsins gerðir upp. Talk about a tough run!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2022
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira