Mun Hæstiréttur verja lögbundin mannréttindi fatlaðs fólks? Katrín Oddsdóttir, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifa 5. apríl 2022 11:30 Klukkan níu næstkomandi miðvikudagsmorgun fer fram málflutningur í Hæstarétti í dómsmáli sem skiptir mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi gríðarlegu máli. Málið snýst í stuttu máli um það hvort sveitarfélög hafi heimild til að setja kvóta á mannréttindi fatlaðs fólks. Fyrir um fjórum árum síðan samþykkti Alþingi ný lög um þjónustu við fatlað fólk. Þetta vakti svo mikla gleði og von að einn af höfundum þessarar greinar lýsti þessum tímamótum sem svo að um væri að ræða: „mestu réttarbót fatlaðs fólks frá því að hætt var að binda okkur við staur“. Við nánari skoðun á því hvernig lögunum er framfylgt kemur þó í ljós að „staurinn” er ekki svo langt undan. Staurinn er kannski ekki lengur viðardrumbur sem er stungið í jörðina til að takmarka frelsi okkar en sama misréttið viðgengst í þeim tilfellum sem fatlað fólk er vistað gegn vilja sínum á stofnunum eða dvelst án fullnægjandi þjónustu á heimilum sínum. Yfirlýsingar opinberra aðila um lögfest réttindi Gildistaka laganna gaf Ásmundi Einari Daðasyni, þáverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, tilefni til að birta stuttan pistil þar sem hann sagði að með lögunum væri brotið blað í málefnum fatlaðs fólks. Ráðherrann sagði lögin fela í sér miklar réttarbætur fyrir fatlað fólk og að tvímælalaust bæri hæst lögfesting notendastýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA). Hann taldi því að dagurinn sem lögin tóku gildi myndi án efa eiga eftir: “að festa sig í huga þeirra fjölmörgu sem hafa til margra ára barist fyrir því að þetta fyrirkomulag yrði sjálfsagður réttur fatlaðs fólks sem þarf á miklum stuðningi að halda til að fá notið sín í samfélaginu og tekið í því virkan þátt og sem mest á jafnréttisgrundvelli”. Miðað við ummælin hefði ráðherrann vart órað fyrir því að nú nokkrum árum síðar myndu um 150 fatlaðar manneskjur, sem ekki hafa náð eftirlaunaaldri, dveljast á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Margir af þessum einstaklingum vilja alls ekki dveljast á elliheimilum en þó fjölgar í þessum hópi með hverju árinu sem líður. Ekki fjölgar hins vegar um þessar mundir í hópi fatlaðs fólks sem nýtur réttar til sjálfstæðs lífs með NPA heldur þvert á móti lengjast biðlistar eftir NPA þjónustu með hverju ári og nálgast nú 50 manneskjur. Lögin eru þó skýr hvað rétt fatlaðs fólks varðar, en framkvæmdin er einfaldlega ekki í takt við það sem í þeim stendur. Ásmundur Einar er ekki eini fulltrúi þess opinbera sem hefur áréttað þær réttarbætur til fatlaðs fólks sem lögunum var ætlað að tryggja. Sömu túlkun má finna í fundargerð Velferðarráðs Reykjavíkur 6. maí 2020 þar sem eftirfarandi bókun kjörinna fulltrúa ólíkra flokka segir: „Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands árétta að lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir (NPA) er réttindalöggjöf og áréttar mikilvægi þess að ríkisvaldið tryggi fjármögnun til samræmis við það.” Mannleg reisn, sjálfræði og sjálfstæði Í lögunum sem um ræðir kemur skýrt fram að fatlað fólk eigi rétt á bestu þjónustu sem unnt er að veita til að koma til móts við þarfir þess. Einnig segir að þjónustan skuli fela í sér nauðsynlegan stuðning til þess að fatlað fólk geti notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og lifað sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. Lögin kveða á um að farið skuli eftir ákvæðum Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks við framkvæmd þeirra. Samningurinn segir að fötluðu fólki skuli tryggð mannlega reisn, sjálfræði og sjálfstæði. Lögin kveða á um að fötluðu fólki skuli standa til boða þjónusta sem er nauðsynleg til þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar þannig að fatlað fólk standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess. Í þessu felst meðal annars réttur til: Sjálfstæðs heimilishalds; samfélagslegrar þátttöku; menntunar og atvinnu; félagslífs, tómstunda- og menningarlífs og fjölskyldulífs. Þannig veita lögin fötluðu fólki tækifæri til að lifa innihaldsríku lífi og taka þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Skelfileg dæmi fortíðar sýna að áður fyrr snérist þjónusta við fatlað fólk að meginstefnu til um að halda því lifandi en ekki að veita því tækifæri til að lifa innihaldsríku lífi. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er ein af þeim þjónustuleiðum sem lögin kveða á um að fatlað fólk eigi rétt á að velja til þess að geta notið sjálfstæðs lífs og annarra réttinda samkvæmt lögunum. Það er stórt skref í átt frá stofnanavæðingu liðinna tíma. Ákvörðunartaka, framkvæmd og fjármögnun Í lögunum er skýrt kveðið á um að sveitarfélög beri ábyrgð á ákvörðunartöku, framkvæmd og fjármögnun þjónustu við fatlað fólk. Framkvæmd síðustu ára sýnir að sveitarfélög hafa hins vegar takmarkað rétt fatlaðs fólks til NPA þjónustu með ólögmætum hætti. Sú framkvæmd viðgengst að fötluðu fólki er beint inn á stofnanir á borð við hjúkrunarheimili, jafnvel gegn vilja þess og þrátt fyrir að viðkomandi einstaklingar hafi lýst yfir skýrum vilja til að fá notendastýrða persónulega aðstoð. Sveitarfélög hafa því þrátt fyrir skýr lög, þrengt réttindi fatlaðs fólks með fortakslausum hætti. Um nákvæmlega þetta snýst dómsmálið sem flutt verður á miðvikudaginn kemur. Mannréttindi eru algild og þau ætti aldrei að binda í kvóta Við mat og úthlutun á þjónustu samkvæmt lögunum hafa sveitarfélögin sett sínar eigin reglur sem þrengja rétt fatlaðs fólks miðað við það sem lögin kveða á um. Þetta þýðir að meðal annars hefur verið myndað kvótakerfi hjá sveitarfélögunum um réttindi fólks til einstaklingsbundinnar þjónustu. Slík þrenging er með öllu óheimil af hálfu stjórnvalda sem eiga að framkvæma lög og reglgerðir en ekki setja þær. Lagaákvæðin sem um ræðir eru ótvíræð og tryggja fötluðu fólki skýr og einstaklingsbundin réttindi. Réttindin skulu ennfremur ávallt túlkuð einstaklingnum í hag, enda eru þau sett til verndar fötluðu fólki en ekki stjórnvöldum á borð við sveitarfélög. Það dugar ekki að segja fötluðu fólki að bíða eftir því að njóta fullra lagalegra réttinda sinna. Þess vegna hvetjum við Hæstarétt Íslands til þess að dæma samkvæmt bókstaf þeirra laga sem um ræðir og tryggja þannig að réttarbætur til fatlaðs fólks verði virkar í raun. Að fresta réttindum er að neita réttindum - burt með kvótann! Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar Katrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Dómsmál Mannréttindi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Klukkan níu næstkomandi miðvikudagsmorgun fer fram málflutningur í Hæstarétti í dómsmáli sem skiptir mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi gríðarlegu máli. Málið snýst í stuttu máli um það hvort sveitarfélög hafi heimild til að setja kvóta á mannréttindi fatlaðs fólks. Fyrir um fjórum árum síðan samþykkti Alþingi ný lög um þjónustu við fatlað fólk. Þetta vakti svo mikla gleði og von að einn af höfundum þessarar greinar lýsti þessum tímamótum sem svo að um væri að ræða: „mestu réttarbót fatlaðs fólks frá því að hætt var að binda okkur við staur“. Við nánari skoðun á því hvernig lögunum er framfylgt kemur þó í ljós að „staurinn” er ekki svo langt undan. Staurinn er kannski ekki lengur viðardrumbur sem er stungið í jörðina til að takmarka frelsi okkar en sama misréttið viðgengst í þeim tilfellum sem fatlað fólk er vistað gegn vilja sínum á stofnunum eða dvelst án fullnægjandi þjónustu á heimilum sínum. Yfirlýsingar opinberra aðila um lögfest réttindi Gildistaka laganna gaf Ásmundi Einari Daðasyni, þáverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, tilefni til að birta stuttan pistil þar sem hann sagði að með lögunum væri brotið blað í málefnum fatlaðs fólks. Ráðherrann sagði lögin fela í sér miklar réttarbætur fyrir fatlað fólk og að tvímælalaust bæri hæst lögfesting notendastýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA). Hann taldi því að dagurinn sem lögin tóku gildi myndi án efa eiga eftir: “að festa sig í huga þeirra fjölmörgu sem hafa til margra ára barist fyrir því að þetta fyrirkomulag yrði sjálfsagður réttur fatlaðs fólks sem þarf á miklum stuðningi að halda til að fá notið sín í samfélaginu og tekið í því virkan þátt og sem mest á jafnréttisgrundvelli”. Miðað við ummælin hefði ráðherrann vart órað fyrir því að nú nokkrum árum síðar myndu um 150 fatlaðar manneskjur, sem ekki hafa náð eftirlaunaaldri, dveljast á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Margir af þessum einstaklingum vilja alls ekki dveljast á elliheimilum en þó fjölgar í þessum hópi með hverju árinu sem líður. Ekki fjölgar hins vegar um þessar mundir í hópi fatlaðs fólks sem nýtur réttar til sjálfstæðs lífs með NPA heldur þvert á móti lengjast biðlistar eftir NPA þjónustu með hverju ári og nálgast nú 50 manneskjur. Lögin eru þó skýr hvað rétt fatlaðs fólks varðar, en framkvæmdin er einfaldlega ekki í takt við það sem í þeim stendur. Ásmundur Einar er ekki eini fulltrúi þess opinbera sem hefur áréttað þær réttarbætur til fatlaðs fólks sem lögunum var ætlað að tryggja. Sömu túlkun má finna í fundargerð Velferðarráðs Reykjavíkur 6. maí 2020 þar sem eftirfarandi bókun kjörinna fulltrúa ólíkra flokka segir: „Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands árétta að lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir (NPA) er réttindalöggjöf og áréttar mikilvægi þess að ríkisvaldið tryggi fjármögnun til samræmis við það.” Mannleg reisn, sjálfræði og sjálfstæði Í lögunum sem um ræðir kemur skýrt fram að fatlað fólk eigi rétt á bestu þjónustu sem unnt er að veita til að koma til móts við þarfir þess. Einnig segir að þjónustan skuli fela í sér nauðsynlegan stuðning til þess að fatlað fólk geti notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og lifað sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. Lögin kveða á um að farið skuli eftir ákvæðum Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks við framkvæmd þeirra. Samningurinn segir að fötluðu fólki skuli tryggð mannlega reisn, sjálfræði og sjálfstæði. Lögin kveða á um að fötluðu fólki skuli standa til boða þjónusta sem er nauðsynleg til þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar þannig að fatlað fólk standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess. Í þessu felst meðal annars réttur til: Sjálfstæðs heimilishalds; samfélagslegrar þátttöku; menntunar og atvinnu; félagslífs, tómstunda- og menningarlífs og fjölskyldulífs. Þannig veita lögin fötluðu fólki tækifæri til að lifa innihaldsríku lífi og taka þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Skelfileg dæmi fortíðar sýna að áður fyrr snérist þjónusta við fatlað fólk að meginstefnu til um að halda því lifandi en ekki að veita því tækifæri til að lifa innihaldsríku lífi. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er ein af þeim þjónustuleiðum sem lögin kveða á um að fatlað fólk eigi rétt á að velja til þess að geta notið sjálfstæðs lífs og annarra réttinda samkvæmt lögunum. Það er stórt skref í átt frá stofnanavæðingu liðinna tíma. Ákvörðunartaka, framkvæmd og fjármögnun Í lögunum er skýrt kveðið á um að sveitarfélög beri ábyrgð á ákvörðunartöku, framkvæmd og fjármögnun þjónustu við fatlað fólk. Framkvæmd síðustu ára sýnir að sveitarfélög hafa hins vegar takmarkað rétt fatlaðs fólks til NPA þjónustu með ólögmætum hætti. Sú framkvæmd viðgengst að fötluðu fólki er beint inn á stofnanir á borð við hjúkrunarheimili, jafnvel gegn vilja þess og þrátt fyrir að viðkomandi einstaklingar hafi lýst yfir skýrum vilja til að fá notendastýrða persónulega aðstoð. Sveitarfélög hafa því þrátt fyrir skýr lög, þrengt réttindi fatlaðs fólks með fortakslausum hætti. Um nákvæmlega þetta snýst dómsmálið sem flutt verður á miðvikudaginn kemur. Mannréttindi eru algild og þau ætti aldrei að binda í kvóta Við mat og úthlutun á þjónustu samkvæmt lögunum hafa sveitarfélögin sett sínar eigin reglur sem þrengja rétt fatlaðs fólks miðað við það sem lögin kveða á um. Þetta þýðir að meðal annars hefur verið myndað kvótakerfi hjá sveitarfélögunum um réttindi fólks til einstaklingsbundinnar þjónustu. Slík þrenging er með öllu óheimil af hálfu stjórnvalda sem eiga að framkvæma lög og reglgerðir en ekki setja þær. Lagaákvæðin sem um ræðir eru ótvíræð og tryggja fötluðu fólki skýr og einstaklingsbundin réttindi. Réttindin skulu ennfremur ávallt túlkuð einstaklingnum í hag, enda eru þau sett til verndar fötluðu fólki en ekki stjórnvöldum á borð við sveitarfélög. Það dugar ekki að segja fötluðu fólki að bíða eftir því að njóta fullra lagalegra réttinda sinna. Þess vegna hvetjum við Hæstarétt Íslands til þess að dæma samkvæmt bókstaf þeirra laga sem um ræðir og tryggja þannig að réttarbætur til fatlaðs fólks verði virkar í raun. Að fresta réttindum er að neita réttindum - burt með kvótann! Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar Katrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun