Sigurður Ingi og Hot Fuzz Þórarinn Hjartarson skrifar 5. apríl 2022 13:30 Bíómyndin Hot Fuzz frá árinu 2007 fjallar um smábæ í Bretlandi sem er gífurlega upptekinn af því að vinna verðlaun sem nefnast „Smábær ársins“. Lögreglumaðurinn PC Nicholas Angel, aðalpersóna myndarinnar, kemst að því að dularfull andlát séu afar tíð í þessum smábæ. Við eftirgrennslan kemst hann að því að hópur bæjarbúa, sem nefnast NWA (Neighbourhood Watch Alliance), séu í raun svo spenntir fyrir ofangreindum verðlaunum að þeir drepa alla þá sem ógna möguleikum þeirra til þess að fá verðlaunin. Það er fagnaðarefni ef Sigurður Ingi er sá rasisti sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Ég tel að Sigurður Ingi hygli ekki hvítum Íslendingum á kostnað þeldökkra. Hann er vissulega karl síns tíma. Nýleg ummæli hans eru ekki til eftirbreytni og hann veit það. Viðbrögðin, hins vegar, sýna á hversu slæmum stað flokkarnir í stjórnarandstöðu eru. Það er fórnarkostnaður fólginn í því að beina athygli kjósenda að tilteknu málefni. Stjórnarandstaðan sá sér leik á borði og keppist við að beina athygli að því hvað þau séu góð og hvað Sigurður er ómögulegur. Athyglin fór frá því að krefjast þess að fá að vita af hverju ákveðnir aðilar fengu símtal um tilboðsverð á eignum ríkisins, frá því að hinir ríku hafi fengið skattaafslátt af séreignarsparnaði til fasteignakaupa í áraraðir og frá því að Íslendingar munu þurfa að takast á við gríðarlegar verðhækkanir á næstu mánuðum vegna innrásinnar í Úkraínu. Það er sjálfskaparvíti stjórnarandstöðunnar að hlusta á móðguðustu manneskjuna á Twitter. Afleiðingarnar eru þær að ríkisstjórnarflokkarnir búa við óhugnarlega auðvelt aðgengi að atkvæðum kjósenda og komast upp með pólitíska leti sem á sér fá dæmi utan Íslands. Sigurður Ingi skeit upp á bak með þessum ummælum. Hann baðst afsökunar. Hann er miðaldra maður og hefur líklega sagt eitthvað töluvert verra en þetta á sinni lífsleið. Okkar siðferðisþröskuldur hefur tekið hröðum breytingum undanfarna áratugi. Þessar breytingar hafa að mestu verið til hins betra. En hvenær förum við frá markmiðum réttlátra samfélagsbreytinga í það að haga okkur líkt og íbúar í smábæjarins í kvikmyndinni Hot Fuzz? Krafan um að Sigurður Ingi segi af sér kemur frá fólki sem hefur aldrei, og mun líklega aldrei, kjósa Framsókn. Það er rétt að stjórnmálamenning hér á landi sé daprari en víða annarstaðar. Það er mögulega rétt að Sigurður Ingi hefði þurft að segja af sér ef hann væri ráðherra annarstaðar á Norðurlöndunum. En væri það betra? Það er hægt að færa rök fyrir því. Ég tel hins vegar að krafa flestra kjósenda á Íslandi sé að ráðherrar séu starfi sínu vaxnir frekar en að þeir hafi aldrei og munu aldrei gera mistök. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Bíómyndin Hot Fuzz frá árinu 2007 fjallar um smábæ í Bretlandi sem er gífurlega upptekinn af því að vinna verðlaun sem nefnast „Smábær ársins“. Lögreglumaðurinn PC Nicholas Angel, aðalpersóna myndarinnar, kemst að því að dularfull andlát séu afar tíð í þessum smábæ. Við eftirgrennslan kemst hann að því að hópur bæjarbúa, sem nefnast NWA (Neighbourhood Watch Alliance), séu í raun svo spenntir fyrir ofangreindum verðlaunum að þeir drepa alla þá sem ógna möguleikum þeirra til þess að fá verðlaunin. Það er fagnaðarefni ef Sigurður Ingi er sá rasisti sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Ég tel að Sigurður Ingi hygli ekki hvítum Íslendingum á kostnað þeldökkra. Hann er vissulega karl síns tíma. Nýleg ummæli hans eru ekki til eftirbreytni og hann veit það. Viðbrögðin, hins vegar, sýna á hversu slæmum stað flokkarnir í stjórnarandstöðu eru. Það er fórnarkostnaður fólginn í því að beina athygli kjósenda að tilteknu málefni. Stjórnarandstaðan sá sér leik á borði og keppist við að beina athygli að því hvað þau séu góð og hvað Sigurður er ómögulegur. Athyglin fór frá því að krefjast þess að fá að vita af hverju ákveðnir aðilar fengu símtal um tilboðsverð á eignum ríkisins, frá því að hinir ríku hafi fengið skattaafslátt af séreignarsparnaði til fasteignakaupa í áraraðir og frá því að Íslendingar munu þurfa að takast á við gríðarlegar verðhækkanir á næstu mánuðum vegna innrásinnar í Úkraínu. Það er sjálfskaparvíti stjórnarandstöðunnar að hlusta á móðguðustu manneskjuna á Twitter. Afleiðingarnar eru þær að ríkisstjórnarflokkarnir búa við óhugnarlega auðvelt aðgengi að atkvæðum kjósenda og komast upp með pólitíska leti sem á sér fá dæmi utan Íslands. Sigurður Ingi skeit upp á bak með þessum ummælum. Hann baðst afsökunar. Hann er miðaldra maður og hefur líklega sagt eitthvað töluvert verra en þetta á sinni lífsleið. Okkar siðferðisþröskuldur hefur tekið hröðum breytingum undanfarna áratugi. Þessar breytingar hafa að mestu verið til hins betra. En hvenær förum við frá markmiðum réttlátra samfélagsbreytinga í það að haga okkur líkt og íbúar í smábæjarins í kvikmyndinni Hot Fuzz? Krafan um að Sigurður Ingi segi af sér kemur frá fólki sem hefur aldrei, og mun líklega aldrei, kjósa Framsókn. Það er rétt að stjórnmálamenning hér á landi sé daprari en víða annarstaðar. Það er mögulega rétt að Sigurður Ingi hefði þurft að segja af sér ef hann væri ráðherra annarstaðar á Norðurlöndunum. En væri það betra? Það er hægt að færa rök fyrir því. Ég tel hins vegar að krafa flestra kjósenda á Íslandi sé að ráðherrar séu starfi sínu vaxnir frekar en að þeir hafi aldrei og munu aldrei gera mistök. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar