Bjarga geðdeildir lífi fólks eða hvað? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 6. apríl 2022 09:00 Í lífsins mestu örvæntingu leita einstaklingar til fagfólks á geðdeild til að fá faglega og gagnreynda aðstoð, því það vill fá sérhæfðustu og bestu hjálp sem völ er á til að bjarga lífi sínu. Þegar einstaklingur gengur svo út af geðdeild, þá vonast hann til þess að heilbrigðiskerfinu sé umhugað um hvað verður um hann og styðji i bataferlinu. Því miður er það þó svo að heilbrigðiskerfið fylgist ekki með því hvað verður um einstaklinginn eftir innlögn, viðtal eða annars konar aðhlynningu vegna sjálfsvígshugsana og einungis brot af einstaklingum fá göngudeildarþjónustu. Hætta á sjálfsvígi krefst eftirfylgni Raunin er sú að heilbrigðisráðuneytið veit ekki hversu margir, sem leitað hafa til geðdeilda síðast liðin ár vegna sjálfsvígshugsana/tilrauna, hafa síðan fallið fyrir eigin hendi. Sömuleiðis hafa geðdeildir ekki upplýsingar um þá einstaklinga sem vísað var frá. Þegar ég las svar heilbrigðisráðherra við þessari fyrirspurn minni kom í ljós að hvorki ráðuneytið né geðdeildir landsins hafa hugmynd um hvort viðbrögð þeirra hjálpi í raun og veru þeim sem eru í sjálfsvígshættu til lengri tíma litið. Þessar upplýsingar sýna enn og aftur alvarlega vanrækslu af hálfu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum landsins. 47 manneskjur árið 2020 Þarna er verið að tala um sjúkdóm sem tók 47 mannslíf, að minnsta kosti, árið 2020 og þá er enginn aldurshópur undanskilinn. Jafnt börn sem aldraðir hafa fallið fyrir eigin hendi í örvæntingu sinni þegar engin önnur leið virtist ákjósanleg á því augnabliki. Hvernig má það vera að við vitum ekki hvort þjónusta við fólk í sjálfsvígshættu sé að virka? Það ætti að vera í forgangi að fylgja þessum einstaklingum eftir í að minnsta kosti ár og vita þá hvort þessir einstaklingar nái bata eða ekki. Þessar upplýsingar eiga að vera fyrir hendi til að geðdeildir landsins viti hvort að bráðaþjónusta eða innlagnir séu raunverulega að virka eða hvort breyta þurfi verklagi í bráðageðheilbrigðisþjónustu landsins. Vita ekki hvort að fórnarlömb sjálfsvíga hafi leitað eftir þjónustu Svarið sem ég fékk frá heilbrigðisráðherra var á þá leið að ekki væri vitað hvort einstaklingar, sem höfðu leitað á geðdeildir landsins, hefðu látist innan árs frá komu. Það er semsagt ekki skoðað hvort að fólk í sjálfsvígshættu taki sitt eigið líf eftir þjónustu á þriðju línu heilbrigðisstofnun. Það er í besta falli vanræksla en í versta falli er ekki verið að koma í veg fyrir ótímabæran dauða tæplega fimmtíu einstaklingum á ári. Heilbrigðisráðuneytið veit því ekki hvort að geðdeildir landsins bjarga lífi fólks eða ekki. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Geðheilbrigði Píratar Heilbrigðismál Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í lífsins mestu örvæntingu leita einstaklingar til fagfólks á geðdeild til að fá faglega og gagnreynda aðstoð, því það vill fá sérhæfðustu og bestu hjálp sem völ er á til að bjarga lífi sínu. Þegar einstaklingur gengur svo út af geðdeild, þá vonast hann til þess að heilbrigðiskerfinu sé umhugað um hvað verður um hann og styðji i bataferlinu. Því miður er það þó svo að heilbrigðiskerfið fylgist ekki með því hvað verður um einstaklinginn eftir innlögn, viðtal eða annars konar aðhlynningu vegna sjálfsvígshugsana og einungis brot af einstaklingum fá göngudeildarþjónustu. Hætta á sjálfsvígi krefst eftirfylgni Raunin er sú að heilbrigðisráðuneytið veit ekki hversu margir, sem leitað hafa til geðdeilda síðast liðin ár vegna sjálfsvígshugsana/tilrauna, hafa síðan fallið fyrir eigin hendi. Sömuleiðis hafa geðdeildir ekki upplýsingar um þá einstaklinga sem vísað var frá. Þegar ég las svar heilbrigðisráðherra við þessari fyrirspurn minni kom í ljós að hvorki ráðuneytið né geðdeildir landsins hafa hugmynd um hvort viðbrögð þeirra hjálpi í raun og veru þeim sem eru í sjálfsvígshættu til lengri tíma litið. Þessar upplýsingar sýna enn og aftur alvarlega vanrækslu af hálfu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum landsins. 47 manneskjur árið 2020 Þarna er verið að tala um sjúkdóm sem tók 47 mannslíf, að minnsta kosti, árið 2020 og þá er enginn aldurshópur undanskilinn. Jafnt börn sem aldraðir hafa fallið fyrir eigin hendi í örvæntingu sinni þegar engin önnur leið virtist ákjósanleg á því augnabliki. Hvernig má það vera að við vitum ekki hvort þjónusta við fólk í sjálfsvígshættu sé að virka? Það ætti að vera í forgangi að fylgja þessum einstaklingum eftir í að minnsta kosti ár og vita þá hvort þessir einstaklingar nái bata eða ekki. Þessar upplýsingar eiga að vera fyrir hendi til að geðdeildir landsins viti hvort að bráðaþjónusta eða innlagnir séu raunverulega að virka eða hvort breyta þurfi verklagi í bráðageðheilbrigðisþjónustu landsins. Vita ekki hvort að fórnarlömb sjálfsvíga hafi leitað eftir þjónustu Svarið sem ég fékk frá heilbrigðisráðherra var á þá leið að ekki væri vitað hvort einstaklingar, sem höfðu leitað á geðdeildir landsins, hefðu látist innan árs frá komu. Það er semsagt ekki skoðað hvort að fólk í sjálfsvígshættu taki sitt eigið líf eftir þjónustu á þriðju línu heilbrigðisstofnun. Það er í besta falli vanræksla en í versta falli er ekki verið að koma í veg fyrir ótímabæran dauða tæplega fimmtíu einstaklingum á ári. Heilbrigðisráðuneytið veit því ekki hvort að geðdeildir landsins bjarga lífi fólks eða ekki. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar