Fótbolti

Segja að FIFA íhugi að lengja leikina á HM um tíu mínútur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þýskaland og Holland verða bæði með á HM í Katar.
Þýskaland og Holland verða bæði með á HM í Katar. getty/Michael Bulder

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, veltir því fyrir sér að lengja leiki á HM um allavega tíu mínútur.

Football Italia greinir frá þessum hugmyndum forráðamanna FIFA. Þeir hafa áhyggjur af því að boltinn sé ekki nógu mikið í leik og vilja bregðast við því með því að lengja leiktímann.

Samkvæmt skýrslu frá Meistaradeild Evrópu er boltinn bara um sextíu prósent í leik í hverjum leik.

Corriere dello Sport greinir frá því að fyrirhugaðar breytingar FIFA á leiktíma leikja á HM gætu tekið gildi strax í Katar í lok árs. Leikirnir þar gætu því verið hundrað mínútur í stað níutíu mínútna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×