Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 16:18 Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA. Vísir/Arnar Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. Kjarninn greindi frá því á mánudag að Bláfugl hefði tekið að sér flug með hergögn fyrir ráðuneytið. Í svörum utanríkisráðuneytisins til fréttastofu í vikunni kom fram að alls hefðu verið farin þrettán flug á vegum utanríkisráðuneytisins. Annars vegar er um að ræða vélar Atlanta og hins vegar Bláfugls. Athugasemdir FÍA snúa ekki að því að flugfélagið fljúgi með hergögn, þar með talið vopn, heldur að deilum sem félagið hefur átt við Bláfugl. FÍA segir Bláfugl, sem starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, hafi brotið gegn íslenskri vinnulöggjöf með félagslegum undirboðum og gerviverktöku, og sniðgengið kjarasamning sinn við FÍA. Vél Blue Bird Nordic. Flugfélagið hefur farið nokkrar ferðir fyrir utanríkisráðuneytið með hergögn til Póllands.Bluebird Nordic „Bláfugl hefur auk þess alfarið hundsað niðurstöðu Félagsdóms sem féll þann 16. september síðastliðinn og með því gert alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og réttindum íslensks launafólks sem vinnur samkvæmt kjarasamningi. Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki virði gildandi lög, kjarasamninga og niðurstöður dómstóla.“ Það sé því með öllu óásættanlegt að það fái að viðgangast að íslenska ríkið, í umboði skattgreiðenda, eigi viðskipti við slíkt félag. „FÍA hefur áður skorað á viðeigandi eftirlitsaðila, yfirvöld og ráðherra að láta sig málið varða og tryggja að Bláfugl fylgi íslenskum lögum og fari eftir niðurstöðum dómstóla.“ Sigurður Örn Ágústsson, stjórnarformaður Bláfugls, sem lét af störfum sem forstjóri félagsins á dögunum.bláfugl Starfsemi Bláfugls fer nánast eingöngu fram erlendis en félagið er í eigu Avia Solutions, fyrirtækis sem gerir út frá Kýpur. Stærsti eigandi félagsins er Litháinn Gediminas Ziemelis. Stjórnarformaður félagsins er Sigurður Örn Ágústsson en hann var einnig forstjóri þar til nýlega. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að brotthvarf hans úr stól forstjóra hefði legið fyrir í nokkurn tíma og tengdist með engum hætti verkefnum Bláfugls fyrir utanríkisráðuneytið. Fréttir af flugi Hernaður Utanríkismál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira
Kjarninn greindi frá því á mánudag að Bláfugl hefði tekið að sér flug með hergögn fyrir ráðuneytið. Í svörum utanríkisráðuneytisins til fréttastofu í vikunni kom fram að alls hefðu verið farin þrettán flug á vegum utanríkisráðuneytisins. Annars vegar er um að ræða vélar Atlanta og hins vegar Bláfugls. Athugasemdir FÍA snúa ekki að því að flugfélagið fljúgi með hergögn, þar með talið vopn, heldur að deilum sem félagið hefur átt við Bláfugl. FÍA segir Bláfugl, sem starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, hafi brotið gegn íslenskri vinnulöggjöf með félagslegum undirboðum og gerviverktöku, og sniðgengið kjarasamning sinn við FÍA. Vél Blue Bird Nordic. Flugfélagið hefur farið nokkrar ferðir fyrir utanríkisráðuneytið með hergögn til Póllands.Bluebird Nordic „Bláfugl hefur auk þess alfarið hundsað niðurstöðu Félagsdóms sem féll þann 16. september síðastliðinn og með því gert alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og réttindum íslensks launafólks sem vinnur samkvæmt kjarasamningi. Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki virði gildandi lög, kjarasamninga og niðurstöður dómstóla.“ Það sé því með öllu óásættanlegt að það fái að viðgangast að íslenska ríkið, í umboði skattgreiðenda, eigi viðskipti við slíkt félag. „FÍA hefur áður skorað á viðeigandi eftirlitsaðila, yfirvöld og ráðherra að láta sig málið varða og tryggja að Bláfugl fylgi íslenskum lögum og fari eftir niðurstöðum dómstóla.“ Sigurður Örn Ágústsson, stjórnarformaður Bláfugls, sem lét af störfum sem forstjóri félagsins á dögunum.bláfugl Starfsemi Bláfugls fer nánast eingöngu fram erlendis en félagið er í eigu Avia Solutions, fyrirtækis sem gerir út frá Kýpur. Stærsti eigandi félagsins er Litháinn Gediminas Ziemelis. Stjórnarformaður félagsins er Sigurður Örn Ágústsson en hann var einnig forstjóri þar til nýlega. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að brotthvarf hans úr stól forstjóra hefði legið fyrir í nokkurn tíma og tengdist með engum hætti verkefnum Bláfugls fyrir utanríkisráðuneytið.
Fréttir af flugi Hernaður Utanríkismál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira