Á níunda hundrað viðburða í Hörpu í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 20:56 Tæplega níu hundruð viðburðir voru haldnir í Hörpu í fyrra. Vísir/Vilhelm Alls voru 867 viðburðir haldnir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Tekjutap samstæðunnar nam 162,2 milljónum króna, um 20 milljónum minna en árið á undan. Rekstrarárið hjá Hörpu í fyrra markaðist af heimsfaraldri og síbreytilegum samkomutakmörkunum, sem skýrir tekjutap hennar sem nam rúmum 160 milljónum króna. Þetta segir í tilkynningu frá Hörpu, sem gaf út samstæðureikning sinn fyrir rekstrarárið 2021 í dag. Heildartekjur Hörpu á árinu voru 782,5 milljónir króna samanborið við 513,6 milljónir króna árið á undan. Það er þó talsvert minna en árið 2019, áður en heimsfaraldur hófst, en þá voru árstekjurnar 1.209,6 milljónir króna. Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 121,7 milljón króna í fyrra, samanborið við 113,2 milljónir árið 2020. Eigið fé samsæðunnar nam 10.953 milljónum króna í árslok 2021 og er eiginfjárhlutfallið 33 prósent. „Þrátt fyrir að háhrif heimsfaraldursins hafi dregist á langinn og litað alla starfsemi ársins voru haldnir 867 viðburðir í Hörpu samanborið við rúmlega 500 á árinu 2020. Það eru að jafnaði um 17 á viku og rúmlega 60% af viðburðarhaldi venjulegs árs,“ segir í tilkynningu frá Hörpu. Þar kemur fram að haldnir voru 465 listviðburðir: Tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar af 75 tónleika. Listviðburðir Íslensku óperunnar voru alls níu talsins. Í Hörpu voru þá haldnar 324 ráðstefnur, fundir og veislur samanborið við 141 slíkan viðburð árið á undan. Um 124 þúsund aðgöngumiðar seldurst á síðasta ári samanborið við 65 þúsund árið 2020 en seldur miðafjöldi árið 2019 var 232 þúsund. Heildarvelta miðsaölu á árinu nam um 685 milljónum króna samanborið við 301 milljón króna árið 2020 og 1.294 milljónir króna árið 2019. Meira en helmingur húsnæðiskostnaðar fór í fasteignagjöld Þá var húsnæðiskostnaður 595 milljónir króna en hlutur fasteignagjalda í þeim kostnaðarlið er 309,7 milljónir, eða ríflega helmingur. „Allt frá árinu 2013 hafa eigendur Hörpu, íslenska ríkið (54%) og Reykjavíkurborg (46%), lagt til rekstrarframlag til að tryggja rekstrarhæfi samstæðunnar. Framlagið er fyrst og fremst til að mæta háum fasteignagjöldum, kostnaði vegna viðhalds byggingar sem jafnframt er listaverk og til að sinna mikilvægu menningarhlutverki Hörpu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir jafnframt að rekstrarframlag eigenda á árinu nam 450 milljónum króna auk tekjufærðs mismunar vegna fjármögnunarsamnings, að fjárhæð 25,3 milljónum króna. Í ár líkt og 2020 hafi eigendur lagt til sérstakt viðbótarframlag, síðastliðið ár að upphæð 284,5 milljónum króna, til að mæta lamandi áhrifum heimsfaraldurs á kjarnastarfsemi Hörpu á sviði viðburðarhalds og ferðaþjónustu. Reykjavík Harpa Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Rekstrarárið hjá Hörpu í fyrra markaðist af heimsfaraldri og síbreytilegum samkomutakmörkunum, sem skýrir tekjutap hennar sem nam rúmum 160 milljónum króna. Þetta segir í tilkynningu frá Hörpu, sem gaf út samstæðureikning sinn fyrir rekstrarárið 2021 í dag. Heildartekjur Hörpu á árinu voru 782,5 milljónir króna samanborið við 513,6 milljónir króna árið á undan. Það er þó talsvert minna en árið 2019, áður en heimsfaraldur hófst, en þá voru árstekjurnar 1.209,6 milljónir króna. Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 121,7 milljón króna í fyrra, samanborið við 113,2 milljónir árið 2020. Eigið fé samsæðunnar nam 10.953 milljónum króna í árslok 2021 og er eiginfjárhlutfallið 33 prósent. „Þrátt fyrir að háhrif heimsfaraldursins hafi dregist á langinn og litað alla starfsemi ársins voru haldnir 867 viðburðir í Hörpu samanborið við rúmlega 500 á árinu 2020. Það eru að jafnaði um 17 á viku og rúmlega 60% af viðburðarhaldi venjulegs árs,“ segir í tilkynningu frá Hörpu. Þar kemur fram að haldnir voru 465 listviðburðir: Tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt þar af 75 tónleika. Listviðburðir Íslensku óperunnar voru alls níu talsins. Í Hörpu voru þá haldnar 324 ráðstefnur, fundir og veislur samanborið við 141 slíkan viðburð árið á undan. Um 124 þúsund aðgöngumiðar seldurst á síðasta ári samanborið við 65 þúsund árið 2020 en seldur miðafjöldi árið 2019 var 232 þúsund. Heildarvelta miðsaölu á árinu nam um 685 milljónum króna samanborið við 301 milljón króna árið 2020 og 1.294 milljónir króna árið 2019. Meira en helmingur húsnæðiskostnaðar fór í fasteignagjöld Þá var húsnæðiskostnaður 595 milljónir króna en hlutur fasteignagjalda í þeim kostnaðarlið er 309,7 milljónir, eða ríflega helmingur. „Allt frá árinu 2013 hafa eigendur Hörpu, íslenska ríkið (54%) og Reykjavíkurborg (46%), lagt til rekstrarframlag til að tryggja rekstrarhæfi samstæðunnar. Framlagið er fyrst og fremst til að mæta háum fasteignagjöldum, kostnaði vegna viðhalds byggingar sem jafnframt er listaverk og til að sinna mikilvægu menningarhlutverki Hörpu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir jafnframt að rekstrarframlag eigenda á árinu nam 450 milljónum króna auk tekjufærðs mismunar vegna fjármögnunarsamnings, að fjárhæð 25,3 milljónum króna. Í ár líkt og 2020 hafi eigendur lagt til sérstakt viðbótarframlag, síðastliðið ár að upphæð 284,5 milljónum króna, til að mæta lamandi áhrifum heimsfaraldurs á kjarnastarfsemi Hörpu á sviði viðburðarhalds og ferðaþjónustu.
Reykjavík Harpa Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira