Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2025 14:26 Forstjóri Sýnar leggur til þrjár aðgerðir til að taka á rót vandans á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Vísir Forstjóri Sýnar segir komið að ögurstundu fyrir sjálfstæða fréttamennsku og lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. Boðaður aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar verði að lágmarki að fela í sér breytingar sem skapi grundvöll fyrir yfirvegaða umræðu sem byggi á gögnum og staðreyndum. Markmiðið sé ekki að veikja Ríkisútvarpið heldur að tryggja heilbrigðan fjölmiðlamarkað þar sem samkeppni fer fram á jafnréttisgrundvelli. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stefnt er að því að tillögurnar fari í almenna kynningu í þessum mánuði en um er að ræða tuttugu tillögur sem ætlað er styrkja stöðu íslenskra fjölmiðla. Breyttir tímar kalli á nýja nálgun að sögn ráðherra. Fjöldi starfsfólks á fjölmiðlum á Íslandi frá árinu 2008. Úr skýrslu Viðskiptaráðs. Fyrir viku síðan sagði Logi að hann myndi kynna pakka um aðgerðir á fjölmiðlamarkaði þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun Sýnar um að hætta að flytja kvöldfréttir í sjónvarpi um helgar og á rauðum dögum. Lesa má úr dagskrá ríkisstjórnarfundarins sem var í dag, um þennan dagskrárlið, að breyttir tímar kalli á „nýja nálgun.“ Tillögurnar á vef ráðuneytisins byggja „á fjölþættum úrræðum sem vinna saman að því að styrkja íslenskan fjölmiðlamarkað í heild sinni og efla samkeppnishæfni hans gagnvart alþjóðlegum tæknirisum“. Vill leiðrétta rangfærslur Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í aðsendri grein á Vísi í dag að nauðsynlegt sé að leiðrétta rangfærslur um fjármögnun Ríkisútvarpsins og horfa raunsætt á skekkju á markaðnum. Á heimasíðu RÚV sé því haldið fram að þjónustutekjur stofnunarinnar hafi lækkað mikið að raunvirði og að „útvarpsgjaldið“ sé með því lægsta sem þekkist. „Þessar fullyrðingar standast ekki skoðun þegar gögnin eru rýnd. Eftir breytingar á lögum um opinber fjármál árið 2015 var mörkun tekna afnumin. Hið svokallaða útvarpsgjald rennur nú beint í ríkissjóð, líkt og aðrir skattar, en rekstrarframlag RÚV er ákvarðað á fjárlögum hverju sinni.“ Staðreyndin sé sú að rekstrarframlag ríkisins til RÚV hafi hækkað verulega. „Árið 2016 var framlagið 3,6 milljarðar króna, en í fjárlögum fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir 6,45 milljörðum króna. Þegar tölurnar eru uppreiknaðar til verðlags í desember 2024 nemur raunhækkun rekstrarframlagsins rúmlega 23% frá árinu 2016. Á sama tíma hefur framlagið á hvern landsmann fylgt mannfjöldaþróun. Tal um fjársvelti á því ekki við rök að styðjast.“ RÚV skeri sig úr á Norðurlöndunum Samanburður við Norðurlöndin sýni að Ísland skeri sig úr þegar komi að umsvifum ríkisfjölmiðils. Herdís vísar til samanburðar sem Viðskiptaráð gerði á árinu þar sem fram kemur að RÚV sé með 27 prósenta markaðshlutdeild á meðan meðaltalið á Norðurlöndunum fimm sé tíu prósent. RÚV sé eini miðillinn sem njóti bæði opinberra framlaga og sé í virkri samkeppni um auglýsingar við einkarekna miðla. Úr skýrslu Viðskiptaráðs. „Þessi staða brenglar samkeppnisskilyrði verulega, þar sem ríkisrisinn nýtur bæði opinberrar meðgjafar og forskots á markaði.“ Þrjár tillögur að breytingum Herdís leggur til þrjár leiðir til að taka á rót vandans. Þar dugi engir plástrar. Takmarka þurfi fyrirverð RÚV á auglýsingamarkaði, horfa til Noregs eftir heilbrigðara fyrirkomulagi þar sem ríkið sé með samning við sjónvarpsstöðina TV2. „Sá samningur felur í sér hámarksgreiðslu frá ríkinu (150 milljónir NOK á ári) gegn því að TV2 sinni skilgreindum hlutverkum, svo sem fréttaþjónustu og barnaefni,“ segir Herdís. Að öðru leyti afli TV2 sinna tekna á markaði án beinna ríkisstyrkja. „Hér á landi fær RÚV hins vegar það besta úr báðum sviðsmyndum; ríkisstyrki sem eru tólffalt hærri en allir styrkir til einkarekinna fjölmiðla til samans, og fulla hlutdeild á auglýsingamarkaði. Einkareknum miðlum er svo skammtað úr hnefa.“ Þá þurfi jafnræði í regluverki með því að afnema óþarfa takmarkanir á innlenda miðla, sem erlendar efnisveitur og samfélagsmiðlar þurfi ekki að hlíta. „Markmiðið er ekki að veikja Ríkisútvarpið heldur að tryggja að hér geti þrifist heilbrigður fjölmiðlamarkaður þar sem samkeppni fer fram á jafnréttisgrundvelli. Núverandi kerfi, þar sem ríkisstyrktur aðili tekur til sín stóran hluta auglýsingamarkaðarins, gengur einfaldlega ekki upp.“ Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sýn Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stefnt er að því að tillögurnar fari í almenna kynningu í þessum mánuði en um er að ræða tuttugu tillögur sem ætlað er styrkja stöðu íslenskra fjölmiðla. Breyttir tímar kalli á nýja nálgun að sögn ráðherra. Fjöldi starfsfólks á fjölmiðlum á Íslandi frá árinu 2008. Úr skýrslu Viðskiptaráðs. Fyrir viku síðan sagði Logi að hann myndi kynna pakka um aðgerðir á fjölmiðlamarkaði þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun Sýnar um að hætta að flytja kvöldfréttir í sjónvarpi um helgar og á rauðum dögum. Lesa má úr dagskrá ríkisstjórnarfundarins sem var í dag, um þennan dagskrárlið, að breyttir tímar kalli á „nýja nálgun.“ Tillögurnar á vef ráðuneytisins byggja „á fjölþættum úrræðum sem vinna saman að því að styrkja íslenskan fjölmiðlamarkað í heild sinni og efla samkeppnishæfni hans gagnvart alþjóðlegum tæknirisum“. Vill leiðrétta rangfærslur Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í aðsendri grein á Vísi í dag að nauðsynlegt sé að leiðrétta rangfærslur um fjármögnun Ríkisútvarpsins og horfa raunsætt á skekkju á markaðnum. Á heimasíðu RÚV sé því haldið fram að þjónustutekjur stofnunarinnar hafi lækkað mikið að raunvirði og að „útvarpsgjaldið“ sé með því lægsta sem þekkist. „Þessar fullyrðingar standast ekki skoðun þegar gögnin eru rýnd. Eftir breytingar á lögum um opinber fjármál árið 2015 var mörkun tekna afnumin. Hið svokallaða útvarpsgjald rennur nú beint í ríkissjóð, líkt og aðrir skattar, en rekstrarframlag RÚV er ákvarðað á fjárlögum hverju sinni.“ Staðreyndin sé sú að rekstrarframlag ríkisins til RÚV hafi hækkað verulega. „Árið 2016 var framlagið 3,6 milljarðar króna, en í fjárlögum fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir 6,45 milljörðum króna. Þegar tölurnar eru uppreiknaðar til verðlags í desember 2024 nemur raunhækkun rekstrarframlagsins rúmlega 23% frá árinu 2016. Á sama tíma hefur framlagið á hvern landsmann fylgt mannfjöldaþróun. Tal um fjársvelti á því ekki við rök að styðjast.“ RÚV skeri sig úr á Norðurlöndunum Samanburður við Norðurlöndin sýni að Ísland skeri sig úr þegar komi að umsvifum ríkisfjölmiðils. Herdís vísar til samanburðar sem Viðskiptaráð gerði á árinu þar sem fram kemur að RÚV sé með 27 prósenta markaðshlutdeild á meðan meðaltalið á Norðurlöndunum fimm sé tíu prósent. RÚV sé eini miðillinn sem njóti bæði opinberra framlaga og sé í virkri samkeppni um auglýsingar við einkarekna miðla. Úr skýrslu Viðskiptaráðs. „Þessi staða brenglar samkeppnisskilyrði verulega, þar sem ríkisrisinn nýtur bæði opinberrar meðgjafar og forskots á markaði.“ Þrjár tillögur að breytingum Herdís leggur til þrjár leiðir til að taka á rót vandans. Þar dugi engir plástrar. Takmarka þurfi fyrirverð RÚV á auglýsingamarkaði, horfa til Noregs eftir heilbrigðara fyrirkomulagi þar sem ríkið sé með samning við sjónvarpsstöðina TV2. „Sá samningur felur í sér hámarksgreiðslu frá ríkinu (150 milljónir NOK á ári) gegn því að TV2 sinni skilgreindum hlutverkum, svo sem fréttaþjónustu og barnaefni,“ segir Herdís. Að öðru leyti afli TV2 sinna tekna á markaði án beinna ríkisstyrkja. „Hér á landi fær RÚV hins vegar það besta úr báðum sviðsmyndum; ríkisstyrki sem eru tólffalt hærri en allir styrkir til einkarekinna fjölmiðla til samans, og fulla hlutdeild á auglýsingamarkaði. Einkareknum miðlum er svo skammtað úr hnefa.“ Þá þurfi jafnræði í regluverki með því að afnema óþarfa takmarkanir á innlenda miðla, sem erlendar efnisveitur og samfélagsmiðlar þurfi ekki að hlíta. „Markmiðið er ekki að veikja Ríkisútvarpið heldur að tryggja að hér geti þrifist heilbrigður fjölmiðlamarkaður þar sem samkeppni fer fram á jafnréttisgrundvelli. Núverandi kerfi, þar sem ríkisstyrktur aðili tekur til sín stóran hluta auglýsingamarkaðarins, gengur einfaldlega ekki upp.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sýn Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira