Bjarni vill að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2022 11:07 Bjarni Benediktsson varði útboðsfyrirkomulagið á þingi í dag. Vísir/VIlhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að það sé „langbest“ að Alþingi fái Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir framkvæmd nýafstaðins útboðs á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd útboðsins í síðasta mánuði, þar sem 22,5 prósent hlutur í eigu ríkisins í Íslandsbanka var boðinn út. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í bankanum í útboðinu en alls buðu 430 fjárfestar í 50 milljón hluti þar sem verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en markaðsgengi. Þeir voru seldir fyrir samtals 52,7 milljarða króna. Lífeyrissjóðir, fjárfestingasjóðir og fjölmargir þekktir aðilar úr fjármálaheiminum innanlands voru á meðal kaupenda, þar á meðal faðir Bjarna, fjárfestirinn Benedikt Sveinsson. Bjarni sat fyrir svörum um útboðið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata gagnýndi fyrirkomulag útboðsins harðlega þar. Þar vísaði hún í að fyrir útboðið hafi verið gefið út að markmið þess væri að laða að langtímafjárfestingu í bankanum. „Þess í stað var um að ræða nokkurs konar villta vestur þar sem fimm sölufyrirtæki tóku kvöldstund í að hringja í sína uppáhalds fjárfesta. Niðurstaðan er afar sundurleitur listi fjárfesta þar sem einhverjir tugir einstaklingar eru að fjárfesta fyrir brot úr prósenti,“ sagði Halldóra sem spurði Bjarna hvað hafi breyst sem varð til þess að litlum fjárfestum hafi verið hleypt að borðinu. „Enginn handvalinn, þetta var opið útboð“ „Það var engum sérstaklega hleypt að í þessu ferli,“ svaraði Bjarni. „Heldur var ljóst frá upphafi að þeir sem teldust hæfir fjárfestar máttu taka þátt.“ Halldóra Mogensen þingmaður Pírata gagnrýndi útboðsfyrirkomulagið.Vísir/Vilhelm „Allir þeir sem að gáfu sig fram lýstu áhuga á að taka þátt í þessu útboði sem var opinbert af hálfu Bankasýslunnar og uppfylltu skilyrðin að vera hæfir, annars vegar, og voru reiðubúnir að greiða verðið sem Bankasýslan lagði til og ég samþykkti, þeir fengu að taka þátt. Enginn handvalinn, þetta var opið útboð,“ sagði Bjarni. Sagði hann jafn framt að hann teldi það best að Ríkisendurskoðun myndi fara yfir framkvæmd útboðsins. „Vegna þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið þá held ég að það sé langbest, til þess einmitt, að tryggja að það sé ekkert í skugganum og það sé bara vel farið yfir þá framkvæmd sem við höfum hér ný gengið í gegnum að við fáum Ríkisendurskoðun til að taka út framkvæmd útboðsins og fara yfir það fyrir þingið með hvaða hætti lög og fyrirmæli voru framkvæmd við þetta útboð. Ég tel að miðað við það sem ég veit að það muni koma vel út fyrir alla framkvæmdina,“ sagði Bjarni. Klippa: Bjarni ræðir útboðið í Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann á í dag 0,03 prósenta hlut í bankanum og er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06 Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Bjarni hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd útboðsins í síðasta mánuði, þar sem 22,5 prósent hlutur í eigu ríkisins í Íslandsbanka var boðinn út. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í bankanum í útboðinu en alls buðu 430 fjárfestar í 50 milljón hluti þar sem verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en markaðsgengi. Þeir voru seldir fyrir samtals 52,7 milljarða króna. Lífeyrissjóðir, fjárfestingasjóðir og fjölmargir þekktir aðilar úr fjármálaheiminum innanlands voru á meðal kaupenda, þar á meðal faðir Bjarna, fjárfestirinn Benedikt Sveinsson. Bjarni sat fyrir svörum um útboðið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata gagnýndi fyrirkomulag útboðsins harðlega þar. Þar vísaði hún í að fyrir útboðið hafi verið gefið út að markmið þess væri að laða að langtímafjárfestingu í bankanum. „Þess í stað var um að ræða nokkurs konar villta vestur þar sem fimm sölufyrirtæki tóku kvöldstund í að hringja í sína uppáhalds fjárfesta. Niðurstaðan er afar sundurleitur listi fjárfesta þar sem einhverjir tugir einstaklingar eru að fjárfesta fyrir brot úr prósenti,“ sagði Halldóra sem spurði Bjarna hvað hafi breyst sem varð til þess að litlum fjárfestum hafi verið hleypt að borðinu. „Enginn handvalinn, þetta var opið útboð“ „Það var engum sérstaklega hleypt að í þessu ferli,“ svaraði Bjarni. „Heldur var ljóst frá upphafi að þeir sem teldust hæfir fjárfestar máttu taka þátt.“ Halldóra Mogensen þingmaður Pírata gagnrýndi útboðsfyrirkomulagið.Vísir/Vilhelm „Allir þeir sem að gáfu sig fram lýstu áhuga á að taka þátt í þessu útboði sem var opinbert af hálfu Bankasýslunnar og uppfylltu skilyrðin að vera hæfir, annars vegar, og voru reiðubúnir að greiða verðið sem Bankasýslan lagði til og ég samþykkti, þeir fengu að taka þátt. Enginn handvalinn, þetta var opið útboð,“ sagði Bjarni. Sagði hann jafn framt að hann teldi það best að Ríkisendurskoðun myndi fara yfir framkvæmd útboðsins. „Vegna þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið þá held ég að það sé langbest, til þess einmitt, að tryggja að það sé ekkert í skugganum og það sé bara vel farið yfir þá framkvæmd sem við höfum hér ný gengið í gegnum að við fáum Ríkisendurskoðun til að taka út framkvæmd útboðsins og fara yfir það fyrir þingið með hvaða hætti lög og fyrirmæli voru framkvæmd við þetta útboð. Ég tel að miðað við það sem ég veit að það muni koma vel út fyrir alla framkvæmdina,“ sagði Bjarni. Klippa: Bjarni ræðir útboðið í Íslandsbanka
Alþingi Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann á í dag 0,03 prósenta hlut í bankanum og er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06 Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann á í dag 0,03 prósenta hlut í bankanum og er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06
Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53
Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58
Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55