Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 32-31 | Haukar sigruðu Hafnarfjarðarslaginn Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. apríl 2022 17:15 Haukar gætu orðið deildarmeistarar í dag. Til þess þarf Valur þó að tapa og Haukar að vinna erkifjendur sína í FH. Vísir/Hulda Margrét Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. FH-ingar mættu öflugir til leiks í kvöld og tóku forystuna strax á fyrstu mínútum leiksins. Þegar tæplega stundarfjórðungur var liðin af leiknum var FH tveimur mörkum yfir 8-6. Þegar að um fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleik voru Haukar búnir að snúa blaðinu við og komnir í forystu og leiddu með þremur mörkum þegar liðin gengu til klefa, 18-15. Atli Már, leikmaður Hauka, sækir á FH vörninaVísir: Rakel Rún Haukar héldu áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik og leiddu með fimm mörkum þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum, 26-21. Þá tekur Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, leikhlé og stappar stálinu í sína menn. Áfram leiddu Haukar en þegar um þrjár mínútur voru eftir gerðu FH-ingar áhlaup og var allt í járnum á loka mínútunum. Haukarnir voru nálægt því að kasta þessu frá sér en seigla á síðustu mínútunni tryggði Haukum eins marks sigur, 32-31. Afhverju unnu Haukar? Þeir náðu forystunni undir lok fyrri hálfleiks og héldu henni út. Það var seigla í þeim og voru þeir að spila agaðan sóknarleik nánast allan leikinn. Þeir voru væntanlega búnir að fara vel yfir sín mál eftir tapið á móti Val og ákveðið að klára þennan leik með stolti. Svo er vont að tapa leikjum á heimavelli og hvað þá Hafnarfjarðarslagnum. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Haukum voru Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Stefán Rafn Sigurmannsson atkvæðamestir með 6 mörk hvor. Sóknarleikur Hauka í heildsinni gekk vel og margir með gott einstaklings framlag þar. Hjá FH var Ásbjörn Friðriksson atkvæðamestur með 6 mörk og Ágúst Birgisson með 5 mörk. Phil Döhler stóð vaktina vel í markinu og var með 14 bolta varða. Ágúst Birgisson, leikmaður FH, var öflugur á línunni í kvöld.Vísir: Rakel Rún Hvað gekk illa? FH-ingar börðust allan tímann en voru að kasta boltanum frá sér þegar mest á reyndi sem var ansi dýrkeypt. Svo komu inn á milli sóknir sem hefði verið hægt að útfæra betur. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er úrslitakeppnin. Það mæta Haukar KA og FH-ingar mæta Selfyssingum. Sigursteinn Arndal: „Síðustu tíu í fyrri voru óagaðar“ Sigursteinn Arndal var svekktur eftir tapið í kvöld Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir naumt tap á móti Haukum í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Mér líður ekki vel með að tapa af því að það er ömurleg tilfinning en ég er alveg sáttur með margt í leik okkar. Ég er ánægður með hvernig við héldum áfram og komum okkur aftur inn í leikinn eftir að hafa grafið okkur smá holu. Síðustu tíu í fyrri voru óagaðar og ekki góðar að okkar hálfu. Það var trú og kraftur og við unnum okkur inn í þetta og áttum möguleika að taka allavega stigið en það því miður ekki í dag.“ FH-ingar voru með forystu fyrstu tuttugu mínútur leiksins en misstu það frá sér og eltu alveg til leiksloka. „Sóknarlega erum við að leysa það illa þegar að þeir eru að breyta á milli varna og tók okkur í dag of langan tíma að endurskipuleggja okkur á móti því. Á sama tíma fáum við nokkur ódýrt mörk á okkur í bakið. Það slitnar aðeins á milli manna og síðustu tíu í fyrri, það var ekki gott en annars var þetta spilað af krafti.“ Nú tekur úrslitakeppnin við og fer allur fókus í það einvígi. „Við þurfum að sjá hverjum við mætum í átta liða úrslitum og það fer allur fókus í það einvígi. Við þurfum að vera með góð tök á okkar leik, númer eitt, tvö og þrjú, þá eigum við góðan séns. En við gerum okkur grein fyrir því að við erum að fara mæta einhverju hörku liði.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Haukar FH Olís-deild karla Tengdar fréttir „Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil“ Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn er liðið tók á móti nágrönnum sínum í FH í Olís-deild karla í handbolta í dag. Eftir erfiða byrjun náðu Haukar forystunni undir lok fyrri hálfleiks og héldu henni út seinni hálfleikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 20:19
Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. FH-ingar mættu öflugir til leiks í kvöld og tóku forystuna strax á fyrstu mínútum leiksins. Þegar tæplega stundarfjórðungur var liðin af leiknum var FH tveimur mörkum yfir 8-6. Þegar að um fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleik voru Haukar búnir að snúa blaðinu við og komnir í forystu og leiddu með þremur mörkum þegar liðin gengu til klefa, 18-15. Atli Már, leikmaður Hauka, sækir á FH vörninaVísir: Rakel Rún Haukar héldu áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik og leiddu með fimm mörkum þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum, 26-21. Þá tekur Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, leikhlé og stappar stálinu í sína menn. Áfram leiddu Haukar en þegar um þrjár mínútur voru eftir gerðu FH-ingar áhlaup og var allt í járnum á loka mínútunum. Haukarnir voru nálægt því að kasta þessu frá sér en seigla á síðustu mínútunni tryggði Haukum eins marks sigur, 32-31. Afhverju unnu Haukar? Þeir náðu forystunni undir lok fyrri hálfleiks og héldu henni út. Það var seigla í þeim og voru þeir að spila agaðan sóknarleik nánast allan leikinn. Þeir voru væntanlega búnir að fara vel yfir sín mál eftir tapið á móti Val og ákveðið að klára þennan leik með stolti. Svo er vont að tapa leikjum á heimavelli og hvað þá Hafnarfjarðarslagnum. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Haukum voru Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Stefán Rafn Sigurmannsson atkvæðamestir með 6 mörk hvor. Sóknarleikur Hauka í heildsinni gekk vel og margir með gott einstaklings framlag þar. Hjá FH var Ásbjörn Friðriksson atkvæðamestur með 6 mörk og Ágúst Birgisson með 5 mörk. Phil Döhler stóð vaktina vel í markinu og var með 14 bolta varða. Ágúst Birgisson, leikmaður FH, var öflugur á línunni í kvöld.Vísir: Rakel Rún Hvað gekk illa? FH-ingar börðust allan tímann en voru að kasta boltanum frá sér þegar mest á reyndi sem var ansi dýrkeypt. Svo komu inn á milli sóknir sem hefði verið hægt að útfæra betur. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá er úrslitakeppnin. Það mæta Haukar KA og FH-ingar mæta Selfyssingum. Sigursteinn Arndal: „Síðustu tíu í fyrri voru óagaðar“ Sigursteinn Arndal var svekktur eftir tapið í kvöld Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir naumt tap á móti Haukum í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Mér líður ekki vel með að tapa af því að það er ömurleg tilfinning en ég er alveg sáttur með margt í leik okkar. Ég er ánægður með hvernig við héldum áfram og komum okkur aftur inn í leikinn eftir að hafa grafið okkur smá holu. Síðustu tíu í fyrri voru óagaðar og ekki góðar að okkar hálfu. Það var trú og kraftur og við unnum okkur inn í þetta og áttum möguleika að taka allavega stigið en það því miður ekki í dag.“ FH-ingar voru með forystu fyrstu tuttugu mínútur leiksins en misstu það frá sér og eltu alveg til leiksloka. „Sóknarlega erum við að leysa það illa þegar að þeir eru að breyta á milli varna og tók okkur í dag of langan tíma að endurskipuleggja okkur á móti því. Á sama tíma fáum við nokkur ódýrt mörk á okkur í bakið. Það slitnar aðeins á milli manna og síðustu tíu í fyrri, það var ekki gott en annars var þetta spilað af krafti.“ Nú tekur úrslitakeppnin við og fer allur fókus í það einvígi. „Við þurfum að sjá hverjum við mætum í átta liða úrslitum og það fer allur fókus í það einvígi. Við þurfum að vera með góð tök á okkar leik, númer eitt, tvö og þrjú, þá eigum við góðan séns. En við gerum okkur grein fyrir því að við erum að fara mæta einhverju hörku liði.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Haukar FH Olís-deild karla Tengdar fréttir „Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil“ Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn er liðið tók á móti nágrönnum sínum í FH í Olís-deild karla í handbolta í dag. Eftir erfiða byrjun náðu Haukar forystunni undir lok fyrri hálfleiks og héldu henni út seinni hálfleikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 20:19
„Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil“ Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn er liðið tók á móti nágrönnum sínum í FH í Olís-deild karla í handbolta í dag. Eftir erfiða byrjun náðu Haukar forystunni undir lok fyrri hálfleiks og héldu henni út seinni hálfleikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 20:19
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti