Ákall til ráðamanna heilbrigðismála á Íslandi Anna Rudolfsdóttir skrifar 8. apríl 2022 08:01 Þessum orðum beini ég til þeirra sem hafa með ákvarðanatöku og framkvæmdavald heilbrigðismála á Íslandi að gera, hvort sem um er að ræða Heilbrigðisráðuneytið, Sjúkratrygginga Íslands, Tryggingarstofnunar, stjórnenda Landspítala Háskólasjúkrahúss, velferðasviðs sveitafélaga, eða annara sem hafa getu og vilja til að finna farsæla lausn. Nú er nóg komið, ég get ekki orða bundist lengur. Daglega birtast fréttir um annmarka heilbrigðisþjónustu og skort á úrræðum til að sinna þjónustu þeirra sem að þurfa að reiða sig á hana. Fjallað hefur verið um ungar konur sem þurfa að greiða úr eigin vasa fyrir aðgerðir sem laga sársaukafullt líf og bæta lífsgæði þeirra, sem gera þeim fært að stunda nám og vinnu. Fréttir af fötluðum einstaklingum sem að fá ekki þá þjónustu sem gerir þeim kleift að lifa sjálfstæðu lífi á heimilum sínum og stunda vinnu og áhugamál, þó svo að þeir þurfi um stundasakir að þiggja læknisþjónustu á spítala. Lenda síðan fastir í kerfinu og komast ekki aftur heim til sín því það er ekki veitt fjármagn til að fá viðeigandi stuðningsþjónustu. Fötluðum einstaklingum sem eru á besta aldri og í blóma lífsins, er komið fyrir á hjúkrunarheimili fyrir aldraða því að ekki eru til búsetuúrræði við hæfi fyrir þennan aldurshóp. Börn sem fá ekki greiningar og þjónustu, sem að skipta gífurlega miklu máli fyrir þroska þeirra og framtíð, í námi og félagsfærni, þar sem heilbrigðiskerfið annar ekki eftirspurn. Ekki er hægt að leita lausna einkarekinna aðila, nema að greitt sé úr eigin vasa, háar upphæðir. Ég þekki það af eigin raun. Risavanda Landspítalans sem er að ganga í gegnum erfiðasta tíma faraldursins til þessa og örmagna, ráðþrota starfsfólks sem gerir sitt besta til að hafa í við að sinna þeim sem þess þurfa. Og síðan eru það biðlistarnir, ó já, biðlistarnir eftir að komast í aðgerðir sem bæta lífsgæði fólks og gerir þeim kleift að taka þátt í lífinu og leggja sitt að mörkum til þjóðfélagsins. Mér finnst þetta til háborinnar skammar í nútíma velferðarsamfélagi. Aðalmarkmið þessara skrifa minna er að vekja athygli á stöðu fólks sem eru á biðlistum eftir skurðaðgerðum, og hvort það sé geta og vilji til að leysa þennan brýna vanda nú þegar. Það eru margir í mínum sporum sem bíða að því er virðist endalaust eftir læknismeð. Ég tipla hér á nokkrum atriðum um hvaða áhrif þörf á aðgerð hefur á líf mitt. Ég er 51 árs kona, sem hef þurft á liðskiptiaðgerð að halda á bæði hné frá árinu 2015, en þar sem ég hef verið talin of ung fyrir slíkar aðgerðir, hafa læknar ráðlagt mér að bíða, eins lengi og ég mögulega get, með að fara í full liðskipti. Ég er gift og á 3 stráka sem hafa margvísleg áhugamál sem ég hef lítið getað tekið þátt í vegna alvarlegs skorts á hreyfigetu. Þær stundir sem ég á með sonum mínum og eiginmanni eiga sér stað nánast eingöngu innandyra og þá langoftast á heimilinu. Þó koma upp einstaka viðburðir þar sem ég get tekið þátt í með þeim og þá er það eingöngu sitjandi viðburðir. Við höfum fjarlægst vini okkar að stórum hluta þar sem ég get ekki tekið þátt í félagslífi með góðu móti og það er mjög heftandi fyrir aðstandendur og vini að ég geti ekki fylgt þeim eftir, þó svo að ég er almennt heilsuhraust og gæti hreyft mig fengi ég meina minna bót. Síðustu sjö ár hef ég búið við mikla félagslega einangrun sem hefur virkilega slæm og alvarleg áhrif á geðheilsu mína og nú er svo komið að ekki verður lengur unað við þá skertu lífsgæði sem ég bý við. Síðustu tvö ár hafa verið flestum erfið þar sem fólk hefur ekki getað starfað og leikið sér eins og það er vant. Fyrir mig var breytingin, sem varð í þjóðfélaginu við tilkomu takmarkana heimsfaraldursins, lítil sem engin, ég var einangruð löngu fyrir þann tíma. Þrá mín eftir að geta tekið þátt í lífinu með fjölskyldu og vinum er knýjandi. Ég hef setið þæg og góð bíðandi eftir að að mér kæmi, en nú get ég ekki beðið lengur. Ég fór loksins á biðlista eftir liðskiptiaðgerð í september 2021 og þá var mér tjáð að biðtími væri um 9 mánuðir í það minnsta. Í janúar á þessu ári fæ ég upplýsingar frá Heilbrigðisráðuneytinu um að staða biðlista væru á LSH þá orðnir 11 mánuðir, 9 mánaða bið á Akranesi og 5 mánuðir á Akureyri. Það er þá til viðbótar þeim 4 mánuðum sem ég var búin að bíða. Í svörum frá Landspítala, nú í lok mars er staða biðlista þannig að enn er verið að taka inn sjúklinga sem fóru á biðlista árið 2020. Að þrotum komin bókaði ég aðgerð á Klíníkinni Ármúla, og fékk lagfært annað hnéð. Biðlisti þar var um 6 vikur og það þrátt fyrir að Klíníkinni hafi verið lokað í 3 vikur, og 206 aðgerðum verið frestað, til að létta undir neyðarástandi spítala allra landsmanna. Þar var ég inniliggjandi í 1 1/2 sólarhring þar sem hjúkrun var vel sinnt og ég fékk góða verkjameðferð. Það liggur í augum uppi að þegar neyðarástand ríkir á Landspítala og erfitt er að fullmanna vaktir hjúkrunarfólks, að dvöl mín á spítalanum væri ekki sambærileg á þessum tímapunkti. Ég veit að réttur minn er að fá aðgerð erlendis hafi ég verið lengur en 90 daga á biðlista. Fyrir manneskju sem á erfitt með að ferðast innanlands, eru ferðalög út fyrir landssteinana gríðarlegt álag, þó svo að ég væri keyrð um í hjólastól, til að gera ferðalagið léttara. Ókunnugt land, ókunnugt tungumál, og fylgdarmaður er nauðsynlegur fyrir sjúkling í þessari stöðu. Launatap fylgdarmanns þarf að greiða, og oft ekki sjálfsagt að frítími hans sé aðgengilegur. Þá þyrfti ég að gera ráðstafanir fyrir börnin mín hjá aðstandendum yfir þann tíma sem sjúkrahúsdvöl og ferðalög standa yfir. Erfið ferðalög auka líkur á lífsógnandi fylgikvillum stórra aðgerð s.s. blóðtappamyndun, sem er sérstaklega líkleg eftir flugferðir. Að sitja lengi eftir aðgerð á hné, er eitt það versta sem gert er eftir aðgerð. Það hafa langt í frá allir bakland til að geta farið í slíkar sjúkrahúsdvalir erlendis. Mér hrýs hugur við tilhugsunina um slíkt ferðalag, nógu erfitt var að komast frá Ármúlanum heim til mín. Ég get fengið lagfærð bæði hné mín hér heima á Klínikinni fyrir sama kostnað eða minni í stað annars hnésins erlendis. Alla endurhæfingu fengi ég hér heima líka. Bið eftir aðgerð á hinu hnénu getur haft slæmar afleiðingar fyrir árangur fyrri aðgerðar. Að borga úr eigin vasa stórar upphæðir, eins og 1,2 milljón króna sem kostar að skipta um hnélið, til að lina þjáningar og eiga möguleika á betri lífsgæðum, er algjörlega óásættanlegt í okkar nútíma þjóðfélagi. Slík fjármögnun er stór biti fyrir alla, sérstaklega öryrkja og annarra lífeyrisþega, eins þeirra sem hafa skert fjármagn sökum heilsutaps. Ég get ekki með nokkru móti fengið rökrétta niðurstöðu á því, að aðgerð sem er framkvæmd erlendis og kostar a.m.k. tvöfalda upphæð aðgerðar á einkarekinni sjúkrastofnun eins og Klínikinni, þar sem eru læknar og hjúkrunarfólk á heimsmælikvarða og fullkomin aðstaða til aðgerða, sé hagstæðari kostur , hvorki fyrir sjúkling né þjóðfélagið. Mér finnst það skjóta skökku við að hægt sé að leita á náðir einkarekinna heilsustofnanna til að létta undir neyð spítalans, en ekki hægt að gera samninga við sömu aðila um að stytta biðlista, til að létta undir neyð sjúklinga. Réttindi min sem þjóðfélagsþegn í velmegunarlandi eru fótum troðin og það finnst mér algjörlega óásættanlegt. Heilbrigðisráðherra hefur greint frá því að vinna sé hafin við að leysa þennan brýna vanda en það getur tekið vikur eða mánuði. Fólk eins og ég, allir þeir fjölmörgu sem þarfnast aðgerða núna, getum hreinlega ekki beðið svo lengi. Ég kalla eftir tafarlausum Iausnum nú þegar. Er möguleiki á að samið verði um afturvirka greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands meðan þetta samningaferli stendur yfir? Heilbrigðisstéttir eins og sérfræðilæknar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar og aðrir hafa verið án samninga við Sjúkratryggingar Íslands, með fjárhagslegu tapi og skorti á þjónustuúrræðum fyrir landsmenn. Það er hreinlega ekki boðlegt né réttlætanlegt að þessum málum hafi ekki verið kippt í liðinn fyrir löngu, að fjármunum ríkisins sé sóað með því að greiða a.m.k. tvöfalt verð fyrir aðgerðir og að fjármagn fari út úr hagkerfi landsins. Það þarf að koma samningum á við einkareknar heilsustofnanir núna strax, á meðan ríkisrekin sjúkrahús eins og Landspítali geta ekki sinnti sinnt sínu hlutverki að sinna brýnum heilsufarsaðgerðum þjóðarinnar. Á hverju hefur strandað í samningum? Sé vilji til staðar, er hægt að leysa þennan alvarlega og íþyngjandi heilbrigðisvanda, með viðunandi lausn fyrir alla. Ég bind miklar vonir við hæstvirtan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, að keyra þetta mál sem fyrst í gegn og að Alþingi láti sig málið varða og þrýsti á um að lausn fáist. Höfundur er á biðlista eftir skurðaðgerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Þessum orðum beini ég til þeirra sem hafa með ákvarðanatöku og framkvæmdavald heilbrigðismála á Íslandi að gera, hvort sem um er að ræða Heilbrigðisráðuneytið, Sjúkratrygginga Íslands, Tryggingarstofnunar, stjórnenda Landspítala Háskólasjúkrahúss, velferðasviðs sveitafélaga, eða annara sem hafa getu og vilja til að finna farsæla lausn. Nú er nóg komið, ég get ekki orða bundist lengur. Daglega birtast fréttir um annmarka heilbrigðisþjónustu og skort á úrræðum til að sinna þjónustu þeirra sem að þurfa að reiða sig á hana. Fjallað hefur verið um ungar konur sem þurfa að greiða úr eigin vasa fyrir aðgerðir sem laga sársaukafullt líf og bæta lífsgæði þeirra, sem gera þeim fært að stunda nám og vinnu. Fréttir af fötluðum einstaklingum sem að fá ekki þá þjónustu sem gerir þeim kleift að lifa sjálfstæðu lífi á heimilum sínum og stunda vinnu og áhugamál, þó svo að þeir þurfi um stundasakir að þiggja læknisþjónustu á spítala. Lenda síðan fastir í kerfinu og komast ekki aftur heim til sín því það er ekki veitt fjármagn til að fá viðeigandi stuðningsþjónustu. Fötluðum einstaklingum sem eru á besta aldri og í blóma lífsins, er komið fyrir á hjúkrunarheimili fyrir aldraða því að ekki eru til búsetuúrræði við hæfi fyrir þennan aldurshóp. Börn sem fá ekki greiningar og þjónustu, sem að skipta gífurlega miklu máli fyrir þroska þeirra og framtíð, í námi og félagsfærni, þar sem heilbrigðiskerfið annar ekki eftirspurn. Ekki er hægt að leita lausna einkarekinna aðila, nema að greitt sé úr eigin vasa, háar upphæðir. Ég þekki það af eigin raun. Risavanda Landspítalans sem er að ganga í gegnum erfiðasta tíma faraldursins til þessa og örmagna, ráðþrota starfsfólks sem gerir sitt besta til að hafa í við að sinna þeim sem þess þurfa. Og síðan eru það biðlistarnir, ó já, biðlistarnir eftir að komast í aðgerðir sem bæta lífsgæði fólks og gerir þeim kleift að taka þátt í lífinu og leggja sitt að mörkum til þjóðfélagsins. Mér finnst þetta til háborinnar skammar í nútíma velferðarsamfélagi. Aðalmarkmið þessara skrifa minna er að vekja athygli á stöðu fólks sem eru á biðlistum eftir skurðaðgerðum, og hvort það sé geta og vilji til að leysa þennan brýna vanda nú þegar. Það eru margir í mínum sporum sem bíða að því er virðist endalaust eftir læknismeð. Ég tipla hér á nokkrum atriðum um hvaða áhrif þörf á aðgerð hefur á líf mitt. Ég er 51 árs kona, sem hef þurft á liðskiptiaðgerð að halda á bæði hné frá árinu 2015, en þar sem ég hef verið talin of ung fyrir slíkar aðgerðir, hafa læknar ráðlagt mér að bíða, eins lengi og ég mögulega get, með að fara í full liðskipti. Ég er gift og á 3 stráka sem hafa margvísleg áhugamál sem ég hef lítið getað tekið þátt í vegna alvarlegs skorts á hreyfigetu. Þær stundir sem ég á með sonum mínum og eiginmanni eiga sér stað nánast eingöngu innandyra og þá langoftast á heimilinu. Þó koma upp einstaka viðburðir þar sem ég get tekið þátt í með þeim og þá er það eingöngu sitjandi viðburðir. Við höfum fjarlægst vini okkar að stórum hluta þar sem ég get ekki tekið þátt í félagslífi með góðu móti og það er mjög heftandi fyrir aðstandendur og vini að ég geti ekki fylgt þeim eftir, þó svo að ég er almennt heilsuhraust og gæti hreyft mig fengi ég meina minna bót. Síðustu sjö ár hef ég búið við mikla félagslega einangrun sem hefur virkilega slæm og alvarleg áhrif á geðheilsu mína og nú er svo komið að ekki verður lengur unað við þá skertu lífsgæði sem ég bý við. Síðustu tvö ár hafa verið flestum erfið þar sem fólk hefur ekki getað starfað og leikið sér eins og það er vant. Fyrir mig var breytingin, sem varð í þjóðfélaginu við tilkomu takmarkana heimsfaraldursins, lítil sem engin, ég var einangruð löngu fyrir þann tíma. Þrá mín eftir að geta tekið þátt í lífinu með fjölskyldu og vinum er knýjandi. Ég hef setið þæg og góð bíðandi eftir að að mér kæmi, en nú get ég ekki beðið lengur. Ég fór loksins á biðlista eftir liðskiptiaðgerð í september 2021 og þá var mér tjáð að biðtími væri um 9 mánuðir í það minnsta. Í janúar á þessu ári fæ ég upplýsingar frá Heilbrigðisráðuneytinu um að staða biðlista væru á LSH þá orðnir 11 mánuðir, 9 mánaða bið á Akranesi og 5 mánuðir á Akureyri. Það er þá til viðbótar þeim 4 mánuðum sem ég var búin að bíða. Í svörum frá Landspítala, nú í lok mars er staða biðlista þannig að enn er verið að taka inn sjúklinga sem fóru á biðlista árið 2020. Að þrotum komin bókaði ég aðgerð á Klíníkinni Ármúla, og fékk lagfært annað hnéð. Biðlisti þar var um 6 vikur og það þrátt fyrir að Klíníkinni hafi verið lokað í 3 vikur, og 206 aðgerðum verið frestað, til að létta undir neyðarástandi spítala allra landsmanna. Þar var ég inniliggjandi í 1 1/2 sólarhring þar sem hjúkrun var vel sinnt og ég fékk góða verkjameðferð. Það liggur í augum uppi að þegar neyðarástand ríkir á Landspítala og erfitt er að fullmanna vaktir hjúkrunarfólks, að dvöl mín á spítalanum væri ekki sambærileg á þessum tímapunkti. Ég veit að réttur minn er að fá aðgerð erlendis hafi ég verið lengur en 90 daga á biðlista. Fyrir manneskju sem á erfitt með að ferðast innanlands, eru ferðalög út fyrir landssteinana gríðarlegt álag, þó svo að ég væri keyrð um í hjólastól, til að gera ferðalagið léttara. Ókunnugt land, ókunnugt tungumál, og fylgdarmaður er nauðsynlegur fyrir sjúkling í þessari stöðu. Launatap fylgdarmanns þarf að greiða, og oft ekki sjálfsagt að frítími hans sé aðgengilegur. Þá þyrfti ég að gera ráðstafanir fyrir börnin mín hjá aðstandendum yfir þann tíma sem sjúkrahúsdvöl og ferðalög standa yfir. Erfið ferðalög auka líkur á lífsógnandi fylgikvillum stórra aðgerð s.s. blóðtappamyndun, sem er sérstaklega líkleg eftir flugferðir. Að sitja lengi eftir aðgerð á hné, er eitt það versta sem gert er eftir aðgerð. Það hafa langt í frá allir bakland til að geta farið í slíkar sjúkrahúsdvalir erlendis. Mér hrýs hugur við tilhugsunina um slíkt ferðalag, nógu erfitt var að komast frá Ármúlanum heim til mín. Ég get fengið lagfærð bæði hné mín hér heima á Klínikinni fyrir sama kostnað eða minni í stað annars hnésins erlendis. Alla endurhæfingu fengi ég hér heima líka. Bið eftir aðgerð á hinu hnénu getur haft slæmar afleiðingar fyrir árangur fyrri aðgerðar. Að borga úr eigin vasa stórar upphæðir, eins og 1,2 milljón króna sem kostar að skipta um hnélið, til að lina þjáningar og eiga möguleika á betri lífsgæðum, er algjörlega óásættanlegt í okkar nútíma þjóðfélagi. Slík fjármögnun er stór biti fyrir alla, sérstaklega öryrkja og annarra lífeyrisþega, eins þeirra sem hafa skert fjármagn sökum heilsutaps. Ég get ekki með nokkru móti fengið rökrétta niðurstöðu á því, að aðgerð sem er framkvæmd erlendis og kostar a.m.k. tvöfalda upphæð aðgerðar á einkarekinni sjúkrastofnun eins og Klínikinni, þar sem eru læknar og hjúkrunarfólk á heimsmælikvarða og fullkomin aðstaða til aðgerða, sé hagstæðari kostur , hvorki fyrir sjúkling né þjóðfélagið. Mér finnst það skjóta skökku við að hægt sé að leita á náðir einkarekinna heilsustofnanna til að létta undir neyð spítalans, en ekki hægt að gera samninga við sömu aðila um að stytta biðlista, til að létta undir neyð sjúklinga. Réttindi min sem þjóðfélagsþegn í velmegunarlandi eru fótum troðin og það finnst mér algjörlega óásættanlegt. Heilbrigðisráðherra hefur greint frá því að vinna sé hafin við að leysa þennan brýna vanda en það getur tekið vikur eða mánuði. Fólk eins og ég, allir þeir fjölmörgu sem þarfnast aðgerða núna, getum hreinlega ekki beðið svo lengi. Ég kalla eftir tafarlausum Iausnum nú þegar. Er möguleiki á að samið verði um afturvirka greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands meðan þetta samningaferli stendur yfir? Heilbrigðisstéttir eins og sérfræðilæknar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar og aðrir hafa verið án samninga við Sjúkratryggingar Íslands, með fjárhagslegu tapi og skorti á þjónustuúrræðum fyrir landsmenn. Það er hreinlega ekki boðlegt né réttlætanlegt að þessum málum hafi ekki verið kippt í liðinn fyrir löngu, að fjármunum ríkisins sé sóað með því að greiða a.m.k. tvöfalt verð fyrir aðgerðir og að fjármagn fari út úr hagkerfi landsins. Það þarf að koma samningum á við einkareknar heilsustofnanir núna strax, á meðan ríkisrekin sjúkrahús eins og Landspítali geta ekki sinnti sinnt sínu hlutverki að sinna brýnum heilsufarsaðgerðum þjóðarinnar. Á hverju hefur strandað í samningum? Sé vilji til staðar, er hægt að leysa þennan alvarlega og íþyngjandi heilbrigðisvanda, með viðunandi lausn fyrir alla. Ég bind miklar vonir við hæstvirtan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, að keyra þetta mál sem fyrst í gegn og að Alþingi láti sig málið varða og þrýsti á um að lausn fáist. Höfundur er á biðlista eftir skurðaðgerð.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun