Vaktin: Evrópusambandið bætir í refsiaðgerðir Hólmfríður Gísladóttir, Atli Ísleifsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 8. apríl 2022 06:49 Þetta kort frá breska varnarmálaráðuneytinu sýnir stöðuna eins og hún var í gær. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa nú gera árásir á Odesa frá Svartahafi. Innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Breska varnarmálaráðuneytið segir að svo virðist sem Rússar hafi nú alfarið yfirgefið norðurhluta landsins. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Breska varnarmálaráðuneytið segir sumar þeirra sveita sem drógu sig til baka frá norðurhluta Úkraínu og til Rússlands og Hvíta-Rússlands verða sendar til Donbas. Það muni hins vegar taka að minnsta kosti viku að endurskipuleggja þær og manna. Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð í Kramatorsk í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir ráðamenn, þeirra á meðal Vólódímir Selenskí forseti, hafa sagt að ástandið í Borodyanka sé jafnvel verra en það var í Bucha. Myndir sem hafa borist frá bænum sýna gríðarlega eyðileggingu og unnið er að því að grafa eftir líkum í húsarústum. Ástralir hafa sent fyrstu þrjár af tuttugu brynvörðum Bushmaster-bifreiðum til Úkraínu. Rússar hafa tilkynnt um refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, meðal annars ráðamönnum. Valdemaras Sarapinas, sendiherra Litháen í Úkraínu, hefur snúið aftur í sendiráðið í Kænugarði eftir að hafa yfirgefið höfuðborgina þegar hún sætti árásum Rússa. Fáir sendifulltrúar hafa snúið aftur en þeir frá Póllandi og Páfagarði voru meðal fárra sem fóru aldrei. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Josep Borrell, æðsti sendifulltrúi sambandsins, eru á leið til Kænugarðs. Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í dag. Þeir eru sagðir munu ræða hvernig þeir geta unnið að því að gera Evrópuríkin óháð gasi frá Rússlandi. Evrópusambandið tilkynnti í kvöld auknar refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi, sem fela meðal annars í sér bann við innflutningi kola frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu og sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Breska varnarmálaráðuneytið segir sumar þeirra sveita sem drógu sig til baka frá norðurhluta Úkraínu og til Rússlands og Hvíta-Rússlands verða sendar til Donbas. Það muni hins vegar taka að minnsta kosti viku að endurskipuleggja þær og manna. Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð í Kramatorsk í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir ráðamenn, þeirra á meðal Vólódímir Selenskí forseti, hafa sagt að ástandið í Borodyanka sé jafnvel verra en það var í Bucha. Myndir sem hafa borist frá bænum sýna gríðarlega eyðileggingu og unnið er að því að grafa eftir líkum í húsarústum. Ástralir hafa sent fyrstu þrjár af tuttugu brynvörðum Bushmaster-bifreiðum til Úkraínu. Rússar hafa tilkynnt um refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi, meðal annars ráðamönnum. Valdemaras Sarapinas, sendiherra Litháen í Úkraínu, hefur snúið aftur í sendiráðið í Kænugarði eftir að hafa yfirgefið höfuðborgina þegar hún sætti árásum Rússa. Fáir sendifulltrúar hafa snúið aftur en þeir frá Póllandi og Páfagarði voru meðal fárra sem fóru aldrei. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Josep Borrell, æðsti sendifulltrúi sambandsins, eru á leið til Kænugarðs. Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, mun funda með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í dag. Þeir eru sagðir munu ræða hvernig þeir geta unnið að því að gera Evrópuríkin óháð gasi frá Rússlandi. Evrópusambandið tilkynnti í kvöld auknar refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi, sem fela meðal annars í sér bann við innflutningi kola frá Rússlandi. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu og sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira