Í dagbók lögreglu segir að tilkynningin hafi komið skömmu eftir miðnætti og maðurinn verið handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem rætt var við hann og hann síðan látinn laus.
Fyrr um kvöldið, um klukkan 20, hafði lögregla verið kölluð út vegna umferðaróhapps í vesturbæ Reykjavíkur. Þar hafði bíl verið ekið á umferðarstólpa en ekki urðu slys á fólki. Ökumaðurinn var þó handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Hann var að lokinni sýnatöku vistaður í fangageymslu lögreglu.
Einnig var tilkynnt um umferðaróhapp í Mosfellsbæ þar sem bíl hafði verið ekið út af vegi, en þar urðu ekki slys á fólki. Þar er ökumaðurinn sömuleiðis handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. „Ökumaðurinn var að lokinni sýnatöku vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“
Þá var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 110 í Reykjavík skömmu eftir klukkan 20 í gærkvöldi. Þar missti ökumaður bifhjóls stjórn á hjólinu og datt. Hann slasaðist á handlegg við fallið og var talið að hann væri mögulega beinbrotinn. Hann var fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítala.