Þungt hljóð í flokksmönnum VG vegna Íslandsbanka en gerir ekki athugasemdir við fjármálaráðherra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2022 19:30 Bjarni Jónsson er þingmaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Þingmaður stjórnarmeirihlutans vill stjórn og forstjóra Bankasýslu ríkisins frá vegna Íslandsbankamálsins. Hann segir hljóðið þungt í flokksmönnum Vinstri grænna vegna málsins en gerir engar athugasemdir við aðkomu fjármálaráðherra. Mikill styr hefur staðið um nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir bankasýsluna harðlega og segir að í ljósi þess hvernig haldið var utan um söluna þurfi stjórn og forstjóri Bankasýslunnar að víkja. Þú minnist á bankasýsluna og stjórn þar en hvað með fjármálaráðherra? Þarf hann að víkja? „Þetta snýr núna að framkvæmd bankasýslnnar og það verkefni sem þeir fengu. Hvernig því var útvistað og fylgt eftir. Miðað við þær upplýsingar sem þeir gáfu,“ sagði Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Aðspurður um ábyrgð fjármálaráðherra segir Bjarni að ráðherra beri ábyrgð á þeim stofnunum sem undir hann heyra en í þessu tilviki hafi bankasýslan fengið verkefnið til sín. Því hljóti það að vera fyrsta skref að skoða framgang bankasýslunnar. „Það liggur alveg ljóst að það verða ekki seldir fleiri hlutir í Íslandsbanka fyrr en þetta er orðið upplýst og öll kurl komin til grafar því við viljum standa vel að hlutum eins og þessum.“ Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að kunningi sinn hafi grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar. Páll lýsir því þannig á Facebook að kunninginn hafi fengið símtal frá einum af söluaðilum bréfanna og verið spurður hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka, hann gæti líklega grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum. Í frásögn Páls kemur fram að kunninginn hafi slegið til og selt bréfin morguninn eftir kaupin. Þung hljóð í flokksmönnum VG Bjarni segir að hljóðið sé þungt í samflokksmönnum sínum og að margir séu ósáttir við stöðuna. „Þetta eru ekki þær væntingar sem við höfðum varðandi söluna, það er alveg ljóst.“ Helduru að þú værir gagnrýnni á fjármálaráðherra ef hann væri ekki í ríkisstjórnarsamstarfi með þínum flokki? „Ég vil fyrst og fremst nálgast þetta faglega en ekki á pólítíkinni, heldur bara faglega. Út frá þeim væntingum sem við höfum sem þjóð og þverpólitískt og ég held að allir hafi viljað sjá þetta fyrir sér með ákveðnum hætti og það virðist ekki hafa verið farið þann veg og það þurfum við að leiðrétta ef við getum.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Mikill styr hefur staðið um nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir bankasýsluna harðlega og segir að í ljósi þess hvernig haldið var utan um söluna þurfi stjórn og forstjóri Bankasýslunnar að víkja. Þú minnist á bankasýsluna og stjórn þar en hvað með fjármálaráðherra? Þarf hann að víkja? „Þetta snýr núna að framkvæmd bankasýslnnar og það verkefni sem þeir fengu. Hvernig því var útvistað og fylgt eftir. Miðað við þær upplýsingar sem þeir gáfu,“ sagði Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Aðspurður um ábyrgð fjármálaráðherra segir Bjarni að ráðherra beri ábyrgð á þeim stofnunum sem undir hann heyra en í þessu tilviki hafi bankasýslan fengið verkefnið til sín. Því hljóti það að vera fyrsta skref að skoða framgang bankasýslunnar. „Það liggur alveg ljóst að það verða ekki seldir fleiri hlutir í Íslandsbanka fyrr en þetta er orðið upplýst og öll kurl komin til grafar því við viljum standa vel að hlutum eins og þessum.“ Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að kunningi sinn hafi grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar. Páll lýsir því þannig á Facebook að kunninginn hafi fengið símtal frá einum af söluaðilum bréfanna og verið spurður hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka, hann gæti líklega grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum. Í frásögn Páls kemur fram að kunninginn hafi slegið til og selt bréfin morguninn eftir kaupin. Þung hljóð í flokksmönnum VG Bjarni segir að hljóðið sé þungt í samflokksmönnum sínum og að margir séu ósáttir við stöðuna. „Þetta eru ekki þær væntingar sem við höfðum varðandi söluna, það er alveg ljóst.“ Helduru að þú værir gagnrýnni á fjármálaráðherra ef hann væri ekki í ríkisstjórnarsamstarfi með þínum flokki? „Ég vil fyrst og fremst nálgast þetta faglega en ekki á pólítíkinni, heldur bara faglega. Út frá þeim væntingum sem við höfum sem þjóð og þverpólitískt og ég held að allir hafi viljað sjá þetta fyrir sér með ákveðnum hætti og það virðist ekki hafa verið farið þann veg og það þurfum við að leiðrétta ef við getum.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15
Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37
Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent