„Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2022 20:36 Einar Jónsson, þjálfari Fram Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var alsæll eftir sigur á Aftureldingu fyrr í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í úrslitakeppninni. Mikið jafnræði var með liðunum en þó var Fram með yfirhöndina stóran hluta leiksins. Lokatölur í Varmá 26-23. „Þetta er mikill léttir en líka gríðarleg gleði. Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur og sýnir mikinn karakter af okkar hálfu að hafa klárað þetta. Þetta er fyrst og fremst bara gleði og ánægja með sigurinn“. Hafði Einar Jónsson að segja strax að leik loknum. „Við erum yfir eiginlega allan leikinn. Mest var það held ég með fjórum mörkum. Mér fannst við hafa yfirtökin allan tímann. Við vorum góðir. Vörnin var þétt og Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) var frábær í markinu. Við vorum í smá basli í seinni hálfleik með að skoða en einhvern veginn tókst okkur alltaf að koma tuðrunni í netið. Þetta var svolítið skrítinn leikur, bæði var mikið rekið útaf og greinilegt að það var mikið undir í dag. Við héldum aðeins meiri ró undir lokin.“ „Við náðum að rúlla rosalega vel á mannskapnum, svona aðeins betur heldur en Afturelding að einhverju leyti. Það voru einhverjir þrettán leikmenn hjá okkur að leggja eitthvað í púkkið. Það er alltaf erfitt að segja en kannski græddum við eitthvað aðeins á því undir lokin. En svo er þetta bara heppni og hún hefur kannski ekki alltaf verið með okkur í vetur. En hún var með okkur að einhverju leyti í dag.“ „Þetta eru flottir strákar. Við erum með tvo stráka úr þriðja flokki sem eru að spila stórt hlutverk hérna. Menn eru ekki einu sinni komnir með bílpróf. Þetta er okkar heimspeki. Ef þeir eru nógu góðir þá skiptir það engu máli hvað þeir eru gamlir. Ég er búinn að vera að byggja þá jafnt og þétt upp í vetur. Þeir eru kannski í aðeins stærri hlutverkum heldur en maður bjóst við. Við erum búnir að vera í miklum meiðslum en þeir hafa bara leyst þetta frábærlega og eiga heiður skilið. Ásamt svosem fleiri, bæði reyndum og líka ungum leikmönnum sem eru að leysa sín hlutverk mjög vel.“ „Ég myndi segja að Bergsveinn Ólafsson væri lykillinn að sigrinum í dag. Neinei við erum bara búnir að vera að vinna mjög markvissa vinnu í allan vetur. Við erum alltaf að verða þéttari og þéttari. Andlega hliðin hjá okkur er að verða sterkari og sterkari. Þetta eru bara margir þættir. Við vorum með svona tiltölulega nýtt lið að einhverju leyti og við erum búnir að vera að slípa okkur saman. Þetta er að koma vel upp núna og á réttum tíma. Það er búið að vera mikil og góð vinna síðustu daga og vikur og það er að skila sér.“ Sagði Einar að lokum áður en hann fór að fagna með sínu liði. Olís-deild karla Fram Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
„Þetta er mikill léttir en líka gríðarleg gleði. Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur og sýnir mikinn karakter af okkar hálfu að hafa klárað þetta. Þetta er fyrst og fremst bara gleði og ánægja með sigurinn“. Hafði Einar Jónsson að segja strax að leik loknum. „Við erum yfir eiginlega allan leikinn. Mest var það held ég með fjórum mörkum. Mér fannst við hafa yfirtökin allan tímann. Við vorum góðir. Vörnin var þétt og Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) var frábær í markinu. Við vorum í smá basli í seinni hálfleik með að skoða en einhvern veginn tókst okkur alltaf að koma tuðrunni í netið. Þetta var svolítið skrítinn leikur, bæði var mikið rekið útaf og greinilegt að það var mikið undir í dag. Við héldum aðeins meiri ró undir lokin.“ „Við náðum að rúlla rosalega vel á mannskapnum, svona aðeins betur heldur en Afturelding að einhverju leyti. Það voru einhverjir þrettán leikmenn hjá okkur að leggja eitthvað í púkkið. Það er alltaf erfitt að segja en kannski græddum við eitthvað aðeins á því undir lokin. En svo er þetta bara heppni og hún hefur kannski ekki alltaf verið með okkur í vetur. En hún var með okkur að einhverju leyti í dag.“ „Þetta eru flottir strákar. Við erum með tvo stráka úr þriðja flokki sem eru að spila stórt hlutverk hérna. Menn eru ekki einu sinni komnir með bílpróf. Þetta er okkar heimspeki. Ef þeir eru nógu góðir þá skiptir það engu máli hvað þeir eru gamlir. Ég er búinn að vera að byggja þá jafnt og þétt upp í vetur. Þeir eru kannski í aðeins stærri hlutverkum heldur en maður bjóst við. Við erum búnir að vera í miklum meiðslum en þeir hafa bara leyst þetta frábærlega og eiga heiður skilið. Ásamt svosem fleiri, bæði reyndum og líka ungum leikmönnum sem eru að leysa sín hlutverk mjög vel.“ „Ég myndi segja að Bergsveinn Ólafsson væri lykillinn að sigrinum í dag. Neinei við erum bara búnir að vera að vinna mjög markvissa vinnu í allan vetur. Við erum alltaf að verða þéttari og þéttari. Andlega hliðin hjá okkur er að verða sterkari og sterkari. Þetta eru bara margir þættir. Við vorum með svona tiltölulega nýtt lið að einhverju leyti og við erum búnir að vera að slípa okkur saman. Þetta er að koma vel upp núna og á réttum tíma. Það er búið að vera mikil og góð vinna síðustu daga og vikur og það er að skila sér.“ Sagði Einar að lokum áður en hann fór að fagna með sínu liði.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira