„Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2022 20:36 Einar Jónsson, þjálfari Fram Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var alsæll eftir sigur á Aftureldingu fyrr í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í úrslitakeppninni. Mikið jafnræði var með liðunum en þó var Fram með yfirhöndina stóran hluta leiksins. Lokatölur í Varmá 26-23. „Þetta er mikill léttir en líka gríðarleg gleði. Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur og sýnir mikinn karakter af okkar hálfu að hafa klárað þetta. Þetta er fyrst og fremst bara gleði og ánægja með sigurinn“. Hafði Einar Jónsson að segja strax að leik loknum. „Við erum yfir eiginlega allan leikinn. Mest var það held ég með fjórum mörkum. Mér fannst við hafa yfirtökin allan tímann. Við vorum góðir. Vörnin var þétt og Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) var frábær í markinu. Við vorum í smá basli í seinni hálfleik með að skoða en einhvern veginn tókst okkur alltaf að koma tuðrunni í netið. Þetta var svolítið skrítinn leikur, bæði var mikið rekið útaf og greinilegt að það var mikið undir í dag. Við héldum aðeins meiri ró undir lokin.“ „Við náðum að rúlla rosalega vel á mannskapnum, svona aðeins betur heldur en Afturelding að einhverju leyti. Það voru einhverjir þrettán leikmenn hjá okkur að leggja eitthvað í púkkið. Það er alltaf erfitt að segja en kannski græddum við eitthvað aðeins á því undir lokin. En svo er þetta bara heppni og hún hefur kannski ekki alltaf verið með okkur í vetur. En hún var með okkur að einhverju leyti í dag.“ „Þetta eru flottir strákar. Við erum með tvo stráka úr þriðja flokki sem eru að spila stórt hlutverk hérna. Menn eru ekki einu sinni komnir með bílpróf. Þetta er okkar heimspeki. Ef þeir eru nógu góðir þá skiptir það engu máli hvað þeir eru gamlir. Ég er búinn að vera að byggja þá jafnt og þétt upp í vetur. Þeir eru kannski í aðeins stærri hlutverkum heldur en maður bjóst við. Við erum búnir að vera í miklum meiðslum en þeir hafa bara leyst þetta frábærlega og eiga heiður skilið. Ásamt svosem fleiri, bæði reyndum og líka ungum leikmönnum sem eru að leysa sín hlutverk mjög vel.“ „Ég myndi segja að Bergsveinn Ólafsson væri lykillinn að sigrinum í dag. Neinei við erum bara búnir að vera að vinna mjög markvissa vinnu í allan vetur. Við erum alltaf að verða þéttari og þéttari. Andlega hliðin hjá okkur er að verða sterkari og sterkari. Þetta eru bara margir þættir. Við vorum með svona tiltölulega nýtt lið að einhverju leyti og við erum búnir að vera að slípa okkur saman. Þetta er að koma vel upp núna og á réttum tíma. Það er búið að vera mikil og góð vinna síðustu daga og vikur og það er að skila sér.“ Sagði Einar að lokum áður en hann fór að fagna með sínu liði. Olís-deild karla Fram Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
„Þetta er mikill léttir en líka gríðarleg gleði. Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur og sýnir mikinn karakter af okkar hálfu að hafa klárað þetta. Þetta er fyrst og fremst bara gleði og ánægja með sigurinn“. Hafði Einar Jónsson að segja strax að leik loknum. „Við erum yfir eiginlega allan leikinn. Mest var það held ég með fjórum mörkum. Mér fannst við hafa yfirtökin allan tímann. Við vorum góðir. Vörnin var þétt og Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) var frábær í markinu. Við vorum í smá basli í seinni hálfleik með að skoða en einhvern veginn tókst okkur alltaf að koma tuðrunni í netið. Þetta var svolítið skrítinn leikur, bæði var mikið rekið útaf og greinilegt að það var mikið undir í dag. Við héldum aðeins meiri ró undir lokin.“ „Við náðum að rúlla rosalega vel á mannskapnum, svona aðeins betur heldur en Afturelding að einhverju leyti. Það voru einhverjir þrettán leikmenn hjá okkur að leggja eitthvað í púkkið. Það er alltaf erfitt að segja en kannski græddum við eitthvað aðeins á því undir lokin. En svo er þetta bara heppni og hún hefur kannski ekki alltaf verið með okkur í vetur. En hún var með okkur að einhverju leyti í dag.“ „Þetta eru flottir strákar. Við erum með tvo stráka úr þriðja flokki sem eru að spila stórt hlutverk hérna. Menn eru ekki einu sinni komnir með bílpróf. Þetta er okkar heimspeki. Ef þeir eru nógu góðir þá skiptir það engu máli hvað þeir eru gamlir. Ég er búinn að vera að byggja þá jafnt og þétt upp í vetur. Þeir eru kannski í aðeins stærri hlutverkum heldur en maður bjóst við. Við erum búnir að vera í miklum meiðslum en þeir hafa bara leyst þetta frábærlega og eiga heiður skilið. Ásamt svosem fleiri, bæði reyndum og líka ungum leikmönnum sem eru að leysa sín hlutverk mjög vel.“ „Ég myndi segja að Bergsveinn Ólafsson væri lykillinn að sigrinum í dag. Neinei við erum bara búnir að vera að vinna mjög markvissa vinnu í allan vetur. Við erum alltaf að verða þéttari og þéttari. Andlega hliðin hjá okkur er að verða sterkari og sterkari. Þetta eru bara margir þættir. Við vorum með svona tiltölulega nýtt lið að einhverju leyti og við erum búnir að vera að slípa okkur saman. Þetta er að koma vel upp núna og á réttum tíma. Það er búið að vera mikil og góð vinna síðustu daga og vikur og það er að skila sér.“ Sagði Einar að lokum áður en hann fór að fagna með sínu liði.
Olís-deild karla Fram Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira