Snúum landbúnaði til betri vegar í Fjarðabyggð Þuríður Lillý Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2022 15:01 Landbúnaður hefur lengi verið mér kær enda var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp á sauðfjárbúi þar sem ég var alin upp við það að vinna fyrir hlutunum og taka engu sem sjálfsögðu. Landbúnaði hefur því miður hnignað mikið á austfjörðum og ófáar jarðir farið í eyði síðustu áratugi. Það mikla landbúnaðarsvæði sem farið er í eyði gerir öðrum bændum í nágrenninu oft erfitt fyrir. Þar má t.d. sérstaklega nefna sauðfjárbændur því gangnasvæði þeirra stækkar ört meðan gangnamönnum fækkar. Þá er nýliðun í bændastétt því miður afskaplega döpur, ég tel þó ekki of seint að snúa þessari þróun til betri vegar. Það hefur nefnilega aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um íslenskan landbúnað og tryggja bændum bætt kjör og betra utanumhald. Það er ekkert sjálfgefið á þeim óvissutímum sem við lifum við í dag sem snertir jafnt bændur sem og neytendur. Þó ég tali hér í þessari grein fyrst og fremst til bænda tel ég mig samt um leið snerta taugar ansi margra íbúa. Mörgum þykir gaman að keyra um sveitir Fjarðabyggðar á fallegum sumardögum og finna ilminn af nýslegnu grasi, sjá kýr á beit og sauðfé í haga. Nýtum aukin sóknarfæri í landbúnaði Landbúnaður er þó ekki bara kýr og sauðfé og vonast ég til þess að sjá mikið fjölbreyttari landbúnað í Fjarðabyggð á næstu árum. Það eru mörg sóknarfæri í landbúnaði og það er okkar að nýta þau og auka fjölbreytnina. Í þeim efnum má m.a. nefna ræktun á ýmsum nytjaplöntum, bæði fyrir framleiðslu á dýrafóðri og beint til neytanda í ýmsum myndum. Þá eru mikil tækifæri í aukinni kornrækt, sem vonandi á eftir að aukast til muna. Íslendingar hafa oft talað um fæðuöryggi sem eitthvert tískuorð þar til nýverið þegar orðið fékk meiri og dýpri skilning. Með aukinni kornrækt getum við stígið stórt skref fram á við til að tryggja sjálfbærni í Íslenskri matvælaframleiðslu, og þannig aukið fæðuöryggi Íslendinga til mikilla muna.. Undanfarið hefur landbúnaði oft verið tekið sem sjálfsögðum hlut. Staðreyndin er þó sú að ekki er sjálfgefið að geta keypt mjólk, egg, grænmeti og lambalæri út í búð, ræktað og alið af innlendum bændum. Það liggur mikil vinna að baki alls þess sem framleitt er og oft á tíðum margra ára kynbætur og þróun. Afurðir framleiddar hér á landi eru einstakar á heimsmælikvarða, sýklalyfjaónæmi er til að mynda stórt vandamál víða um heim en þekkist ekki hér á landi sem er ótrúlega dýrmætt. Það er íslendingum því afar mikilvægt að treysta grundvöll íslensks landbúnaðar og þar getur Fjarðabyggð svo sannarlega lagt sín lóð á vogarskálarnar. Ég vil auka þjónustu við bændur í sveitarfélaginu Fjarðabyggð, ýta undir nýliðun í greininni og efla samstarf bænda við sveitarfélagið, fyrirtæki og íbúa á svæðinu. Það er minn draumur að með tímanum verði hægt að bjóða íbúum sveitarfélagsins að versla landbúnaðarvörur framleiddar í Fjarðabyggð. Það er trú mín að með því að hlúa vel að þessum málaflokk þá muni okkur takast að gera landbúnað að enn öflugri atvinnugrein í Fjarðabyggð, og búa þannig um hnútana að fýsilegra sé fyrir unga bændur að hasla sér völl í greininni. Ég tel nefnilega að íbúar Fjarðabyggðar vilji neyta afurða sem þeir geta treyst að séu framleiddar séu við frábærar aðstæður í sinni heimabyggð. Höfundur er menntuð í búvísindum, situr í stjórn sauðfjárbænda á suðurfjörðum, situr í varastjórn Bændasamtaka Íslands og skipar 2. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Landbúnaður hefur lengi verið mér kær enda var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp á sauðfjárbúi þar sem ég var alin upp við það að vinna fyrir hlutunum og taka engu sem sjálfsögðu. Landbúnaði hefur því miður hnignað mikið á austfjörðum og ófáar jarðir farið í eyði síðustu áratugi. Það mikla landbúnaðarsvæði sem farið er í eyði gerir öðrum bændum í nágrenninu oft erfitt fyrir. Þar má t.d. sérstaklega nefna sauðfjárbændur því gangnasvæði þeirra stækkar ört meðan gangnamönnum fækkar. Þá er nýliðun í bændastétt því miður afskaplega döpur, ég tel þó ekki of seint að snúa þessari þróun til betri vegar. Það hefur nefnilega aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um íslenskan landbúnað og tryggja bændum bætt kjör og betra utanumhald. Það er ekkert sjálfgefið á þeim óvissutímum sem við lifum við í dag sem snertir jafnt bændur sem og neytendur. Þó ég tali hér í þessari grein fyrst og fremst til bænda tel ég mig samt um leið snerta taugar ansi margra íbúa. Mörgum þykir gaman að keyra um sveitir Fjarðabyggðar á fallegum sumardögum og finna ilminn af nýslegnu grasi, sjá kýr á beit og sauðfé í haga. Nýtum aukin sóknarfæri í landbúnaði Landbúnaður er þó ekki bara kýr og sauðfé og vonast ég til þess að sjá mikið fjölbreyttari landbúnað í Fjarðabyggð á næstu árum. Það eru mörg sóknarfæri í landbúnaði og það er okkar að nýta þau og auka fjölbreytnina. Í þeim efnum má m.a. nefna ræktun á ýmsum nytjaplöntum, bæði fyrir framleiðslu á dýrafóðri og beint til neytanda í ýmsum myndum. Þá eru mikil tækifæri í aukinni kornrækt, sem vonandi á eftir að aukast til muna. Íslendingar hafa oft talað um fæðuöryggi sem eitthvert tískuorð þar til nýverið þegar orðið fékk meiri og dýpri skilning. Með aukinni kornrækt getum við stígið stórt skref fram á við til að tryggja sjálfbærni í Íslenskri matvælaframleiðslu, og þannig aukið fæðuöryggi Íslendinga til mikilla muna.. Undanfarið hefur landbúnaði oft verið tekið sem sjálfsögðum hlut. Staðreyndin er þó sú að ekki er sjálfgefið að geta keypt mjólk, egg, grænmeti og lambalæri út í búð, ræktað og alið af innlendum bændum. Það liggur mikil vinna að baki alls þess sem framleitt er og oft á tíðum margra ára kynbætur og þróun. Afurðir framleiddar hér á landi eru einstakar á heimsmælikvarða, sýklalyfjaónæmi er til að mynda stórt vandamál víða um heim en þekkist ekki hér á landi sem er ótrúlega dýrmætt. Það er íslendingum því afar mikilvægt að treysta grundvöll íslensks landbúnaðar og þar getur Fjarðabyggð svo sannarlega lagt sín lóð á vogarskálarnar. Ég vil auka þjónustu við bændur í sveitarfélaginu Fjarðabyggð, ýta undir nýliðun í greininni og efla samstarf bænda við sveitarfélagið, fyrirtæki og íbúa á svæðinu. Það er minn draumur að með tímanum verði hægt að bjóða íbúum sveitarfélagsins að versla landbúnaðarvörur framleiddar í Fjarðabyggð. Það er trú mín að með því að hlúa vel að þessum málaflokk þá muni okkur takast að gera landbúnað að enn öflugri atvinnugrein í Fjarðabyggð, og búa þannig um hnútana að fýsilegra sé fyrir unga bændur að hasla sér völl í greininni. Ég tel nefnilega að íbúar Fjarðabyggðar vilji neyta afurða sem þeir geta treyst að séu framleiddar séu við frábærar aðstæður í sinni heimabyggð. Höfundur er menntuð í búvísindum, situr í stjórn sauðfjárbænda á suðurfjörðum, situr í varastjórn Bændasamtaka Íslands og skipar 2. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð.
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun