Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2022 16:51 Svo virðist sem Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sigli utan landhelgi með yfirlýsingar sínar um að hún hafi komið andstöðu sinni við söluferlið á framfæri og að ekki beri að kenna bankasýslunni einni um: Stjórnmálamenn tóku ákvörðunina. Þá telji hún fráleitt að selja beri Landsbankann en Katrín Jakobsdóttir segir að það hafi hvort sem er aldrei staðið til. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Katrín segir að vitaskuld hafi verið umræður um fyrirkomulag á sölu hluta í Íslandsbanka þar sem ráðherrar lýstu skoðunum sínum. En: „Enginn ráðherra óskaði eftir að færa neitt til bókar. Hvorki þegar málið var rætt í ríkisstjórn né ráðherranefnd um efnahagsmál,“ segir í svari Katrínar. Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, sem birtust í Morgunblaðinu í dag, hafa vakið mikla athygli. En þau Katrín, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra sitja í ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Lilja hefur sagt að hún hafi komið andstöðu sinni við söluferlið skýrt á framfæri en þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eiga auk Katrínar sæti í ráðherranefnd um efnahagsmál. Katrín kannast ekkert við afstöðu Lilju. Óhætt er að segja að málið hafi hrist upp í stjórnarsamstarfinu.vísir/vilhelm „Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka. Vildi almennt útboð en ekki að bréfin yrðu seld til valins hóps fjárfesta. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ sagði Lilja í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði jafnframt að ekki sé hægt að skella skuldinni á Bankasýsluna, ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðunina, en þar er þá um að ræða Bjarna. Og þá tók Lilja fram að það kæmi ekki til greina í sínum huga að selja Landsbankann. Katrín segir það einfaldlega svo að það hafi aldrei staðið til að selja Landsbankann. „Það hefur legið fyrir frá því að ríkisstjórnin var mynduð í fyrra sinn. Ég tel eðlilegt að geyma allar frekari hugmyndir um sölu á hlutum í Íslandsbanka.“ Katrín segir hennar afstöðu hafa verið þá að ferlið yrði eins gagnsætt og skýrt og upplýsingargjöf væri góð. „Jafnframt lagði ég áherslu á að þingið fengi nægilegan tíma til að skoða málið enda taldi ég að það þyrfti hann til að kynna sér þessa aðferð. Ennfremur - að lokinni sölu - lagði ég mikla áherslu á birtingu lista kaupenda sem fjármálaráðherra birti um leið og hann barst ráðuneytinu.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11. apríl 2022 15:42 Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Katrín segir að vitaskuld hafi verið umræður um fyrirkomulag á sölu hluta í Íslandsbanka þar sem ráðherrar lýstu skoðunum sínum. En: „Enginn ráðherra óskaði eftir að færa neitt til bókar. Hvorki þegar málið var rætt í ríkisstjórn né ráðherranefnd um efnahagsmál,“ segir í svari Katrínar. Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, sem birtust í Morgunblaðinu í dag, hafa vakið mikla athygli. En þau Katrín, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra sitja í ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Lilja hefur sagt að hún hafi komið andstöðu sinni við söluferlið skýrt á framfæri en þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eiga auk Katrínar sæti í ráðherranefnd um efnahagsmál. Katrín kannast ekkert við afstöðu Lilju. Óhætt er að segja að málið hafi hrist upp í stjórnarsamstarfinu.vísir/vilhelm „Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka. Vildi almennt útboð en ekki að bréfin yrðu seld til valins hóps fjárfesta. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ sagði Lilja í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði jafnframt að ekki sé hægt að skella skuldinni á Bankasýsluna, ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðunina, en þar er þá um að ræða Bjarna. Og þá tók Lilja fram að það kæmi ekki til greina í sínum huga að selja Landsbankann. Katrín segir það einfaldlega svo að það hafi aldrei staðið til að selja Landsbankann. „Það hefur legið fyrir frá því að ríkisstjórnin var mynduð í fyrra sinn. Ég tel eðlilegt að geyma allar frekari hugmyndir um sölu á hlutum í Íslandsbanka.“ Katrín segir hennar afstöðu hafa verið þá að ferlið yrði eins gagnsætt og skýrt og upplýsingargjöf væri góð. „Jafnframt lagði ég áherslu á að þingið fengi nægilegan tíma til að skoða málið enda taldi ég að það þyrfti hann til að kynna sér þessa aðferð. Ennfremur - að lokinni sölu - lagði ég mikla áherslu á birtingu lista kaupenda sem fjármálaráðherra birti um leið og hann barst ráðuneytinu.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11. apríl 2022 15:42 Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32
Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11. apríl 2022 15:42
Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49