Umbætur og framfarir; ekkert plat Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 12. apríl 2022 17:01 Það styttist í sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí næstkomandi. Það verður því tvöföld spenna og gleði það laugardagskvöldið, en auk kosningakvölds fer úrslitakvöld Eurovision fram þar sem við vonum að lagið „Með hækkandi sól“ veiti okkur ómælda gleði, tilefni til að fagna og að gott sumar sé framundan. Höfum við gengið götuna til góðs fram eftir veg? Á þessum tímapunkti eru flokkarnir að setja sig í kosningagír og nú ganga ýmsir fram með digurbarkalegar yfirlýsingar um allt og ekki neitt. Þó einna helst hvað allt sé ómögulegt sem sitjandi meirihluti hefur áorkað á yfirstandi kjörtímabili. Það er nú svo gott sem alltof sumt og öll pólitíkin sem sumir hafa fram að færa. Jafnvel þeir sem skildu bæjarsjóð eftir í gríðarlegu tapi fyrir áratugum síðan en vilja nú koma til baka, taka við völdum og færa okkur aftur til fortíðar. Nú skal sá leikur endurtekinn. En hvað um það. Það er öllum hollt þegar kjörtímabilið er senn á enda að nema staðar, líta yfir farinn veg og meta hvað áunnist hefur á tímabilinu. Við höfum fjölgað hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu. Þann 4. október 2018 var tilkynnt um fjölgun hjúkrunarrýma úr 60 í 93, sem nú hefur raungerst í nýrri glæsilegri byggingu á Sólvangsreitnum. Við réðumst í umfangsmiklar endurbætur á húsnæði St. Jósefsspítala, nú Lífsgæðasetur St. Jó., sem hefur fengið endurnýjun lífdaga. Við festum heilsueflingu Janusar í sessi. Við úthlutuðum Bjargi íbúðafélagi lóð fyrir 148 leiguíbúðir í Hamranesi, erum farin af stað í samstarf við Brynju hússjóð og höfum þegar samþykkt stofnframlög til þeirra vegna kaupa á húsnæði. Við höfum leyst uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr klakaböndum. Kraftmikil uppbygging er hafin í Hafnarfirði. Við höfum lækkað álögur á atvinnulíf sem hefur skilað sér í mikilli ásókn í atvinnulóðir og flutningi stærri fyrirtækja til bæjarfélagsins. Við höfum lækkað kostnað fjölskyldufólks með stórauknum systkinaafslætti á leikskólagjöldum, innleiddum nýjan systkinaafslátt á skólamáltíðir grunnskólabarna og hækkuðum frístundastyrk. Við höfum byggt þrjá nýja búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Við byggðum Skessuna, knatthús FH, þrátt fyrir mikil mótmæli og kærur frá minnihluta bæjarstjórnar. Þar fóru fremst í flokki Samfylkingin og Viðreisn sem gátu með engu móti stutt við þessa mikilvægu framkvæmd sem bætt hefur aðstöðu félagsins til mikilla muna. Við höfum undirbúið mjög markvisst uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá Haukum og Sörla. Nú þegar er búið að framkvæma knattspyrnuvöll úti hjá Haukum, sambærilgar framkvæmdir eru í gangi hjá FH og fjárfest hefur verið í sérstöku félagshesthúsi fyrir Sörla. Við fjárfestum fyrir hundruði milljóna í innviðum bæjarfélagsins, svo sem endurnýjun gangstétta og viðhaldi mannvirkja. Við komum á fót nýsköpunarstofu fyrir ungt fólk. Við höfum fest NPA samninga í sessi. Við hófum gott samtal við íbúa varðandi útivistarsvæði, komum svokölluðum hoppudýnum fyrir víða um bæinn, fjárfestum í skautasvelli og lýsum Hellisgerði upp í aðdraganda jóla. Við höfum nú tryggt að öllum nýbúum Hafnarfjarðar standi til boða sérstök Krúttkarfa. Við viljum bjóða nýja íbúa velkomna í okkar góða bæjarfélag. Höldum áfram Áfram mætti auðvitað telja. Við hlustum, skoðum aðstæður og látum verkin tala. Samhliða þessu höfum við sýnt ábyrgð í fjármálastjórnun bæjarfélagsins þrátt fyrir mjög miklar og erfiðar áskoranir í kjölfar alheimsfaraldurs sem við sjáum nú loks fyrir endann á. Við viljum halda áfram góðu starfi fyrir Hafnfirðinga. Við viljum halda áfram á þeirri vegferð að framkvæma það sem við segjumst ætla að gera. Við viljum halda áfram að vera ábyrg, styðja við góð verkefni hvaðan sem þau koma. Við ætlum að halda áfram að auðga bæinn lífi með því að styðja við fólk, fyrirtæki og menningarlíf í Hafnarfirði. Framtíðin ræðst á miðjunni. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Hafnarfjörður Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það styttist í sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí næstkomandi. Það verður því tvöföld spenna og gleði það laugardagskvöldið, en auk kosningakvölds fer úrslitakvöld Eurovision fram þar sem við vonum að lagið „Með hækkandi sól“ veiti okkur ómælda gleði, tilefni til að fagna og að gott sumar sé framundan. Höfum við gengið götuna til góðs fram eftir veg? Á þessum tímapunkti eru flokkarnir að setja sig í kosningagír og nú ganga ýmsir fram með digurbarkalegar yfirlýsingar um allt og ekki neitt. Þó einna helst hvað allt sé ómögulegt sem sitjandi meirihluti hefur áorkað á yfirstandi kjörtímabili. Það er nú svo gott sem alltof sumt og öll pólitíkin sem sumir hafa fram að færa. Jafnvel þeir sem skildu bæjarsjóð eftir í gríðarlegu tapi fyrir áratugum síðan en vilja nú koma til baka, taka við völdum og færa okkur aftur til fortíðar. Nú skal sá leikur endurtekinn. En hvað um það. Það er öllum hollt þegar kjörtímabilið er senn á enda að nema staðar, líta yfir farinn veg og meta hvað áunnist hefur á tímabilinu. Við höfum fjölgað hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu. Þann 4. október 2018 var tilkynnt um fjölgun hjúkrunarrýma úr 60 í 93, sem nú hefur raungerst í nýrri glæsilegri byggingu á Sólvangsreitnum. Við réðumst í umfangsmiklar endurbætur á húsnæði St. Jósefsspítala, nú Lífsgæðasetur St. Jó., sem hefur fengið endurnýjun lífdaga. Við festum heilsueflingu Janusar í sessi. Við úthlutuðum Bjargi íbúðafélagi lóð fyrir 148 leiguíbúðir í Hamranesi, erum farin af stað í samstarf við Brynju hússjóð og höfum þegar samþykkt stofnframlög til þeirra vegna kaupa á húsnæði. Við höfum leyst uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr klakaböndum. Kraftmikil uppbygging er hafin í Hafnarfirði. Við höfum lækkað álögur á atvinnulíf sem hefur skilað sér í mikilli ásókn í atvinnulóðir og flutningi stærri fyrirtækja til bæjarfélagsins. Við höfum lækkað kostnað fjölskyldufólks með stórauknum systkinaafslætti á leikskólagjöldum, innleiddum nýjan systkinaafslátt á skólamáltíðir grunnskólabarna og hækkuðum frístundastyrk. Við höfum byggt þrjá nýja búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Við byggðum Skessuna, knatthús FH, þrátt fyrir mikil mótmæli og kærur frá minnihluta bæjarstjórnar. Þar fóru fremst í flokki Samfylkingin og Viðreisn sem gátu með engu móti stutt við þessa mikilvægu framkvæmd sem bætt hefur aðstöðu félagsins til mikilla muna. Við höfum undirbúið mjög markvisst uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá Haukum og Sörla. Nú þegar er búið að framkvæma knattspyrnuvöll úti hjá Haukum, sambærilgar framkvæmdir eru í gangi hjá FH og fjárfest hefur verið í sérstöku félagshesthúsi fyrir Sörla. Við fjárfestum fyrir hundruði milljóna í innviðum bæjarfélagsins, svo sem endurnýjun gangstétta og viðhaldi mannvirkja. Við komum á fót nýsköpunarstofu fyrir ungt fólk. Við höfum fest NPA samninga í sessi. Við hófum gott samtal við íbúa varðandi útivistarsvæði, komum svokölluðum hoppudýnum fyrir víða um bæinn, fjárfestum í skautasvelli og lýsum Hellisgerði upp í aðdraganda jóla. Við höfum nú tryggt að öllum nýbúum Hafnarfjarðar standi til boða sérstök Krúttkarfa. Við viljum bjóða nýja íbúa velkomna í okkar góða bæjarfélag. Höldum áfram Áfram mætti auðvitað telja. Við hlustum, skoðum aðstæður og látum verkin tala. Samhliða þessu höfum við sýnt ábyrgð í fjármálastjórnun bæjarfélagsins þrátt fyrir mjög miklar og erfiðar áskoranir í kjölfar alheimsfaraldurs sem við sjáum nú loks fyrir endann á. Við viljum halda áfram góðu starfi fyrir Hafnfirðinga. Við viljum halda áfram á þeirri vegferð að framkvæma það sem við segjumst ætla að gera. Við viljum halda áfram að vera ábyrg, styðja við góð verkefni hvaðan sem þau koma. Við ætlum að halda áfram að auðga bæinn lífi með því að styðja við fólk, fyrirtæki og menningarlíf í Hafnarfirði. Framtíðin ræðst á miðjunni. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun