Engar fregnir af máli Gylfa fyrr en eftir páska Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2022 13:59 Gylfi Þór Sigurðsson er í farbanni á Englandi þar til á sunnudag. Ekki má búast við fregnum af máli hans fyrr en eftir páska. Vísir/Vilhelm Lögreglan í Manchester á Englandi mun ekki upplýsa um framgang rannsóknar í máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrr en eftir páska. Gylfi er í farbanni, sem rennur út á páskadag. Þetta segir upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglunni í borginni grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni. Hann var handtekinn á heimili sínu í Manchester 16. júlí síðastliðinn og var færður til yfirheyrslu en síðar sleppt. Hann hefur þó verið í farbanni síðan hann var handtekinn. Farbannið yfir honum hefur nú verið framlengt í fjórgang, síðast í janúar, en það rennur út á páskadag, 17. apríl. Fram kemur í svari lögreglunnar við fyrirspurn fréttastofu, um hvort einhver ákvörðun verði tekin um næstu skref fyrir páska, að ekki eigi að búast við neinum fréttum af máli hans fyrr en á sunnudag. Gera má þó ráð fyrir að engin svör fáist um málið fyrr en eftir viku, að loknum páskum. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í bresku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann hefur þó ekki leikið einn einasta leik með liðinu á þessu keppnistímabili en Everton gaf það út að leikmaðurinn, sem væri til rannsóknar, myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn stæði yfir. Greint var frá því fyrr í dag að Gylfi er meðal þeirra leikmanna sem taldir eru líklegir til að vera á leið frá Everton um leið og samningur hans rennur út í lok leiktíðar. Gylfi hefur þá ekki heldur spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á þessum vetri. Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Íslendingar erlendis Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gylfi á meðal leikmanna sem Everton ætlar að losa af launaskrá vegna fjárhagskrísu Gylfi Þór Sigurðsson, Fabian Delph og Cenk Tosun eru allir taldir líklegir að vera á leið frá Everton um leið og samningar þeirra renna út í lok leiktíðar. 12. apríl 2022 13:00 Ekki verður af uppboði á sumarbústað Gylfa Þórs Sumarbústaður í Grímsnes- og Grafningshreppi í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar verður ekki boðinn upp á nauðungarsölu Sýslumannsins á Suðurlandi á fimmtudaginn. Telja má líklegt að knattspyrnukappinn hafi náð sáttum við Skattinn sem hafði farið fram á söluna. 28. mars 2022 16:31 Sumarbústaður Gylfa Þórs seldur á uppboði að beiðni Skattsins Sumarbústaður í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið settur á uppboð hjá Sýslumanninum á Suðurlandi að beiðni Skattsins. 26. mars 2022 13:01 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Katla á markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Sjá meira
Þetta segir upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglunni í borginni grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni. Hann var handtekinn á heimili sínu í Manchester 16. júlí síðastliðinn og var færður til yfirheyrslu en síðar sleppt. Hann hefur þó verið í farbanni síðan hann var handtekinn. Farbannið yfir honum hefur nú verið framlengt í fjórgang, síðast í janúar, en það rennur út á páskadag, 17. apríl. Fram kemur í svari lögreglunnar við fyrirspurn fréttastofu, um hvort einhver ákvörðun verði tekin um næstu skref fyrir páska, að ekki eigi að búast við neinum fréttum af máli hans fyrr en á sunnudag. Gera má þó ráð fyrir að engin svör fáist um málið fyrr en eftir viku, að loknum páskum. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í bresku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann hefur þó ekki leikið einn einasta leik með liðinu á þessu keppnistímabili en Everton gaf það út að leikmaðurinn, sem væri til rannsóknar, myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn stæði yfir. Greint var frá því fyrr í dag að Gylfi er meðal þeirra leikmanna sem taldir eru líklegir til að vera á leið frá Everton um leið og samningur hans rennur út í lok leiktíðar. Gylfi hefur þá ekki heldur spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á þessum vetri.
Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Íslendingar erlendis Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gylfi á meðal leikmanna sem Everton ætlar að losa af launaskrá vegna fjárhagskrísu Gylfi Þór Sigurðsson, Fabian Delph og Cenk Tosun eru allir taldir líklegir að vera á leið frá Everton um leið og samningar þeirra renna út í lok leiktíðar. 12. apríl 2022 13:00 Ekki verður af uppboði á sumarbústað Gylfa Þórs Sumarbústaður í Grímsnes- og Grafningshreppi í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar verður ekki boðinn upp á nauðungarsölu Sýslumannsins á Suðurlandi á fimmtudaginn. Telja má líklegt að knattspyrnukappinn hafi náð sáttum við Skattinn sem hafði farið fram á söluna. 28. mars 2022 16:31 Sumarbústaður Gylfa Þórs seldur á uppboði að beiðni Skattsins Sumarbústaður í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið settur á uppboð hjá Sýslumanninum á Suðurlandi að beiðni Skattsins. 26. mars 2022 13:01 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Katla á markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Sjá meira
Gylfi á meðal leikmanna sem Everton ætlar að losa af launaskrá vegna fjárhagskrísu Gylfi Þór Sigurðsson, Fabian Delph og Cenk Tosun eru allir taldir líklegir að vera á leið frá Everton um leið og samningar þeirra renna út í lok leiktíðar. 12. apríl 2022 13:00
Ekki verður af uppboði á sumarbústað Gylfa Þórs Sumarbústaður í Grímsnes- og Grafningshreppi í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar verður ekki boðinn upp á nauðungarsölu Sýslumannsins á Suðurlandi á fimmtudaginn. Telja má líklegt að knattspyrnukappinn hafi náð sáttum við Skattinn sem hafði farið fram á söluna. 28. mars 2022 16:31
Sumarbústaður Gylfa Þórs seldur á uppboði að beiðni Skattsins Sumarbústaður í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið settur á uppboð hjá Sýslumanninum á Suðurlandi að beiðni Skattsins. 26. mars 2022 13:01