Stefnir í úrkomumet í Reykjavík Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2022 16:57 Það stefnir í rigningu yfir páskahelgina, það er í Reykjavík. Akureyringar geta með góðri samvisku stært sig af góðu veðri og þangað stefnir útivistarfólk yfir páska auk þess sem Egilsstaðir eru góður kostur. vísir/vilhelm Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú stefni í áhugaverða keppni um úrkomumet í Reykjavík en metið féll 1921. Landsmenn eru farnir að horfa til veðurs fyrir páskafrí og þeir sem vilja stunda útivist ættu að drífa sig norður á Akureyri eða á Egilsstaði. Hins vegar verður rok og rigning í Reykjavík. Einar heldur úti Bliku, sérstökum vef þar sem hann rýnir í kortin og segir til um horfur. Hann segir að aldrei hafi rignt meira fyrstu 100 dagana í Reykjavík undanfarin 100 árin og það kemur höfuðborgarbúum varla mikið á óvart. Tíundi apríl er hundraðasti dagur ársins, úrkoma hefur verið mikil frá áramótum og bæst drjúgt við í apríl þó þurrt hafi verið að kalla undanfarna daga. Á því verður breyting um helgina. Aftur. Einar klár með regnhlífina og ekki veitir af. Hann segir að vel geti svo farið að úrkomumet í Reykjavík falli.vísir/aðsend Að sögn Einars er heildarúrkoman á þessum 100 dögum orðin 515 millimetrar. Það samsvarar því að um 65 prósent meðalúrkomunnar er þegar komin en líta þarf til 1953 til að finna eitthvað svipað. „Helst að árið 1921 sé til samanburðar. Þá var samanlögð úrkoma í jan, feb og mars 444 mm. Í apríl það ár bættust síðan við 149 mm. Ekki þarf að koma á óvart að árið 1921 er það úrkomusamasta í Reykjavík í sögu mælinga með meira en 1.200 mm úrkomu,“ segir veðurfræðingurinn. Hann segir ekkert sérstakt keppikefli að eltast við þessi úrkomumet frá 1921, en rigna þarf 78 mm til viðbótar í apríl til að halda í við það ár fyrir 4 fyrstu mánuði ársins. „Mið við spár næstu daga gæti það nú alveg gerst. Veðurstofan gerir ráð fyrir um 40 mm frá skírdegi til páskadags og Blika er með yfir 50 mm í sinni spá!“ Veður Páskar Reykjavík Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Landsmenn eru farnir að horfa til veðurs fyrir páskafrí og þeir sem vilja stunda útivist ættu að drífa sig norður á Akureyri eða á Egilsstaði. Hins vegar verður rok og rigning í Reykjavík. Einar heldur úti Bliku, sérstökum vef þar sem hann rýnir í kortin og segir til um horfur. Hann segir að aldrei hafi rignt meira fyrstu 100 dagana í Reykjavík undanfarin 100 árin og það kemur höfuðborgarbúum varla mikið á óvart. Tíundi apríl er hundraðasti dagur ársins, úrkoma hefur verið mikil frá áramótum og bæst drjúgt við í apríl þó þurrt hafi verið að kalla undanfarna daga. Á því verður breyting um helgina. Aftur. Einar klár með regnhlífina og ekki veitir af. Hann segir að vel geti svo farið að úrkomumet í Reykjavík falli.vísir/aðsend Að sögn Einars er heildarúrkoman á þessum 100 dögum orðin 515 millimetrar. Það samsvarar því að um 65 prósent meðalúrkomunnar er þegar komin en líta þarf til 1953 til að finna eitthvað svipað. „Helst að árið 1921 sé til samanburðar. Þá var samanlögð úrkoma í jan, feb og mars 444 mm. Í apríl það ár bættust síðan við 149 mm. Ekki þarf að koma á óvart að árið 1921 er það úrkomusamasta í Reykjavík í sögu mælinga með meira en 1.200 mm úrkomu,“ segir veðurfræðingurinn. Hann segir ekkert sérstakt keppikefli að eltast við þessi úrkomumet frá 1921, en rigna þarf 78 mm til viðbótar í apríl til að halda í við það ár fyrir 4 fyrstu mánuði ársins. „Mið við spár næstu daga gæti það nú alveg gerst. Veðurstofan gerir ráð fyrir um 40 mm frá skírdegi til páskadags og Blika er með yfir 50 mm í sinni spá!“
Veður Páskar Reykjavík Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira