Heyrði ekki í móður sinni í 37 daga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. apríl 2022 23:00 Mayya Pigida er fædd og uppalin í borginni Mariupol í Úkraínu. Hún býr nú og starfar í Hafnarfirði og segir erfitt að vita af ættingjum sínum innikróuðum í borginni eftir að stríðið braust út Vísir/Arnar Úkraínsk kona sem er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú á Íslandi segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í borginni. Öldruð móðir hennar, systir og systurdóttir eru fastar í borginni en þar til fyrir helgi hafði hún ekki heyrt frá þeim í meira en fimm vikur. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar hafa hörð átök geisað í borginni Mariupol í austurhluta landsins. Íbúar þar einangruðust hratt og hafa verið án rafmagns og rennandi vatns svo vikum skiptir. Borgin er nú nærri rústir einar og eyðilegging blasir víða við. Barátta Úkraínumanna við rússneska herinn hefur farið harðnandi og nú þykir aðeins tímaspursmál hvenær Rússar ná fullri stjórn á borginni. Mayya Pigida er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú í Hafnarfirði og hefur gert um árabil. „Öll fjölskylda mín er úti. Mamma, systir mín, frænka og það er mjög stór fjölskylda þar úti.“ Fljótlega eftir að stríðið hófst rofnaði samband við borgina. „Ég heyri ekki neitt. Nákvæmlega í þrjátíu og sjö daga. Bara vissi ekki neitt um fjölskyldu mína. Veit bara að húsið mitt, íbúðin mín, var sprengd í tætlur.“ Hún segist hafa beðið milli vonar og ótta eftir að fá fréttir af fjölskyldu sinni. Fyrir helgina heyrði hún svo loks frá frænku sinni sem er í Donesk-héraði sem hafði fengið örstutt símtal frá systur hennar. Þar var henni sagt að mamma hennar, systir og systurdóttur væru á lífi og hefðu leitað skjóls á sjúkrahúsi í bænum. Mayya segist þakklát fyrir að vita það en hún óttist enn um þær. Ríkisstjóri Doneskt-héraðs sagði í viðtali við fréttastofu CNN í dag að hann telji að yfir tuttugu þúsund íbúar hafi látið lífið í Maríupol. Mayya segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í stríðinu. „Mjög erfitt að horfa á borgina sem var mjög falleg en núna er þetta bara rústir.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. 12. apríl 2022 12:03 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar hafa hörð átök geisað í borginni Mariupol í austurhluta landsins. Íbúar þar einangruðust hratt og hafa verið án rafmagns og rennandi vatns svo vikum skiptir. Borgin er nú nærri rústir einar og eyðilegging blasir víða við. Barátta Úkraínumanna við rússneska herinn hefur farið harðnandi og nú þykir aðeins tímaspursmál hvenær Rússar ná fullri stjórn á borginni. Mayya Pigida er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú í Hafnarfirði og hefur gert um árabil. „Öll fjölskylda mín er úti. Mamma, systir mín, frænka og það er mjög stór fjölskylda þar úti.“ Fljótlega eftir að stríðið hófst rofnaði samband við borgina. „Ég heyri ekki neitt. Nákvæmlega í þrjátíu og sjö daga. Bara vissi ekki neitt um fjölskyldu mína. Veit bara að húsið mitt, íbúðin mín, var sprengd í tætlur.“ Hún segist hafa beðið milli vonar og ótta eftir að fá fréttir af fjölskyldu sinni. Fyrir helgina heyrði hún svo loks frá frænku sinni sem er í Donesk-héraði sem hafði fengið örstutt símtal frá systur hennar. Þar var henni sagt að mamma hennar, systir og systurdóttur væru á lífi og hefðu leitað skjóls á sjúkrahúsi í bænum. Mayya segist þakklát fyrir að vita það en hún óttist enn um þær. Ríkisstjóri Doneskt-héraðs sagði í viðtali við fréttastofu CNN í dag að hann telji að yfir tuttugu þúsund íbúar hafi látið lífið í Maríupol. Mayya segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í stríðinu. „Mjög erfitt að horfa á borgina sem var mjög falleg en núna er þetta bara rústir.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. 12. apríl 2022 12:03 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. 12. apríl 2022 12:03
Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55
Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39