„Við eigum Íslandsmet í fjarsambandi held ég“ Elísabet Hanna skrifar 19. apríl 2022 10:30 Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson Betri helmingurinn Fótboltakonan Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson, sjúkraþjálfari og fyrrum handboltamaður fundu ástina þegar örlögin leiddu þau saman árið 2007. Í kjölfarið slógu þau „Íslandsmet“ í fjarsambandi og hafa byggt upp fallegt líf saman. Þau Margrét Lára og Einar Örn voru gestir í fimmtugasta og öðrum þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason en hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástina, lífið og tilveruna. Engin miskun Í dag eiga þau þrjá syni og giftu þau sig árið 2020 í vestmannaeyjum með pompi og prakt í miðju covid fimm dögum áður en Þjóðhátíð var blásin af. Þau kynntust fyrst þegar Margrét Lára var að spila með Val en hún stakk því að vinkonu sinni að hún hafði miklar mætur á sjúkraþjálfaranum sem hún sá. Einar var fljótur að grípa þann bolta, enda á þeim tíma efnilegur handboltamaður og hringdi í hana og bauð á stefnumót. Í kjölfarið byrjuðu þau að deita og hafa notið lífsins saman síðan. Það má segja að þau séu heppin í ástum en ekki jafn heppin í spilum þar sem keppnisskapið tekur völdin og settu þau reglu í sambandinu að spila helst ekki því það er engin miskun. Brot úr þættinum má heyra hér fyrir neðan og ræða þau meðal annars um eftirminnilega ræðu úr brúðkaupinu. Klippa: Betri helmingurinn - Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson „Íslandsmet“ í fjarsambandi Margrét Lára flutti 2006 til Þýskalands til þess að spila með meisturum en kom heim í kringum febrúar 2007 þar sem henni leið ekki vel úti. Þegar hún var á landinu leiddu örlögin þau saman. Það var svo í ársbyrjun 2009 sem hún flutti aftur út þar sem hún var að spila til 2013. „Við eigum íslandsmet í fjarsambandi held ég. Við vorum í fjarsambandi frá 2009 til 2013, það voru alveg fjögur fimm ár sirka. Svo komstu heim, eignaðist Emil og svo fór ég út með henni.“ Sjálfur var Einar í handbolta og námi á þessum tíma og þeim fannst það þess virði að þau fengu bæði að njóta sín í sínu á þessum tíma sem þau voru í fjarsambandi þó það væri stundum erfitt. Eftir að elsti strákurinn kom í heiminn flutti Einar með þeim út og grínast þau með það að hafa eignast barn áður en þau hafi flutt inn saman. Margir efuðust um tilvist Margrétar Einar er ættaður úr sveit og segir að allir þar hafi efast um tilvist Margrétar því í hvert skipti sem hann mætti í réttir komu alltaf sömu spurningarnar. „Hún var aldrei, hún mætti aldrei sko, þetta voru örugglega sex sjö ár þar sem allir voru bara hvar er hún? Hún er bara erlendis skilurðu. Það var enginn búinn að hitta hana,“ segir hann og hlær. Í þættinum ræða þau meðal annars lífið úti, atvinnumennskuna, fjarsambandið, Árbæinn góða, stofuna sem þau eru að byggja upp saman, brúðkaupið og fjölskyldulífið í kringum íþróttirnar. Heyra má þáttinn í heild sinni hér að neðan: Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Hægðastoppandi lyf gerðu Sigga óleik á fyrsta stefnumótinu „Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga. 7. apríl 2022 22:01 Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira
Þau Margrét Lára og Einar Örn voru gestir í fimmtugasta og öðrum þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason en hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástina, lífið og tilveruna. Engin miskun Í dag eiga þau þrjá syni og giftu þau sig árið 2020 í vestmannaeyjum með pompi og prakt í miðju covid fimm dögum áður en Þjóðhátíð var blásin af. Þau kynntust fyrst þegar Margrét Lára var að spila með Val en hún stakk því að vinkonu sinni að hún hafði miklar mætur á sjúkraþjálfaranum sem hún sá. Einar var fljótur að grípa þann bolta, enda á þeim tíma efnilegur handboltamaður og hringdi í hana og bauð á stefnumót. Í kjölfarið byrjuðu þau að deita og hafa notið lífsins saman síðan. Það má segja að þau séu heppin í ástum en ekki jafn heppin í spilum þar sem keppnisskapið tekur völdin og settu þau reglu í sambandinu að spila helst ekki því það er engin miskun. Brot úr þættinum má heyra hér fyrir neðan og ræða þau meðal annars um eftirminnilega ræðu úr brúðkaupinu. Klippa: Betri helmingurinn - Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson „Íslandsmet“ í fjarsambandi Margrét Lára flutti 2006 til Þýskalands til þess að spila með meisturum en kom heim í kringum febrúar 2007 þar sem henni leið ekki vel úti. Þegar hún var á landinu leiddu örlögin þau saman. Það var svo í ársbyrjun 2009 sem hún flutti aftur út þar sem hún var að spila til 2013. „Við eigum íslandsmet í fjarsambandi held ég. Við vorum í fjarsambandi frá 2009 til 2013, það voru alveg fjögur fimm ár sirka. Svo komstu heim, eignaðist Emil og svo fór ég út með henni.“ Sjálfur var Einar í handbolta og námi á þessum tíma og þeim fannst það þess virði að þau fengu bæði að njóta sín í sínu á þessum tíma sem þau voru í fjarsambandi þó það væri stundum erfitt. Eftir að elsti strákurinn kom í heiminn flutti Einar með þeim út og grínast þau með það að hafa eignast barn áður en þau hafi flutt inn saman. Margir efuðust um tilvist Margrétar Einar er ættaður úr sveit og segir að allir þar hafi efast um tilvist Margrétar því í hvert skipti sem hann mætti í réttir komu alltaf sömu spurningarnar. „Hún var aldrei, hún mætti aldrei sko, þetta voru örugglega sex sjö ár þar sem allir voru bara hvar er hún? Hún er bara erlendis skilurðu. Það var enginn búinn að hitta hana,“ segir hann og hlær. Í þættinum ræða þau meðal annars lífið úti, atvinnumennskuna, fjarsambandið, Árbæinn góða, stofuna sem þau eru að byggja upp saman, brúðkaupið og fjölskyldulífið í kringum íþróttirnar. Heyra má þáttinn í heild sinni hér að neðan:
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Hægðastoppandi lyf gerðu Sigga óleik á fyrsta stefnumótinu „Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga. 7. apríl 2022 22:01 Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira
Hægðastoppandi lyf gerðu Sigga óleik á fyrsta stefnumótinu „Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga. 7. apríl 2022 22:01
Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01