„Hefði viljað fá fleiri mörk“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2022 19:30 Guðmundur Guðmundsson var ekki ánægður með vörnina og færanýtingu Íslands. vísir/bjarni Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefði viljað vinna stærri sigur á Austurríki í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023 í dag. Leikar fóru 30-34 en Ísland náði mest sjö marka forskoti í leiknum. „Ég hefði viljað fá fleiri mörk. Í seinni hálfleik gerðum við okkur seka um að fara illa með dauðafæri og of marga tæknifeila í seinni hálfleik. Sex til átta færi fórum forgörðum og það er dýrt,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn í Bregenz í Austurríki í dag. „Þá komu þeir í bakið á okkur og fengu tilfinningu að þeir gætu náð í eitthvað meira. En við réttum úr kútnum undir lokin og máttum vel við una að ná í fjögurra marka sigur.“ Ísland komst í 20-27 en Austurríki svaraði með 7-1 kafla og minnkaði muninn í eitt mark. En þá rankaði íslenska liðið við sér og seig aftur fram úr. „Það kom mjög slæmur kafli. Ég tók leikhlé og gerði breytingar en við komumst ekki almennilega út úr því. Ég var ekki ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við á köflum of flatir,“ sagði Guðmundur en skyttur austurríska liðsins voru öflugar í dag. „Þetta er gott lið og maður má ekkert slaka á núna. Við verðum að vera rosalega einbeittir fram að seinni leiknum og í honum að sjálfsögðu.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði allan leikinn í hægra horninu í fjarveru Sigvalda Guðjónssonar og nýtti tækifærið vel. Hann skoraði sjö mörk úr níu skotum og Guðmundur var ánægður með hans framlag. „Hann spilaði mjög vel. Hornamennirnir okkar skoruðu átján mörk sem er mjög gott. Óðinn skilaði sínu, bæði í vörn og sókn, og það var gaman að sjá hann,“ sagði Guðmundur að endingu. Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. 13. apríl 2022 19:04 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Ég hefði viljað fá fleiri mörk. Í seinni hálfleik gerðum við okkur seka um að fara illa með dauðafæri og of marga tæknifeila í seinni hálfleik. Sex til átta færi fórum forgörðum og það er dýrt,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn í Bregenz í Austurríki í dag. „Þá komu þeir í bakið á okkur og fengu tilfinningu að þeir gætu náð í eitthvað meira. En við réttum úr kútnum undir lokin og máttum vel við una að ná í fjögurra marka sigur.“ Ísland komst í 20-27 en Austurríki svaraði með 7-1 kafla og minnkaði muninn í eitt mark. En þá rankaði íslenska liðið við sér og seig aftur fram úr. „Það kom mjög slæmur kafli. Ég tók leikhlé og gerði breytingar en við komumst ekki almennilega út úr því. Ég var ekki ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við á köflum of flatir,“ sagði Guðmundur en skyttur austurríska liðsins voru öflugar í dag. „Þetta er gott lið og maður má ekkert slaka á núna. Við verðum að vera rosalega einbeittir fram að seinni leiknum og í honum að sjálfsögðu.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði allan leikinn í hægra horninu í fjarveru Sigvalda Guðjónssonar og nýtti tækifærið vel. Hann skoraði sjö mörk úr níu skotum og Guðmundur var ánægður með hans framlag. „Hann spilaði mjög vel. Hornamennirnir okkar skoruðu átján mörk sem er mjög gott. Óðinn skilaði sínu, bæði í vörn og sókn, og það var gaman að sjá hann,“ sagði Guðmundur að endingu. Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. 13. apríl 2022 19:04 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. 13. apríl 2022 19:04