Rússneska flaggskipið Moskva sokkið Eiður Þór Árnason skrifar 14. apríl 2022 22:40 Rússnesk yfirvöld staðfestu fyrst í gærkvöldi að Moskva hafi orðið fyrir miklum skemmdum í kjölfar eldsvoða. CC BY 4.0/Mil.ru Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að beitiskipið Moskva, flaggskip Svartahafsflotans, hafi sokkið í Svartahafi við suðurhluta Úkraínu. Rússar og Úkraínumenn deila um aðdragandann en Rússar segja að eldur hafi kviknað um borð og tekist að flytja áhöfnina á brott án manntjóns. Úkraínski herinn fullyrðir aftur á móti að skipið hafi orðið fyrir tveimur Neptune-flugskeytum í gærkvöldi með fyrrnefndum afleiðingum. Talið er að Moskva hafi orðið fyrir miklum skemmdum og verið í togi á leið til Sevastopol á Krímskaga þegar það sökk. Í yfirlýsingu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu segir að skipið hafi orðið óstöðugt í stormi og sokkið vegna skemmda á skipsskrokknum eftir að eldur barst í skotfærageymslu þess með tilheyrandi sprengingu. Móralskur sigur fyrir Úkraínu Rússneski sjóherinn á einungis tvö önnur sambærileg orustuskip í flota sínum. Moskva var smíðuð í Úkraínu og tekin í notkun á níunda áratugnum. Hún hefur verið öflugasta skip Rússa í Svartahafinu; 186 metra löng, 12.500 tonn og áhöfn hennar telur 510 manns. Fréttaskýrendur segja tjónið mikið högg fyrir Rússa - og mikilvægan móralskan sigur fyrir Úkraínumenn. Þetta muni jafnframt líklega verða þess valdandi að önnur skip rússneska flotans þurfi að koma sér fyrir fjær landi af öryggisástæðum. Illia Ponomarenko, blaðamaður hjá The Kyiv Independent, segir að þetta sé fyrsta flaggskipið sem Rússar missi frá því að þeir háðu stríð við Japana á árunum 1904 til 1905. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Rússar og Úkraínumenn deila um aðdragandann en Rússar segja að eldur hafi kviknað um borð og tekist að flytja áhöfnina á brott án manntjóns. Úkraínski herinn fullyrðir aftur á móti að skipið hafi orðið fyrir tveimur Neptune-flugskeytum í gærkvöldi með fyrrnefndum afleiðingum. Talið er að Moskva hafi orðið fyrir miklum skemmdum og verið í togi á leið til Sevastopol á Krímskaga þegar það sökk. Í yfirlýsingu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu segir að skipið hafi orðið óstöðugt í stormi og sokkið vegna skemmda á skipsskrokknum eftir að eldur barst í skotfærageymslu þess með tilheyrandi sprengingu. Móralskur sigur fyrir Úkraínu Rússneski sjóherinn á einungis tvö önnur sambærileg orustuskip í flota sínum. Moskva var smíðuð í Úkraínu og tekin í notkun á níunda áratugnum. Hún hefur verið öflugasta skip Rússa í Svartahafinu; 186 metra löng, 12.500 tonn og áhöfn hennar telur 510 manns. Fréttaskýrendur segja tjónið mikið högg fyrir Rússa - og mikilvægan móralskan sigur fyrir Úkraínumenn. Þetta muni jafnframt líklega verða þess valdandi að önnur skip rússneska flotans þurfi að koma sér fyrir fjær landi af öryggisástæðum. Illia Ponomarenko, blaðamaður hjá The Kyiv Independent, segir að þetta sé fyrsta flaggskipið sem Rússar missi frá því að þeir háðu stríð við Japana á árunum 1904 til 1905.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira