Liz Sheridan er látin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2022 09:02 Liz Sheridan, hér til hægri, ásamt Barney Martin, sem lék föður Jerry Seinfeld í Seinfeld þáttunum. Dennys/Getty Images) Leikkonan Liz Sheridan, sem helst er þekkt fyrir að leika móður Jerry Seinfeld í Seinfeld-þáttunum, er látin, 93 ára að aldri. Sheridan lést í gær að því er fram kemur á vef Variety. Sheridan fæddist árið 1929 og átti langan og farsælan feril, ekki síst á Broadway, þar sem hún lék í fjölmörgum leikritum í gegnum tíðina. Sjónvarpsferill hennar hófst á áttunda áratugnum og lék hún í fjölmörgum þáttum á borð við ALF, Famili Ties og Melrose Place, svo dæmi séu tekin. Hún var hins vegar best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Helen Seinfeld í Seinfeld-þáttunum vinsælu sem framleiddir voru á tíunda áratug síðustu aldar. Þar lék hún móðir aðalpersónunnar Jerry Seinfeld, sem leikinn var af Jerry Seinfeld, annars skapara og höfunda þáttanna. Sheridan var með fast gestahlutverk í þáttunum. Lék hún í alls 21 þætti og nefna má að fyrir utan aðalleikarana fjóra, áðurnefndan Seinfeld, Jason Alexander, Julia-Louis Dreyfus og Michael Richards, var hún eini leikarinn sem kom fyrir í öllum þáttaröðunum níu sem framleiddar voru. Seinfeld minntist Sheridan á Twitter með hlýhug í gær, þar sem hann birti mynd af sjónvarpsmæðginunum. „Liz var alltaf indælasta og ljúfasta sjónvarpsmamman sem sonur gat óskað sér. Í hvert einasta skipti sem hún kom á settið leið mér vel. Ég er lánsamur að hafa kynnst henni,“ skrifar Seinfeld. Liz was always the sweetest, nicest TV mom a son could wish for. Every time she came on our show it was the coziest feeling for me. So lucky to have known her. pic.twitter.com/ae9TDHQILU— Jerry Seinfeld (@JerrySeinfeld) April 15, 2022 Stutt er síðan Estelle Harris, hin mamman í Seinfeld-þáttunum, móðir persónunnar George Costanza sem leikinn var af Jason Alexander, lést. Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Estelle Harris er látin Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 3. apríl 2022 09:46 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Sjá meira
Sheridan lést í gær að því er fram kemur á vef Variety. Sheridan fæddist árið 1929 og átti langan og farsælan feril, ekki síst á Broadway, þar sem hún lék í fjölmörgum leikritum í gegnum tíðina. Sjónvarpsferill hennar hófst á áttunda áratugnum og lék hún í fjölmörgum þáttum á borð við ALF, Famili Ties og Melrose Place, svo dæmi séu tekin. Hún var hins vegar best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Helen Seinfeld í Seinfeld-þáttunum vinsælu sem framleiddir voru á tíunda áratug síðustu aldar. Þar lék hún móðir aðalpersónunnar Jerry Seinfeld, sem leikinn var af Jerry Seinfeld, annars skapara og höfunda þáttanna. Sheridan var með fast gestahlutverk í þáttunum. Lék hún í alls 21 þætti og nefna má að fyrir utan aðalleikarana fjóra, áðurnefndan Seinfeld, Jason Alexander, Julia-Louis Dreyfus og Michael Richards, var hún eini leikarinn sem kom fyrir í öllum þáttaröðunum níu sem framleiddar voru. Seinfeld minntist Sheridan á Twitter með hlýhug í gær, þar sem hann birti mynd af sjónvarpsmæðginunum. „Liz var alltaf indælasta og ljúfasta sjónvarpsmamman sem sonur gat óskað sér. Í hvert einasta skipti sem hún kom á settið leið mér vel. Ég er lánsamur að hafa kynnst henni,“ skrifar Seinfeld. Liz was always the sweetest, nicest TV mom a son could wish for. Every time she came on our show it was the coziest feeling for me. So lucky to have known her. pic.twitter.com/ae9TDHQILU— Jerry Seinfeld (@JerrySeinfeld) April 15, 2022 Stutt er síðan Estelle Harris, hin mamman í Seinfeld-þáttunum, móðir persónunnar George Costanza sem leikinn var af Jason Alexander, lést.
Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Estelle Harris er látin Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 3. apríl 2022 09:46 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Sjá meira
Estelle Harris er látin Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 3. apríl 2022 09:46