„Fékk gæsahúð mörgum sinnum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2022 18:16 Guðmundur Guðmundsson hefur komið Íslandi á fjórtán stórmót. vísir/hulda margrét Guðmundur Guðmundsson var hæstánægður eftir að Ísland tryggði sér sæti á HM með átta marka sigri á Austurríki, 34-26, í seinni leik liðanna í umspili í dag. „Ég var mjög sáttur með hvernig leikmennirnir framkvæmdu þetta. Þvílík fagmennska og karakter. Ég var mjög sáttur fyrir utan kannski fyrstu 7-8 mínúturnar í vörninni. Sóknin var góð allan leikinn. Vörnin varð stórkostleg eftir því sem leið á leikinn og það var unun að fylgjast með baráttunni í vörninni. Markvarslan var svo frábær,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leik. „Nýir menn komu inn á, allir stimpluðu sig inn og settu mark sitt á leikinn. Þannig ég er mjög ánægður með hvernig þetta var framkvæmt. Það er svo mikið í húfi, HM-sæti, og það má ekkert klikka. Menn tóku þetta mjög föstum tökum, voru einbeittir og þá verður niðurstaðan svona.“ Guðmundur segir að frammistaðan í umspilsleikjunum tveimur hafi verið jákvætt framhald af frammistöðu Íslands á EM í janúar. „Ég verð að segja að þetta er mjög jákvætt. Oft er það þannig að þegar þú stendur þig vel getur næsta verkefni orðið erfitt. En hópurinn var staðráðinn í að standa sig og gera vel. Það er frábært að fylgjast með leikmönnum á æfingum og aðdraganda leikjanna. Svo verð ég að segja að stemmningin var stórkostleg og þakka áhorfendum fyrir geggjaða stemmningu. Maður fékk gæsahúð mörgum sinnum,“ sagði Guðmundur. Hann hefur nú komið Íslandi á fjórtán stórmót, eitthvað sem hann er mjög hreykinn af. „Ég er mjög stoltur af því að taka þátt í því. Þetta er einstök tilfinning og ég hlakka rosalega til að fara með liðið á næsta HM. Við erum til alls líklegir, ætlum að halda áfram að vinna, vera einbeittir og mæta sterkir á næsta stórmót,“ sagði Guðmundur að lokum. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Sjá meira
„Ég var mjög sáttur með hvernig leikmennirnir framkvæmdu þetta. Þvílík fagmennska og karakter. Ég var mjög sáttur fyrir utan kannski fyrstu 7-8 mínúturnar í vörninni. Sóknin var góð allan leikinn. Vörnin varð stórkostleg eftir því sem leið á leikinn og það var unun að fylgjast með baráttunni í vörninni. Markvarslan var svo frábær,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leik. „Nýir menn komu inn á, allir stimpluðu sig inn og settu mark sitt á leikinn. Þannig ég er mjög ánægður með hvernig þetta var framkvæmt. Það er svo mikið í húfi, HM-sæti, og það má ekkert klikka. Menn tóku þetta mjög föstum tökum, voru einbeittir og þá verður niðurstaðan svona.“ Guðmundur segir að frammistaðan í umspilsleikjunum tveimur hafi verið jákvætt framhald af frammistöðu Íslands á EM í janúar. „Ég verð að segja að þetta er mjög jákvætt. Oft er það þannig að þegar þú stendur þig vel getur næsta verkefni orðið erfitt. En hópurinn var staðráðinn í að standa sig og gera vel. Það er frábært að fylgjast með leikmönnum á æfingum og aðdraganda leikjanna. Svo verð ég að segja að stemmningin var stórkostleg og þakka áhorfendum fyrir geggjaða stemmningu. Maður fékk gæsahúð mörgum sinnum,“ sagði Guðmundur. Hann hefur nú komið Íslandi á fjórtán stórmót, eitthvað sem hann er mjög hreykinn af. „Ég er mjög stoltur af því að taka þátt í því. Þetta er einstök tilfinning og ég hlakka rosalega til að fara með liðið á næsta HM. Við erum til alls líklegir, ætlum að halda áfram að vinna, vera einbeittir og mæta sterkir á næsta stórmót,“ sagði Guðmundur að lokum.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Sjá meira