Telur rétt að innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. apríl 2022 13:09 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar vill innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotum hér á landi þannig að þolendur geti fengið viðurkenningu á að á þeim hafi verið brotið. Heimild sé í lögum til þess að fara þessa leið en að þrátt fyrir það hafi réttarkerfið ekki nýtt sér hana Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson steig fram í vikunni og viðurkenndi að hafa brotið á þremur konum. Hann lýsti iðrun og kvaðst hafa leitað leiða til þess að bæta upp fyrir brot sín, og meðal annars farið í svokallaða sáttameðferð með einni konunni. Konan, sem óskar nafnleyndar, sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið erfitt skref að stíga, að sitja í sama rými og gerandi sinn, en að þegar upp hafi verið staðið hafi meðferðin verið hjálpleg og ákveðið uppgjör þeirra á milli. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, starfaði mikið með þolendum kynferðisofbeldis í gegnum störf sín sem lögmaður. „Ég held að við þurfum að taka næsta skref þarna og gera allt sem við getum til þess að einfalda kerfið og laga réttarstöðu þolenda í þessum málum. Sáttameðferð yrði alltaf að vera á forsendum og forræði þess sem brotið er á, það er algjör grunnforsenda. Það er enginn neyddur til þess að fara í sáttameðferð, þetta þarf að vera einhvers konar aðgerð sem þolandinn óskar eftir,” segir hún. Helga Vala bendir á að lögregla styðjist við sáttamiðlun í vægari afbrotum. Heimild sé í lögum til að styðjast við hana í kynferðisbrotamálum en að ríkissaksóknari þurfi að koma með tilmæli þar af lútandi. „Hafandi starfað í þessum málaflokki um nokkurra ára skeið þá veit ég að oft á tíðum er að það sem brotaþoli óskar fyrst og fremst eftir er einhvers konar viðurkenning frá kvalaranum, frá gerandanum, að brot hafi verið framið. Að viðkomandi bara viðurkenni það, já ég braut á þér. Og ég held að slík viðurkenning að það sé hægt að ná slíkri viðurkenningu fram með til dæmis svona sáttameðferð,” segir hún. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Líf og sál, ræddi við fréttastofu um sáttameðferð á dögunum. Kynferðisofbeldi MeToo Mál Auðuns Lútherssonar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson steig fram í vikunni og viðurkenndi að hafa brotið á þremur konum. Hann lýsti iðrun og kvaðst hafa leitað leiða til þess að bæta upp fyrir brot sín, og meðal annars farið í svokallaða sáttameðferð með einni konunni. Konan, sem óskar nafnleyndar, sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið erfitt skref að stíga, að sitja í sama rými og gerandi sinn, en að þegar upp hafi verið staðið hafi meðferðin verið hjálpleg og ákveðið uppgjör þeirra á milli. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, starfaði mikið með þolendum kynferðisofbeldis í gegnum störf sín sem lögmaður. „Ég held að við þurfum að taka næsta skref þarna og gera allt sem við getum til þess að einfalda kerfið og laga réttarstöðu þolenda í þessum málum. Sáttameðferð yrði alltaf að vera á forsendum og forræði þess sem brotið er á, það er algjör grunnforsenda. Það er enginn neyddur til þess að fara í sáttameðferð, þetta þarf að vera einhvers konar aðgerð sem þolandinn óskar eftir,” segir hún. Helga Vala bendir á að lögregla styðjist við sáttamiðlun í vægari afbrotum. Heimild sé í lögum til að styðjast við hana í kynferðisbrotamálum en að ríkissaksóknari þurfi að koma með tilmæli þar af lútandi. „Hafandi starfað í þessum málaflokki um nokkurra ára skeið þá veit ég að oft á tíðum er að það sem brotaþoli óskar fyrst og fremst eftir er einhvers konar viðurkenning frá kvalaranum, frá gerandanum, að brot hafi verið framið. Að viðkomandi bara viðurkenni það, já ég braut á þér. Og ég held að slík viðurkenning að það sé hægt að ná slíkri viðurkenningu fram með til dæmis svona sáttameðferð,” segir hún. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Líf og sál, ræddi við fréttastofu um sáttameðferð á dögunum.
Kynferðisofbeldi MeToo Mál Auðuns Lútherssonar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira