Hvenær erum við að tala um gerendameðvirkni og hvenær er þetta gerendastuðningur? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 19. apríl 2022 14:02 Hugtakið gerendameðvirkni hefur verið í mikilli notkun í umræðunni um ofbeldi á undanförnum misserum. Í MeToo-bylgjunni sem hófst fyrir um það bil ári síðan jókst orðanotkunin til muna - eða á sama tíma og við sáum þolendur nafngreina gerendur sína opinberlega. Margir hverjir eru þjóðþekktir einstaklingar og allir eiga þeir líka sitt net af aðstandendum. Við svona opinbera afhjúpun gerenda myndast hjá aðdáendum og aðstandendum þeirra einhverskonar togstreita sem þau svo tjá sig um á vettvangi fjölmiðla og samfélagsmiðla. Sú orðræða og umræða hefur verið kölluð gerendameðvirkni. Ég veit ekki hvort ég sé ein um það að hafa flækt það aðeins fyrir mér að nota orðið meðvirkni í þessu samhengi. Mig langar aðeins að fá að velta vöngum yfir þessu hugtaki hér í þessum pistli. Ég skilgreindi sjálfa mig sem meðvirka lengi vel og það var í samhengi þess að hafa alist upp við alkóhólisma og öryggisleysi. Ég sótti til að mynda fundi hjá 12 spora samtökunum AlAnon í mörg ár til að fá bata frá meðvirkni með ágætum árangri. Á sl. árum hef ég svo áttað mig á því hugtakið meðvirkni er skilgreint á mismunandi vegu og er mögulega ennþá að taka breytingum. Einnig er spurning um hversu vítt hugtakið skuli túlkað og hvort það sé hægt að greina meðvirkni sem sjúkdóm. Einkenni meðvirkni og hvernig verður hún til Fimm kjarnaeinkenni meðvirks einstaklings, samkvæmt Pia Mellody (1989)*, sem staðist hafa tímans tönn, eru eftirfarandi: 1. Erfiðleikar með að upplifa stöðugt og gott sjálfsmat 2. Erfiðleikar með að setja sér og öðrum mörk. 3. Erfiðleikar með að skilgreina og gangast við eigin upplifunum 4. Erfiðleikar með að skilgreina og mæta eigin þörfum. 5. Erfiðleikar með að hvíla í sjálfum sér og finna tilfinningum sínum heilbrigðan farveg. Þessi fimm höfuðeinkenni meðvirkni birtast í viðleitni manneskju til að reyna að stýra umhverfi sínu. Önnur einkenni, eins og að taka ábyrgð á tilfinningum annarra, eru algeng sem og erfiðleikar í nánum samböndum. Ofuráhersla á stjórnun og tilraunir til að breyta öðrum eru kannski þau einkenni sem best eru þekkt, en þau eiga oft við aðstandendur alkóhólista sem og fullorðin börn fíkla og alkóhólista. Meðvirkar manneskjur verða háðar því hvað öðrum finnst um þær. Vegna lágs sjálfsmats sækja þær óspart í samþykki útávið og finna þá aðeins fyrir mikilvægi sínu ef þeim er hrósað. Þær forðast það að rugga bátnum vegna ótta við að einhverjum mislíki þeirra gjörðir.Innra með sér er hin meðvirka manneskja að kljást við skömm og einmanaleika samhliða tilfinninguni fyrir því að vera ekki í lagi sem manneskja. Segja má að sá meðvirkir hafi í raun ekki neitt eigið sjálf, heldur stjórnist af umhverfi sínu eins og laufblað í vindi.Orsök meðvirkni má oftast nær rekja til uppeldis í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi hvers konar. Börn sem alast til að mynda upp við ofbeldi nota varnaraðferðir til að lifa af sársauka og ótta og þær aðferðir geta svo þróast í að verða meðvirkni. Meðvirkni eða stuðningur? Ástæðan fyrir því að ég hef verið að flækja það fyrir mér að kalla fólk, sem tekur upp hanskann fyrir ofbeldismenn og jafnvel gera þá að þolendum, gerendameðvirk er að ég horfi á orsaksamhengið meðvirkninnar. Horfi til hvaðan hún kemur og hvernig hún varð til líkt og ég fer yfir hér að ofan. Ég sá til dæmis engin framangreind einkenni meðvirkni í pistli þjóðþekktrar leikkonu, sem fór víða í sl. viku. Ég las pistilinn sem stuðningsyfirlýsingu við gerendur sem hafa upplifað útskúfun og gagnrýni á byltingar, baráttur og bylgjur á borð við MeToo. En auðvitað er svona lestur persónubundin túlkun hvers og eins. Þess má geta að þessi tilteknu skrif fengu svo mikinn stuðning í formi like-a, stuðning í athugasemdum og deilinga. Það er eðlilega sársaukafullt fyrir þolendur sem eru að kljást við afleiðingar ofbeldis sem þau hafa orðið fyrir að sjá gerendur ofbeldis fá svona ótvíræðan stuðning og í einhverjum tilfellum aumkun. Það sem þolendur eiga sameiginlegt er að þau vilja öll fá viðurkenningu á því að á þeim var brotið. Ég velti því fyrir mér hvort við getum alltaf kallað stuðning, af þessum toga, meðvirkni og þá án þess að vita hvaðan meðvirknin kemur og hvernig hún varð til?Hér er nefnilega oft um fólk sem tekur einfaldlega upplýsta ákvörðun um að vera gerendastyðjandi. Þurfum við ekki að fara að greina þar á milli? Höfundur er með diplómu í sálgæslufræðum á meistarastigi og baráttukona gegn ofbeldi *Heimild: Meðvirkni - orsakir, einkenni og úrræði eftir Pia Mellody 1989 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Kynferðisofbeldi Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Hugtakið gerendameðvirkni hefur verið í mikilli notkun í umræðunni um ofbeldi á undanförnum misserum. Í MeToo-bylgjunni sem hófst fyrir um það bil ári síðan jókst orðanotkunin til muna - eða á sama tíma og við sáum þolendur nafngreina gerendur sína opinberlega. Margir hverjir eru þjóðþekktir einstaklingar og allir eiga þeir líka sitt net af aðstandendum. Við svona opinbera afhjúpun gerenda myndast hjá aðdáendum og aðstandendum þeirra einhverskonar togstreita sem þau svo tjá sig um á vettvangi fjölmiðla og samfélagsmiðla. Sú orðræða og umræða hefur verið kölluð gerendameðvirkni. Ég veit ekki hvort ég sé ein um það að hafa flækt það aðeins fyrir mér að nota orðið meðvirkni í þessu samhengi. Mig langar aðeins að fá að velta vöngum yfir þessu hugtaki hér í þessum pistli. Ég skilgreindi sjálfa mig sem meðvirka lengi vel og það var í samhengi þess að hafa alist upp við alkóhólisma og öryggisleysi. Ég sótti til að mynda fundi hjá 12 spora samtökunum AlAnon í mörg ár til að fá bata frá meðvirkni með ágætum árangri. Á sl. árum hef ég svo áttað mig á því hugtakið meðvirkni er skilgreint á mismunandi vegu og er mögulega ennþá að taka breytingum. Einnig er spurning um hversu vítt hugtakið skuli túlkað og hvort það sé hægt að greina meðvirkni sem sjúkdóm. Einkenni meðvirkni og hvernig verður hún til Fimm kjarnaeinkenni meðvirks einstaklings, samkvæmt Pia Mellody (1989)*, sem staðist hafa tímans tönn, eru eftirfarandi: 1. Erfiðleikar með að upplifa stöðugt og gott sjálfsmat 2. Erfiðleikar með að setja sér og öðrum mörk. 3. Erfiðleikar með að skilgreina og gangast við eigin upplifunum 4. Erfiðleikar með að skilgreina og mæta eigin þörfum. 5. Erfiðleikar með að hvíla í sjálfum sér og finna tilfinningum sínum heilbrigðan farveg. Þessi fimm höfuðeinkenni meðvirkni birtast í viðleitni manneskju til að reyna að stýra umhverfi sínu. Önnur einkenni, eins og að taka ábyrgð á tilfinningum annarra, eru algeng sem og erfiðleikar í nánum samböndum. Ofuráhersla á stjórnun og tilraunir til að breyta öðrum eru kannski þau einkenni sem best eru þekkt, en þau eiga oft við aðstandendur alkóhólista sem og fullorðin börn fíkla og alkóhólista. Meðvirkar manneskjur verða háðar því hvað öðrum finnst um þær. Vegna lágs sjálfsmats sækja þær óspart í samþykki útávið og finna þá aðeins fyrir mikilvægi sínu ef þeim er hrósað. Þær forðast það að rugga bátnum vegna ótta við að einhverjum mislíki þeirra gjörðir.Innra með sér er hin meðvirka manneskja að kljást við skömm og einmanaleika samhliða tilfinninguni fyrir því að vera ekki í lagi sem manneskja. Segja má að sá meðvirkir hafi í raun ekki neitt eigið sjálf, heldur stjórnist af umhverfi sínu eins og laufblað í vindi.Orsök meðvirkni má oftast nær rekja til uppeldis í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi hvers konar. Börn sem alast til að mynda upp við ofbeldi nota varnaraðferðir til að lifa af sársauka og ótta og þær aðferðir geta svo þróast í að verða meðvirkni. Meðvirkni eða stuðningur? Ástæðan fyrir því að ég hef verið að flækja það fyrir mér að kalla fólk, sem tekur upp hanskann fyrir ofbeldismenn og jafnvel gera þá að þolendum, gerendameðvirk er að ég horfi á orsaksamhengið meðvirkninnar. Horfi til hvaðan hún kemur og hvernig hún varð til líkt og ég fer yfir hér að ofan. Ég sá til dæmis engin framangreind einkenni meðvirkni í pistli þjóðþekktrar leikkonu, sem fór víða í sl. viku. Ég las pistilinn sem stuðningsyfirlýsingu við gerendur sem hafa upplifað útskúfun og gagnrýni á byltingar, baráttur og bylgjur á borð við MeToo. En auðvitað er svona lestur persónubundin túlkun hvers og eins. Þess má geta að þessi tilteknu skrif fengu svo mikinn stuðning í formi like-a, stuðning í athugasemdum og deilinga. Það er eðlilega sársaukafullt fyrir þolendur sem eru að kljást við afleiðingar ofbeldis sem þau hafa orðið fyrir að sjá gerendur ofbeldis fá svona ótvíræðan stuðning og í einhverjum tilfellum aumkun. Það sem þolendur eiga sameiginlegt er að þau vilja öll fá viðurkenningu á því að á þeim var brotið. Ég velti því fyrir mér hvort við getum alltaf kallað stuðning, af þessum toga, meðvirkni og þá án þess að vita hvaðan meðvirknin kemur og hvernig hún varð til?Hér er nefnilega oft um fólk sem tekur einfaldlega upplýsta ákvörðun um að vera gerendastyðjandi. Þurfum við ekki að fara að greina þar á milli? Höfundur er með diplómu í sálgæslufræðum á meistarastigi og baráttukona gegn ofbeldi *Heimild: Meðvirkni - orsakir, einkenni og úrræði eftir Pia Mellody 1989
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun