Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. apríl 2022 21:58 Maðurinn sleit sig lausan úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. Sveinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við fréttastofu að Gabríel hafi flúið úr haldi lögreglu en RÚV greindi fyrst frá málinu. Verið var að flytja hann eftir aðalmeðferð í máli hans þegar hann sleit sig lausan frá lögreglu. Aðspurður um hvort óttast sé að Gabríel sé ofbeldisfullur segir Sveinn að hann sé vissulega ákærður fyrir ofbeldisbrot en að ekki liggi fyrir hvað hann ætli sér nú. Búið er að lýsa eftir honum innan lögreglunnar og hafa lögregluþjónar á vakt verið látnir vita. Sveinn segir mikilvægt að Gabríel finnist sem allra fyrst en leit stendur nú yfir. Lögreglan lýsti eftir Gabríel í kvöld. Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Tengist árásinni í Borgarholtsskóla í fyrra Aðalmeðferð fór fram í tveimur málum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, þar af í máli héraðssaksóknara gegn fimm sakborningum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið sem um ræðir meðal annars árás í Borgarholtsskóla í janúar 2021 þar sem aðilar komu vopnaðir inn í skólann. Í kjölfarið brutust út slagsmál meðal drengja með þeim afleiðingum að sex voru fluttir á bráðamóttöku. Þrír piltar á aldrinum 16 til 19 ára voru handteknir vegna árásarinnar. Uppfært 22:58: Lögregla hefur formlega lýst eftir fanganum, hinum tvítuga Gabríel Douane Boama. Hann er að sögn lögreglu 192 sentímetrar á hæð, með brún augu og um 85 kíló að þyngd. Hann er klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó. Lögreglumál Dómsmál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. 13. janúar 2021 13:03 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sveinn Ingiberg Magnússon yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við fréttastofu að Gabríel hafi flúið úr haldi lögreglu en RÚV greindi fyrst frá málinu. Verið var að flytja hann eftir aðalmeðferð í máli hans þegar hann sleit sig lausan frá lögreglu. Aðspurður um hvort óttast sé að Gabríel sé ofbeldisfullur segir Sveinn að hann sé vissulega ákærður fyrir ofbeldisbrot en að ekki liggi fyrir hvað hann ætli sér nú. Búið er að lýsa eftir honum innan lögreglunnar og hafa lögregluþjónar á vakt verið látnir vita. Sveinn segir mikilvægt að Gabríel finnist sem allra fyrst en leit stendur nú yfir. Lögreglan lýsti eftir Gabríel í kvöld. Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Tengist árásinni í Borgarholtsskóla í fyrra Aðalmeðferð fór fram í tveimur málum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, þar af í máli héraðssaksóknara gegn fimm sakborningum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið sem um ræðir meðal annars árás í Borgarholtsskóla í janúar 2021 þar sem aðilar komu vopnaðir inn í skólann. Í kjölfarið brutust út slagsmál meðal drengja með þeim afleiðingum að sex voru fluttir á bráðamóttöku. Þrír piltar á aldrinum 16 til 19 ára voru handteknir vegna árásarinnar. Uppfært 22:58: Lögregla hefur formlega lýst eftir fanganum, hinum tvítuga Gabríel Douane Boama. Hann er að sögn lögreglu 192 sentímetrar á hæð, með brún augu og um 85 kíló að þyngd. Hann er klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó.
Lögreglumál Dómsmál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Reykjavík Tengdar fréttir Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. 13. janúar 2021 13:03 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. 13. janúar 2021 13:03