Fyrstur til að skora fimm deildarmörk mörk á sama tímabilinu gegn Man Utd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 09:01 Mo Salah skorar eitt af tveimur mörkum sínum. Clive Brunskill/Getty Images Það verður seint sagt að Manchester United hafi riðið feitum hesti gegn Liverpool í viðureignum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Man Utd var kjöldregið í báðum leikjum liðanna, markatalan 9-0 og þá skoraði Mohamed Salah samtals fimm mörk í leikjunum tveimur. Eftir að hafa beðið afhroð á heimavelli sínum fyrr á leiktíðinni þá var allavega búist við því að lið Man United myndi sýna smá lit er liðið heimsótti Anfield í ensku úrvalsdeildinni á mánudag. Það var ekki raunin. Þó það hafi vissulega vantaði nokkra leikmenn í lið Man Untited þá var frammistaða þeirra einfaldlega ekki boðleg og gekk Roy Keane - fyrrverandi fyrirliði liðsins og núverandi sérfræðingur Sky Sports - sagði Marcus Rashford hafa spilað eins og barn. Það er í raun ótrúlegt að lið Man United sitji í 6. sæti úrvalsdeildarinnar og eigi einhvern hátt tölfræðilegan möguleika á að ná Meistaradeildarsæti miðað við frammistöður þeirra í stórleikjum á leiktíðinni. Ef til vill segir það meira um stöðu mála í deildinni hjá liðum sem heita ekki Manchester City, Liverpool eða Chelsea. En aftur að leiknum á Anfield. Mohamed Salah var magnaður í fyrri leik liðanna þar sem hann skoraði þrennu í 5-0 sigri. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar eftir áramót og virtist sem þreytan væri farin að segja til sín. Salah fór alla leið í úrslit Afríkukeppninnar til þess eins að tapa gegn Senegal og féll svo úr leik gegn sömu þjóð í umspili um sæti á HM í Katar. Það var þó ekki að sjá að Salah væri þreyttur er hann og samherjar hans léku sér að svifaseinni vörn Manchester United. Leiknum lauk með 4-0 sigri þar sem Salah skoraði tvívegis og lagði upp eitt til viðbótar. Þar með gerði Egyptinn eitthvað sem engum leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hafði tekist áður. Það er að skora fimm deildarmörk gegn Man United á einu og sama tímabilinu. 5 - Mohamed Salah is the first player in Premier League history to score 5 goals against Manchester United in a single season. Alive. pic.twitter.com/UfHPTbxaal— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Til að halda áfram að strá salti í sárið þá vann Liverpool viðureignir liðanna í úrvalsdeildinni á leiktíðinni samtals 9-0. Það er einnig met í ensku úrvalsdeildinni en fara þarf aftur til tímabilsins 1892-1893 til að finna mótherja sem stóð sig betur gegn Man Utd en Liverpool í ár. Þá vann Sunderland samtals 11-0 sigur á Man Utd í deildarleikjum liðanna. 9 - Manchester United have lost 0-9 on aggregate in their Premier League meetings with Liverpool this season. In their league history, they ve only suffered a combined heavier defeat once 0-11 vs Sunderland in 1892-93. Trounced. #LIVMUN pic.twitter.com/ot2bQCn1Er— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Man United situr sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig, þremur minna en Tottenham Hotspur sem situr í 4. sætinu eftir að hafa leikið leik minna. Liverpool er á meðan á toppi deildarinnar með 76 stig eftir 32 leiki. Manchester City getur stokkið upp í toppsætið á nýjan leik með sigri á Brighton & Hove Albion. Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Sjá meira
Eftir að hafa beðið afhroð á heimavelli sínum fyrr á leiktíðinni þá var allavega búist við því að lið Man United myndi sýna smá lit er liðið heimsótti Anfield í ensku úrvalsdeildinni á mánudag. Það var ekki raunin. Þó það hafi vissulega vantaði nokkra leikmenn í lið Man Untited þá var frammistaða þeirra einfaldlega ekki boðleg og gekk Roy Keane - fyrrverandi fyrirliði liðsins og núverandi sérfræðingur Sky Sports - sagði Marcus Rashford hafa spilað eins og barn. Það er í raun ótrúlegt að lið Man United sitji í 6. sæti úrvalsdeildarinnar og eigi einhvern hátt tölfræðilegan möguleika á að ná Meistaradeildarsæti miðað við frammistöður þeirra í stórleikjum á leiktíðinni. Ef til vill segir það meira um stöðu mála í deildinni hjá liðum sem heita ekki Manchester City, Liverpool eða Chelsea. En aftur að leiknum á Anfield. Mohamed Salah var magnaður í fyrri leik liðanna þar sem hann skoraði þrennu í 5-0 sigri. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar eftir áramót og virtist sem þreytan væri farin að segja til sín. Salah fór alla leið í úrslit Afríkukeppninnar til þess eins að tapa gegn Senegal og féll svo úr leik gegn sömu þjóð í umspili um sæti á HM í Katar. Það var þó ekki að sjá að Salah væri þreyttur er hann og samherjar hans léku sér að svifaseinni vörn Manchester United. Leiknum lauk með 4-0 sigri þar sem Salah skoraði tvívegis og lagði upp eitt til viðbótar. Þar með gerði Egyptinn eitthvað sem engum leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hafði tekist áður. Það er að skora fimm deildarmörk gegn Man United á einu og sama tímabilinu. 5 - Mohamed Salah is the first player in Premier League history to score 5 goals against Manchester United in a single season. Alive. pic.twitter.com/UfHPTbxaal— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Til að halda áfram að strá salti í sárið þá vann Liverpool viðureignir liðanna í úrvalsdeildinni á leiktíðinni samtals 9-0. Það er einnig met í ensku úrvalsdeildinni en fara þarf aftur til tímabilsins 1892-1893 til að finna mótherja sem stóð sig betur gegn Man Utd en Liverpool í ár. Þá vann Sunderland samtals 11-0 sigur á Man Utd í deildarleikjum liðanna. 9 - Manchester United have lost 0-9 on aggregate in their Premier League meetings with Liverpool this season. In their league history, they ve only suffered a combined heavier defeat once 0-11 vs Sunderland in 1892-93. Trounced. #LIVMUN pic.twitter.com/ot2bQCn1Er— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Man United situr sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig, þremur minna en Tottenham Hotspur sem situr í 4. sætinu eftir að hafa leikið leik minna. Liverpool er á meðan á toppi deildarinnar með 76 stig eftir 32 leiki. Manchester City getur stokkið upp í toppsætið á nýjan leik með sigri á Brighton & Hove Albion.
Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Sjá meira