Landskjörstjórn í Svíþjóð staðfestir þetta í samtali við sænska fjölmiðla í dag.
Paludan og Stram kurs buðu sig fram til þings í Danmörku árið 2019, en þá tókst flokknum einungis að tryggja sér 1,8 prósent atkvæða og náði þar með ekki inn mönnum á danska þingið. Til að ná inn mönnum á danska þinginu þarf að minnsta kosti tvö prósent greiddra atkvæða.
Paludan hefur síðustu daga og vikur ferðast um Svíþjóð þar sem hann hefur staðið fyrir brennum á eintökum af Kóraninum, en Paludan hefur talað harkalega gegn innflytjendum og sér í lagi múslimum.

Um páskana heimsótti Paludan – eða hugðist heimsækja - Linköping, Norrköping, Örebro, Landskrona, Malmö og Rinkeby, úthverfi Stockhólms. Miklar óeirðir, sem beindust gegn lögreglu, brutust í kjölfarið úr á nokkrum stöðum í landinu og var ástandið sérstaklega eldfimt í Malmö.
Að minnsta kosti fjörutíu manns hafa verið handteknir vegna óeirðanna, þar af fjöldi fólks undir lögaldri. Á þriðja tug lögreglumanna særðust í óeiruðunum.