Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 14:31 Eggert Gunnþór í leik með FH. Vísir/Bára Dröfn Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins. Þar segir að Kvika hafi sett sig í samband við FH en vörumerki félagsins – Auður dóttir Kviku banka – er helsti styrktaraðili Hafnarfjarðarliðsins. Fréttablaðið sendi fyrirspurn á Kviku sem Hilmar Kristinsson, verkefnastjóra rekstrar og þróunar hjá bankanum, svaraði. Þar kemur fram að Kvika hafi óskað eftir upplýsingum um stöðu mála og mögulega framvindu þess. Hilmar sagði einnig að fyrirtækið vildi að tekið yrði á málinu með „viðeigandi hætti.“ Ekki hefur þó komið til tals að rifta samningnum við knattspyrnudeild FH. Mál Eggerts Gunnþórs, og Arons Einars Gunnarssonar, hefur verið í sviðsljósinu síðan Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort það væri eðlilegt að leikmenn sem væru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis væru að byrja leiki í Bestu deildinni. Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin ?— Martin Hermannsson (@hermannsson15) April 18, 2022 Sjá einnig: Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér Eggert Gunnþór byrjaði opnunarleik deildarinnar þar sem FH tapaði 2-1 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Eftir leik vildi Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, ekki tjá sig um stöðu mála og þegar Vísir reyndi að hafa samband við félagið þá var fátt um svör. FH mætir Fram á mánudag, 25. apríl, og verður áhugavert að sjá hvort Eggert Gunnþór haldi sæti sínu í liðinu eður ei. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi FH Besta deild karla Hafnarfjörður Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þeir héldu bara áfram með lífið eins og ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð“ Fyrrverandi vinkona Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sér eftir því að hafa tekið afstöðu með þeim og hafa logið fyrir þá. 8. desember 2021 11:00 Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36 Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Fleiri fréttir Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins. Þar segir að Kvika hafi sett sig í samband við FH en vörumerki félagsins – Auður dóttir Kviku banka – er helsti styrktaraðili Hafnarfjarðarliðsins. Fréttablaðið sendi fyrirspurn á Kviku sem Hilmar Kristinsson, verkefnastjóra rekstrar og þróunar hjá bankanum, svaraði. Þar kemur fram að Kvika hafi óskað eftir upplýsingum um stöðu mála og mögulega framvindu þess. Hilmar sagði einnig að fyrirtækið vildi að tekið yrði á málinu með „viðeigandi hætti.“ Ekki hefur þó komið til tals að rifta samningnum við knattspyrnudeild FH. Mál Eggerts Gunnþórs, og Arons Einars Gunnarssonar, hefur verið í sviðsljósinu síðan Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort það væri eðlilegt að leikmenn sem væru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis væru að byrja leiki í Bestu deildinni. Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin ?— Martin Hermannsson (@hermannsson15) April 18, 2022 Sjá einnig: Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér Eggert Gunnþór byrjaði opnunarleik deildarinnar þar sem FH tapaði 2-1 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Eftir leik vildi Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, ekki tjá sig um stöðu mála og þegar Vísir reyndi að hafa samband við félagið þá var fátt um svör. FH mætir Fram á mánudag, 25. apríl, og verður áhugavert að sjá hvort Eggert Gunnþór haldi sæti sínu í liðinu eður ei.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi FH Besta deild karla Hafnarfjörður Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þeir héldu bara áfram með lífið eins og ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð“ Fyrrverandi vinkona Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sér eftir því að hafa tekið afstöðu með þeim og hafa logið fyrir þá. 8. desember 2021 11:00 Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36 Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Fleiri fréttir Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjá meira
„Þeir héldu bara áfram með lífið eins og ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð“ Fyrrverandi vinkona Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sér eftir því að hafa tekið afstöðu með þeim og hafa logið fyrir þá. 8. desember 2021 11:00
Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26
Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36
Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44