Fer fram á að lögregla svari fyrir verklag sitt Árni Sæberg skrifar 21. apríl 2022 14:08 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, vill að lögregla svari fyrir verklag sitt. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata hefur farið fram á að dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til að svara fyrir verklag sitt við leitina að Gabríel Douane Boama. Píratar segja framkomu lögreglu gagnvart börnum í minnihlutahópum vera alvarlega og að lögregla verði að svara fyrir verklag sitt í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama sem slapp úr haldi lögreglu frá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Því hafi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður flokksins, farið fram á að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Framkoma lögreglu gagnvart börnum í minnihlutahópum vegna útlits er alvarleg og nauðsynlegt að hún svari fyrir verklag sitt. Því hefur @arndisg farið fram á að dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar. https://t.co/NJ49zvQDD7— Píratar (@PiratarXP) April 21, 2022 Lögregla hefur nú í tvígang haft afskipti af sextán ára dreng í tengslum við leitina að Gabríel, að því er virðist aðeins vegna þess að hann er þeldökkur líkt og Gabríel. Í gær var greint frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi haft afskipti af drengnum í strætisvagni. Margir, þar á meðal þingmenn og landsfrægur tónlistarmaður, hafa velt því upp að atvikið, sem og athugasemdir netverja um málið, byggi á kynþáttafordómum. Það var svo í morgun þegar drengurinn var staddur í bakaríi í Mjódd ásamt móður sinni þegar lögreglumenn renndu í hlað og höfðu afskipti af þeim. Móðir hans segir að karlmaður á Teslu-bifreið hafi hringt á lögreglu þegar hann sá son hennar. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að staðan á málinu sé í raun óbreytt frá því í gær. Ekki sé búið að finna Gabríel en lögregla elti vísbendingar sem berist. Þar sé einkum um að ræða borgara sem hringi og telji sig hafa séð hann. Tilkynningar séu fjölmargar, þar af allt að fimmtán í morgun. Reykjavík Lögreglumál Píratar Alþingi Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Lögreglan Tengdar fréttir Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18 Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13 Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 19. apríl 2022 22:53 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Píratar segja framkomu lögreglu gagnvart börnum í minnihlutahópum vera alvarlega og að lögregla verði að svara fyrir verklag sitt í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama sem slapp úr haldi lögreglu frá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Því hafi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður flokksins, farið fram á að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Framkoma lögreglu gagnvart börnum í minnihlutahópum vegna útlits er alvarleg og nauðsynlegt að hún svari fyrir verklag sitt. Því hefur @arndisg farið fram á að dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar. https://t.co/NJ49zvQDD7— Píratar (@PiratarXP) April 21, 2022 Lögregla hefur nú í tvígang haft afskipti af sextán ára dreng í tengslum við leitina að Gabríel, að því er virðist aðeins vegna þess að hann er þeldökkur líkt og Gabríel. Í gær var greint frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi haft afskipti af drengnum í strætisvagni. Margir, þar á meðal þingmenn og landsfrægur tónlistarmaður, hafa velt því upp að atvikið, sem og athugasemdir netverja um málið, byggi á kynþáttafordómum. Það var svo í morgun þegar drengurinn var staddur í bakaríi í Mjódd ásamt móður sinni þegar lögreglumenn renndu í hlað og höfðu afskipti af þeim. Móðir hans segir að karlmaður á Teslu-bifreið hafi hringt á lögreglu þegar hann sá son hennar. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að staðan á málinu sé í raun óbreytt frá því í gær. Ekki sé búið að finna Gabríel en lögregla elti vísbendingar sem berist. Þar sé einkum um að ræða borgara sem hringi og telji sig hafa séð hann. Tilkynningar séu fjölmargar, þar af allt að fimmtán í morgun.
Reykjavík Lögreglumál Píratar Alþingi Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Lögreglan Tengdar fréttir Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18 Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13 Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 19. apríl 2022 22:53 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01
Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18
Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13
Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 19. apríl 2022 22:53