Segir heildarniðurstöðu sölunnar vera prýðilega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. apríl 2022 13:02 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra játar að bera pólitíska ábyrgð á nýafstaðinni sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka en segist þrátt fyrir allt vera þokkalega sáttur við hvernig til tókst. Fréttastofa ræddi við Bjarna eftir ríkisstjórnarfund í morgun, meðan annars um þá gagnrýni sem útboðið á hlutum í bankanum hefur sætt en ráðherra sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að hinkra með frekari sölu á meðan athuganir Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans stæðu yfir. Þá sagði hann standa til að leggja fyrir þingið að fara aðrar leiðir við sölu á eignahlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum í framtíðinni en að fara í gegnum Bankasýsluna. En er skynsamlegt að leggja hana niður áður en niðurstöður liggja fyrir? „Það er pólitísk ákvörðun í sjálfu sér að ákveða með hvaða hætti þú vilt til framtíðar standa að sölu á frekari eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum,“ segir Bjarni. „Bara sjálfsagt mál að ræða það og við erum að boða það að slík tillaga muni koma fram á þingi, úr þessu langlíklegast að það verði í haust. Það getum við rætt á pólitískum forsendum alveg óháð því hvað kemur út úr athugunum sem nú standa yfir vegna útboðsins sem er nýafstaðið.“ Bjarni vill ekki kannast við að salan hafi verið klúður. „Heildarniðurstaðan, svona ef við horfum á þau markmið sem við höfðum í upphafi, er prýðileg. Hluthafahópurinn, dreifinginn, fjöldi hluthafanna, verðið hefur verið ásættanlegt í mínum huga, virði bankans hefur aukist um hundrað milljarða á einu ári. Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af atriði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjölfarið af útboðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrirfram. En ég hef sagt sem svo að við þurfum að sýna því þolinmæði að fara ofan í saumana á þessum framkvæmdaatriðum og leita svara við þeim spurningum sem hafa komið upp.“ Bjarni segir pólitíska ábyrgð á sölunni liggja hjá sér en þau atriði sem séu til skoðunar séu sértæk og varði aðeins útfærslu útboðsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Bjarna eftir ríkisstjórnarfund í morgun, meðan annars um þá gagnrýni sem útboðið á hlutum í bankanum hefur sætt en ráðherra sagði ríkisstjórnina hafa ákveðið að hinkra með frekari sölu á meðan athuganir Ríkisendurskoðunar og Seðlabankans stæðu yfir. Þá sagði hann standa til að leggja fyrir þingið að fara aðrar leiðir við sölu á eignahlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum í framtíðinni en að fara í gegnum Bankasýsluna. En er skynsamlegt að leggja hana niður áður en niðurstöður liggja fyrir? „Það er pólitísk ákvörðun í sjálfu sér að ákveða með hvaða hætti þú vilt til framtíðar standa að sölu á frekari eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum,“ segir Bjarni. „Bara sjálfsagt mál að ræða það og við erum að boða það að slík tillaga muni koma fram á þingi, úr þessu langlíklegast að það verði í haust. Það getum við rætt á pólitískum forsendum alveg óháð því hvað kemur út úr athugunum sem nú standa yfir vegna útboðsins sem er nýafstaðið.“ Bjarni vill ekki kannast við að salan hafi verið klúður. „Heildarniðurstaðan, svona ef við horfum á þau markmið sem við höfðum í upphafi, er prýðileg. Hluthafahópurinn, dreifinginn, fjöldi hluthafanna, verðið hefur verið ásættanlegt í mínum huga, virði bankans hefur aukist um hundrað milljarða á einu ári. Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af atriði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjölfarið af útboðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrirfram. En ég hef sagt sem svo að við þurfum að sýna því þolinmæði að fara ofan í saumana á þessum framkvæmdaatriðum og leita svara við þeim spurningum sem hafa komið upp.“ Bjarni segir pólitíska ábyrgð á sölunni liggja hjá sér en þau atriði sem séu til skoðunar séu sértæk og varði aðeins útfærslu útboðsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira