Mikill viðbúnaður lögreglu og björgunarsveita er á svæðinu en vonir eru bundnar við að aðgerðum verði alveg lokið í kvöld.
Nú er búið að hífa vélina upp af botni vatnsins. Því næst verður siglt með hana að bakkanum, þaðan sem hún verður hífð upp á land. Aðstæður til aðgerða við vatnið eru sagðar góðar.
Fjórir voru um borð vélarinnar þegar hún brotlenti í byrjun febrúar. Vélin sjálf fannst þann 4. febrúar en lík flugmannsins og þriggja farþega hans fundust tveimur dögum síðar um 300 metrum frá flakinu.
Upprunalega stóð til að draga vélina á land í febrúar, á sama tíma og líkunum var komið upp úr, en hætt var við það vegna íss á vatninu.
